Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 24.7.–28.8.2019

2

Í vinnslu

  • 29.8.–10.9.2019

3

Samráði lokið

  • 11.9.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-196/2019

Birt: 24.7.2019

Fjöldi umsagna: 3

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um innheimtu opinberra skatta og gjalda

Niðurstöður

Fjármála- og efnahagsráðuneytið þakkar umsagnaraðilum fyrri sendar umsagnir. Ráðuneytið hyggst leggja fram drög að frumvarpi til laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda að nýju á samráðsgáttina til umsagnar, með stuttum umsagnarfresti, í ljósi þess að drögin hafa tekið breytingum frá því það var lagt fyrst fram til umsagnar. Tekin var ákvörðun um að veita hagsmunaaðilum tækifæri til að koma með frekari athugasemdir við drögin á þessu stigi, þ.e. áður en þau verða endanlega útbúin til framlagningar á Alþingi í október. Sjá nánari lýsingu í viðhengdu niðurstöðuskjali.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda.

Nánari upplýsingar

Í frumvarpi þessu er lagt til að lögfestar verði reglur um innheimtu opinberra skatta og gjalda ásamt því að lagt er til að hluti ákvæða flytjist úr XIII. kafla laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, að mestu leyti óbreytt yfir í frumvarp þetta og lög um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda, nr. 29/1995, fari sömuleiðis inn í þessi lög, ásamt breytingum á fleiri lögum. Í dag eru reglur um innheimtu opinberra skatta og gjalda að finna á víð og dreif í hinum ýmsu lagabálkum en aðallega í XIII. kafla laga um tekjuskatt, nr. 90/2003. Að öðru leyti gilda stjórnsýslulög, nr. 37/1993, um alla meðferð stjórnsýslumála fyrir hönd ríkissjóðs og verklagsreglur sem innheimtumaður ríkissjóðs hefur sett sér ásamt reglugerð frá fjármála- og efnahagsráðherra, nr. 1060/2014, sem að sumu leyti er orðin úrelt og þarfnast endurútgáfu. Helsta markmiðið með gerð frumvarpsins er að tryggja sem best réttaröryggi gjaldenda gagnvart ríkissjóði þegar kemur að innheimtu opinberra skatta og gjalda og lögfesta gildandi framkvæmd ásamt því að frumvarpið felur í sér nokkrar breytingar sem talið er að verði til bóta í framkvæmd og auki jafnræði gjaldenda. Fyrirmynd að frumvarpinu er að einhverju leyti sótt til nágrannalanda Íslands.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

postur@fjr.is