Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 12.–26.7.2019

2

Í vinnslu

  • 27.7.2019–25.11.2020

3

Samráði lokið

  • 26.11.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-188/2019

Birt: 12.7.2019

Fjöldi umsagna: 25

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórnun grásleppu).

Niðurstöður

Litið var til innsendra umsagna í lokaútgáfu af frumvarpsdrögunum. Frumvarpið var ekki lagt fram á Alþingi.

Málsefni

Sjávarútvegs- landbúnaðarráðherra birtir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórnun grásleppu).

Nánari upplýsingar

Í frumvarpinu er lagt til að aflaheimildum í grásleppu verði úthlutað til skipa sem eru með rétt til að veiða grásleppu samkvæmt gildandi lögum. Í núgildandi fyrirkomulagi er veiðunum stjórnað á grundvelli leyfa og dagatakmörkunu,m sbr. lög nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og reglugerð sem sett er fyrir hverja vertíð. Með því að breyta veiðistjórn á grásleppu mun fara um stjórnunina eftir lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á framangreindum lögum sem nauðsynlegar þykja til að breyta veiðistjórn í grásleppu úr sóknarstýringu í aflamarksstýringu. Þá er vert að nefna að í frumvarpinu er mælt fyrir um að aflahlutdeild skuli úthlutað á skip á grundvelli veiðireynslu leyfis en ekki skips eins og 1. mgr. 9. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða mælir fyrir um og einnig er lagt til að viðmiðunartími verði þrjú bestu veiðitímabil af árunum 2013 til og með 2018.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

postur@anr.is