Samráð fyrirhugað 16.07.2019—10.08.2019
Til umsagnar 16.07.2019—10.08.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 10.08.2019
Niðurstöður birtar 15.12.2021

Frumvarp til breytinga á lögum nr. 43/1999, um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi

Mál nr. 190/2019 Birt: 16.07.2019 Síðast uppfært: 15.12.2021
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar
  • Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Niðurstöður birtar

Frumvarp lagt fram á Alþingi.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 16.07.2019–10.08.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 15.12.2021.

Málsefni

Fyrirhugað er að breyta lögum nr. 43/1999, um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Breytingar felast í því að þrengja þau skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að fá endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar hér á landi.

Fyrirhugað er að breyta lögum nr. 43/1999 um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Markmiðið með lagasetningunni er að styðja áfram við kvikmyndagerð, þó með því að þrengja þau skilyrði sem þarf að uppfylla til þess fá endurgreiðslu. Það verður gert á þann hátt að aukin áhersla verður lögð á uppbyggingu kvikmyndaiðnaðarins á Íslandi með því að laða að erlenda aðila til framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis hér á landi. Þá er lagt til að breyta lögum og reglugerð þannig að skilyrði fyrir endurgreiðslu takmarkist við kvikmyndir í fullri lengd, leiknar sjónvarpsmyndir eða röð leikinna sjónvarpsþátta og heimildarmyndir. Ef af þessum breytingum verður falla út spjallþættir, raunveruleikaþættir og skemmtiþættir, en á undanförnum árum hafa endurgreiðslur til slíkra þátta aukist töluvert. Í skýrslu sem starfshópur skilaði til ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á vormánuðum var lagt til að þak verði sett á ársgreiðslu til einstakra verkefna, að krafa verði um að öll verkefni lúti endurskoðun á kostnaði og að skilin á milli endurgreiðslukerfisins og úthlutunar úr Kvikmyndasjóði verði skýrari. Með þessum tillögum er bæði lögð áhersla á bætta nýtingu þeirra fjármuna sem fara til endurgreiðslna og á lækkun heildarupphæðar endurgreiðslna. Tillögurnar miða að því að horfa í auknum mæli til upphaflegs markmiðs og tilgangs laganna og gera viðeigandi breytingar á kerfinu með það fyrir augum að gera greinina sjálfbærari til lengri tíma

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Pegasus ehf - 08.08.2019

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Sýn hf. - 09.08.2019

Sjá meðfylgjandi umsögn Sýnar hf.

bkv.

Páll

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Skot - productions ehf. - 09.08.2019

Meðfylgjandi er umsögn Skot Productions ehf.

Kveðja,

Inga Lind Karlsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Hugi Jens Halldórsson - 09.08.2019

Meðfylgjandi er umsögn mín

Kveðja,

Hugi Halldórsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Sagafilm ehf. - 09.08.2019

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Kristinn Þórðarson - 10.08.2019

10 ágúst 2019, umsögn frá Truenorth

Afrita slóð á umsögn

#7 Þór Freysson - 10.08.2019

Þór Freysson -Umsögn

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Truenorth - 16.08.2019

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 KPMG og VÍK - 16.08.2019

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 SI og SÍK - 16.08.2019

Viðhengi