Samráð fyrirhugað 16.07.2019—06.08.2019
Til umsagnar 16.07.2019—06.08.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 06.08.2019
Niðurstöður birtar 04.09.2019

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 34/1991 um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri

Mál nr. 191/2019 Birt: 16.07.2019 Síðast uppfært: 04.09.2019
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Áform um lagasetningu voru til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins frá 16. júlí 2019 til 6. ágúst 2019. Ekki barst umsögn um áformin. Drög að frumvarpi verða kynnt í samráðsgáttinni.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 16.07.2019–06.08.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 04.09.2019.

Málsefni

Frumvarpinu er ætlað að breyta lögum nr. 34/1991 um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Frumvarpinu er ætlað að afnema búsetuskilyrði ríkisborgara í aðildarríkjum EES-samningsins, aðildarríkjum EFTA eða í Færeyjum.

Tilefni lagasetningarinnar má rekja til athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA vegna skilyrða um búsetu og heimilisfesti framkvæmdastjóra og stjórnenda í íslenskum atvinnufyrirtækjum.

Í núgildandi lögum er gerð krafa um að framkvæmdastjórar og meirihluti stjórnarmanna í íslenskum atvinnufyrirtækjum skulu vera búsettir hér á landi, með þeirri undantekningu að það gildir ekki um ríkisborgara Færeyja, þeirra ríkja sem eiga aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn) eða þeirra ríkja sem eru aðilar að stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA).

Hins vegar gera lögin kröfu um að viðkomandi ríkisborgarar séu búsettir í aðildarríkjum EES-samningsins, aðildarríkjum EFTA eða í Færeyjum. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gerði athugasemd við fyrrgreint búsetuskilyrði. ESA vakti fyrst athygli á fyrrgreindu 22. janúar 2014. Athugasemdir voru gerðar til fimm lagabálka, þremur hefur nú þegar verið breytt í samræmi við athugasemdir ESA með lögum nr. 19/2017, lög um breytingu á lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög og lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur.