Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 15.7.–13.8.2019

2

Í vinnslu

  • 14.8.2019–5.3.2020

3

Samráði lokið

  • 6.3.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-189/2019

Birt: 15.7.2019

Fjöldi umsagna: 7

Drög að frumvarpi til laga

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Æðsta stjórnsýsla

Frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Niðurstöður

Lög um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun voru samþykkt á Alþingi í desember 2019

Málsefni

Með frumvarpi þessu er lagt til að tvær stofnanir, Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun verði lagðar niður og nýrri stofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun verði falið að annast framkvæmd húsnæðis- og mannvirkjamála. Fjármálaumsýsla vegna eldri starfsemi Íbúðalánasjóðs verður aðskilin frá nýrri sameinaðri stofnun.

Nánari upplýsingar

Með sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar í nýja Húsnæðis- og mannvirkjastofnun verður unnt að efla enn frekar stjórnsýslu, stefnumótun og framkvæmd húsnæðis- og mannvirkjamála með tillögur átakshóps um húsnæðismál að leiðarljósi, hagræða í rekstri hins opinbera og auka samstarf við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Íbúðalánasjóður hefur það hlutverk að annast stefnumótun og framkvæmd húsnæðismála en Mannvirkjastofnun hefur yfirumsjón með stjórnsýslu mannvirkjamála. Íbúðalánasjóði er m.a. ætlað að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði og auknu aðgengi að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði en Mannvirkjastofnun að stuðla að því að húsnæði sé öruggt og heilsusamlegt og að við hönnun sé horft til verndunar umhverfis og aðgengis fyrir alla. Með sameiningu stofnananna tveggja verður til ný stofnun með heildaryfirsýn yfir málaflokk húsnæðismála sem er til þess fallið að auka skilvirkni og hagkvæmni í allri stjórnsýslu húsnæðis- og mannvirkjamála. Stofnuninni verður falið að framfylgja þeirri stefnu stjórnvalda m.a. með rannsóknum, upplýsingagjöf og áætlanagerð, að almenningur hafi aðgengi að viðunandi og öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, sem uppfyllir nútímakröfur og er vistvænt og heilsusamlegt og hafi þannig raunverulegt val um búsetuform. Stofnuninni er einnig ætlað það hlutverk að tryggja fyrirsjáanleika, skilvirkni og gæði mannvirkjagerðar og hafa eftirfylgni með húsnæðisáætlunum sveitarfélaga, einföldun regluverks og stjórnsýslu byggingaframkvæmda og stuðla þannig að auknu húsnæðisöryggi hér á landi, m.a. með lækkun byggingarkostnaðar. Gert er ráð fyrir að hin nýja stofnun fari áfram með lánveitingar og annan húsnæðisstuðning líkt og Íbúðalánasjóður gerir nú í samræmi við það hlutverk að veita þjónustu í almannaþágu á sviði húsnæðismála.

Með sameiningu stofnananna myndast skýrari rammi um húsnæðismál, stefnumótun verður markvissari og auðveldara að innleiða stefnu stjórnvalda um lækkun byggingakostnaðar og aukna uppbyggingu húsnæðis fyrir alla félagshópa.

Frumvarp þetta byggir á niðurstöðu tveggja starfshópa sem voru settir á stofn af félags- og barnamálaráðherra. Annarsvegar starfshóps sem var skipaður til að leita leiða til að draga úr áhættu ríkisins vegna aukinna uppgreiðslna hjá Íbúðalánasjóði og hinsvegar starfshóps sem var skipaður til að kanna fýsileika sameiningar Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar til þess að efla stjórnsýslu á sviði húsnæðismála í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

skrifstofa húsnæðis- og lífeyrismála

frn@frn.is