Samráð fyrirhugað 02.08.2019—09.09.2019
Til umsagnar 02.08.2019—09.09.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 09.09.2019
Niðurstöður birtar

Drög að frumvarpi til nýrra laga um markaði fyrir fjármálagerninga

Mál nr. S-204/2019 Birt: 02.08.2019
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 02.08.2019–09.09.2019. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar drög að frumvarpi til innleiðingar á tilskipun 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFID2) og reglugerð ESB 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFIR).

Frumvarpið felur í sér ný heildarlög um markaði fyrir fjármálagerninga. Með því er lagt til að ákvæði tilskipunar 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFID2) og reglugerð ESB 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFIR) verði innleidd í íslenskan rétt.

Í frumvarpinu eru lagðar til umfangsmiklar breytingar hvað varðar þær kröfur sem gerðar eru til skipulegra markaða, markaðstorga fjármálagerninga og verðbréfafyrirtækja. Meðal annars eru gerðar auknar kröfur til gagnsæis, um fjárfestavernd og viðskiptahætti, til stjórnar, stjórnarhátta og almennt um skipulag verðbréfafyrirtækja og skipulegra markaða. Einnig er með frumvarpinu lagðar til ýmsar breytingar til að bregðast við þróun á markaði og tækninýjungum síðan að tilskipun 2004/39/EB (MiFID1) var innleidd í íslenskan rétt með lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, lögum um kauphallir 110/2007, og breytingum á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.