Samráð fyrirhugað 19.07.2019—13.09.2019
Til umsagnar 19.07.2019—13.09.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 13.09.2019
Niðurstöður birtar

Skipulagsreglur Keflavíkurflugvallar

Mál nr. 194/2019 Birt: 19.07.2019
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (19.07.2019–13.09.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Tillaga að skipulagsreglum fyrir Keflavíkurflugvöll

Í samræmi við heimild í 59. gr. laga um loftferðir, nr. 60 frá 1998, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ákveðið að setja skipulagsreglur fyrir Keflavíkurflugvöll.

Með reglunum er verið að festa í sessi skipulag hindranaflata vallarins og þar með takmarkanir á hæðum húsa, trjáa og annarra mannvirkja á tilteknum svæðum. Eru hindranafletir þessir byggðir á skilgreiningum alþjóðlegra skuldbindinga íslenska ríkisins sem innleiddar hafa verið í íslenskan rétt með lögum nr. 60/1998 um loftferðir og reglugerð 75/2016 um kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða flugvelli samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008. Einnig er verið að festa í sessi eftir ákvæðum sömu skuldbindinga, laga og reglugerða, takmörkun á notkun leysigeisla innan tiltekinna svæða.

Tilgangur og markmið reglnanna er:

• að tryggja flugöryggi vallarins með því að binda í skipulag hæðartakmarkanir sem nauðsynlegar eru vegna öryggis flugvallarstarfseminnar.

• að einfalda umfjöllun og ákvarðanatöku um hæðir húsa innan og í nágrenni flugvallarins.

• að tryggja flugöryggi vallarins og flugumferðar með því að binda í skipulag takmarkanir á notkun leysigeisla.

Skorað er á fasteignaeigendur á svæðinu og aðra hagsmunaaðila að kynna sér fyrirliggjandi drög að reglum. Opið er fyrir umsagnir í samráðsgáttinni, http://www.samradsgatt.is, til og með 13. september nk. Eftir þann tíma verður ekki tekið við athugasemdum. Litið er svo á að þeir sem gera ekki athugasemdir við tillöguna teljist samþykkir henni.

Eftir kynningartíma verða athugasemdir og ábendingar sem berast teknar til ítarlegrar athugunar. Verði ákveðið að ráðast í breytingar á tillögunni vegna athugasemdanna verða slíkar breytingar kynntar hlutaðeigandi áður en gengið verður endanlega frá reglunum. Auglýsing um gildistöku reglnanna verður birt í Lögbirtingablaðinu. Nánari upplýsingar veitir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið í síma 545 8200 eða srn@srn.is.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Isavia ohf. - 29.08.2019

Góðan daginn

sjá meðfylgjandi umsögn Isavia ohf. vegna tillögu að skipulagsreglum fyrir Keflavíkurflugvöll

kveðja

f.h. Isavia ohf

Sólveig Ása Eiríksdóttir

Viðhengi