Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 3.–17.10.2018

2

Í vinnslu

  • 18.10.2018–4.2.2019

3

Samráði lokið

  • 5.2.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-146/2018

Birt: 2.10.2018

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga

Niðurstöður

Frumvarpið var samið í velferðarráðuneytinu í samráði við þær stofnanir sem falla undir málefnasvið félags- og jafnréttismálaráðherra og starfa á grundvelli þeirra laga sem lagt er til í frumvarpinu að verði breytt. Áform um gerð frumvarpsins voru einnig kynnt öðrum ráðuneytum. Þá fór frumvarpið í opið umsagnarferli í samráðsgátt Stjórnarráðsins í byrjun október 2018 þar sem almenningi gafst kostur á að koma með athugasemdir við drög að frumvarpinu. Ein umsögn barst með þessum hætti og var umsagnaraðili Samband íslenskra sveitarfélaga. Jafnframt var sérstaklega óskað eftir umsögn Persónuverndar og veitt stofnunin umsögn. Farið var yfir umsagnirnar og tillit tekið til athugasemda eftir því sem tilefni var til. Sjá þingmál: https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=149&mnr=495

Málsefni

Með frumvarpinu eru lagðar til nauðsynlegar breytingar á ákvæðum laga sem falla undir málefnasvið félags- og jafnréttismálaráðherra, til þess að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga samkvæmt viðkomandi lögum samræmist ákvæðum laga nr. 90/2018.

Nánari upplýsingar

Tilefni þessa frumvarps eru ný lög nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem samþykkt voru á Alþingi 13. júní 2018, sem innleiddi persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins í íslenskan rétt. Við vinnslu frumvarps sem varð að framangreindum lögum var ákveðið að gera aðeins lágmarksbreytingar á ákvæðum annarra laga vegna tilvísana til þágildandi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 77/2000. Enn fremur var ákveðið að hvert ráðuneyti fyrir sig myndi í kjölfar gildistöku laganna taka til endurskoðunar einstök ákvæði sérlaga sem falla undir málefnasvið þeirra til að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga verði í samræmi við hin nýju lög. Frumvarpinu er ætlað að gera nauðsynlegar breytingar á ákvæðum laga sem heyra undir málefnasvið félags- og jafnréttismálaráðherra, til þess að tryggja að vinnsla persónuupplýsinga samkvæmt þeim lögum samræmist kröfum laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Markmið frumvarpsins er að tryggja að þeir aðilar sem vinna með persónuupplýsingar samkvæmt þeim lögum sem undir málefnasvið félags- og jafnréttismálaráðherra heyra hagi vinnslunni í samræmi við kröfur nýrra laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Um er að ræða breytingar á lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar, lögum nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar, lögum nr. 55/2006 um vinnumarkaðsaðgerðir, lögum nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof, lögum nr. 75/2016 um húsnæðisbætur, lögum nr. 100/2010 um umboðsmann skuldara, lögum nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga, lögum nr. 9/2014 um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta, lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, lögum nr. 83/2003 um Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins og lögum nr. 160/2008 um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa lífskjara og vinnumála

postur@vel.is