Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 2.–16.10.2018

2

Í vinnslu

  • 17.–25.10.2018

3

Samráði lokið

  • 26.10.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-147/2018

Birt: 2.10.2018

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Drög að reglugerð um raf- og rafeindatækjaúrgang

Niðurstöður

Reglugerðardrög voru send til umsagnar helstu hagsmunaaðila og lágu einnig á samráðsgátt Stjórnarráðsins. Umsagnarferli stóð frá 2. október til 16. október. Tvær umsagnir bárust, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Úrvinnslusjóði. Tekið hefur verið tilliti til athugasemdanna við lokafrágang reglugerðarinnar.

Málsefni

Óskað er eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um raf- og rafeindatækjaúrgang. Markmið reglugerðarinnar er að innleiða að fullu tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2012/19/ESB frá 4. júlí 2012 um raf- og rafeindabúnaðarúrgang (endurútgefin).

Nánari upplýsingar

Óskað er eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um raf- og rafeindatækjaúrgang. Markmið reglugerðarinnar er að innleiða að fullu tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2012/19/ESB frá 4. júlí 2012 um raf- og rafeindabúnaðarúrgang en innleiðing þeirrar tilskipunar hófst með setningu laga nr. 65/2017, um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs. Meðal helstu breytinga má nefna nýja flokkun raf- og rafeindatækja (áður var flokkað í tíu flokka en nú verður flokkað í sex) og sett eru ný markmið um söfnun og endurnýtingu raf- og rafeindatækjaúrgangs. Fyrir frekari umfjöllun um tilskipun 2012/19/ESB er vísað til kafla 3.1 í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs o.fl., þingskjal 453 í 333. máli á 146. löggjafarþingi (https://www.althingi.is/altext/146/s/0453.html). Gert er ráð fyrir að reglugerð nr. 442/2015, um raf- og rafeindatækjaúrgang, falli brott samhliða setningu nýrrar reglugerðar.

Óskað er eftir því að athugasemdir berist í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 16. október nk.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Laufey Helga Guðmundsdóttir

postur@uar.is