Samráð fyrirhugað 02.08.2019—11.09.2019
Til umsagnar 02.08.2019—11.09.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 11.09.2019
Niðurstöður birtar 02.06.2020

Drög að frumvarpi til nýrra laga um markaði fyrir fjármálagerninga

Mál nr. 204/2019 Birt: 02.08.2019 Síðast uppfært: 02.06.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Í samráðsgátt bárust umsagnir frá fjórum aðilum: Nasdaq, Samtökum fjármálafyrirtækja, Artica Finance og Arion banka. Talin var ástæða til að bregðast við hluta athugasemda með breytingum á frumvarpsdrögunum.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 02.08.2019–11.09.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 02.06.2020.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar drög að frumvarpi til innleiðingar á tilskipun 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFID2) og reglugerð ESB 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFIR).

Frumvarpið felur í sér ný heildarlög um markaði fyrir fjármálagerninga. Með því er lagt til að ákvæði tilskipunar 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFID2) og reglugerð ESB 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFIR) verði innleidd í íslenskan rétt.

Í frumvarpinu eru lagðar til umfangsmiklar breytingar hvað varðar þær kröfur sem gerðar eru til skipulegra markaða, markaðstorga fjármálagerninga og verðbréfafyrirtækja. Meðal annars eru gerðar auknar kröfur til gagnsæis, um fjárfestavernd og viðskiptahætti, til stjórnar, stjórnarhátta og almennt um skipulag verðbréfafyrirtækja og skipulegra markaða. Einnig er með frumvarpinu lagðar til ýmsar breytingar til að bregðast við þróun á markaði og tækninýjungum síðan að tilskipun 2004/39/EB (MiFID1) var innleidd í íslenskan rétt með lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, lögum um kauphallir 110/2007, og breytingum á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Árnína Steinunn Kristjánsdóttir - 10.09.2019

Meðfylgjandi er umsögn Nasdaq Iceland hf. um ofangreint frumvarp.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök fjármálafyrirtækja - 11.09.2019

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja.

Virðingarfyllst,

Margrét A. Jónsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Arion banki hf. - 11.09.2019

Vísað er til draga að frumvarpi til nýrra laga um markaði fyrir fjármálagerninga. Frumvarpið felur í sér ný heildarlög um markaði fyrir fjármálagerninga. Með því er lagt til að ákvæði tilskipunar 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFID2) og reglugerð ESB 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFIR) verði innleidd í íslenskan rétt.

Arion banki vill vekja athygli á því að jafnvel þótt tilgangur MiFID2 sé að auka fjárfestavernd, þá mun innleiðing þessa víðtæka regluverks hafa í för með sér mikinn kostnað fyrir íslenskan fjármálamarkað. MiFID2 tilskipunin og afleiddar gerðir eru miðaðar að evrópskum markaði og veita nær ekkert svigrúm til að gera minni kröfur til lítilla markaðsaðila eins og þeirra sem starfa á Íslandi. Í ljósi þess hversu íþyngjandi regluverk MiFID2 er fyrir íslenskan markað er þess farið á leit að ekki verði gengið lengra en nauðsynlegt er við innleiðinguna.

Að sama skapi vill Arion banki árétta mikilvægi þess að eftirlitsaðilar muni gæta jafnræðis við túlkun sína á þeim kröfum sem gerðar eru til fjármálafyrirtækja á grundvelli MiFID2. Mikilvægt er að gerðar verði sömu kröfur til allra þeirra aðila sem stunda verðbréfaviðskipti á íslenskum markaði, svo samkeppnisstaðan verði jöfn.

Loks er bent á að tímabært sé að endurskoða viðurlagakafla laga á fjármálamarkaði. Fara þarf yfir skýrleika refsiheimilda og hvaða brot teljist til alvarlegri brota sem varði sektum og fangelsisrefsingu. Leggja þarf áherslu á að refsiheimildir séu í eðlilegu samhengi við efni þeirra reglna sem um ræðir. Af frumvarpsdrögum er ljóst að viðurlagakaflinn er enn í mótun, en varpað er fram þeirri spurningu hvort eðlilegt sé að gáleysisbrot á ákvæðum um t.d. virkan eignarhlut skuli varða slíkum viðurlögum.

Afrita slóð á umsögn

#4 Ólafur Þór Finsen - 11.09.2019

Umsögn Arctica Finance hf. er í meðfylgjandi skjali.

Viðhengi