Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 30.8.–16.9.2019

2

Í vinnslu

  • 17.2019–14.9.2021

3

Samráði lokið

  • 15.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-212/2019

Birt: 30.8.2019

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að frumvarpi um til breytinga á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnu við fiskveiðar

Niðurstöður

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lagði frumvarpið fram á 150. löggjafarþingi, sbr. 315. mál. Gerð er grein fyrir niðurstöðum samráðs í frumvarpinu.

Málsefni

Frumvarpi þessu er ætlað að gera nauðsynlegar breytingar á lögum til að mæta kröfum 188. samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Varða breytingarnar næturvinnu ungmenna, einkareknar skráningar og ráðningarþjónustur og heilbrigðisvottorð skipverja.

Nánari upplýsingar

Markmiðið með samþykktinni (ILO 188) felur í sér uppfærðar viðmiðanir alþjóðasamþykkta sem lúta að vinnu við fiskveiðar og er ætlað að stuðla að mannsæmandi vinnuskilyrðum skipverja á fiskiskipum. Hún tekur til allra skipa sem stunda fiskveiðar í atvinnuskyni og skipverja þeirra nema annað sé sérstaklega tekið fram. Í nokkrum tilvikum gerir samþykktin ríkari kröfur í tengslum við skip sem eru 24 metrar á lengd eða lengri eða eru að jafnaði lengur en þrjá daga á sjó í einu. Kröfur ILO 188 eru að mestu leyti uppfylltar í íslenskum rétti en þá þætti sem ekki teljast uppfylltir er stefnt að því að innleiða með frumvarpi þessu og eftir atvikum með reglugerðarsetningu.

Þær kröfur samþykktarinnar sem þarfnast lagasetningar eru bann að meginstefnu við næturvinnu ungmenna, skylda einkarekinna ráðningarstofa til að starfa eftir stöðluðu kerfi og almenn krafa um framvísun heilbrigðisvottorðs til að vera heimilt að starfa á fiskiskipi. Lögð er til breyting á 8. gr. sjómannalaga nr. 35/1985 þannig að í stað orðanna "farþegaskipum og flutningaskipum" komi "skipum". Mun ákvæðið, sem felur í sér sambærilegar skyldur og ákvæði ILO 188, þannig taka til fiskiskipa jafnt sem farþega- og flutningaskipa að því er varðar næturvinnu.

Þá er gerð tillaga um tvö ný ákvæði í lög nr. 30/2007 um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Í fyrsta lagi ný grein, 3. gr. a, sem kveður á um að fyrirtæki sem sinna skráningar- og ráðningarþjónustu skipverja á fiskiskipum starfi í samræmi við viðurkennd gæðastjórnunarkerfi að fengnu leyfi frá Samgöngustofu. Þjónustan skal vera skilvirk, fullnægjandi, áreiðanleg, skipverjum að kostnaðarlausu og til þess fallin að sjómenn geti fengið störf um borð í skipum. Samgöngustofu ber að hafa eftirlit með ákvæði þessu. Þá er ráðherra heimilt að mæla nánar fyrir um þessi atriði í reglugerð.

Í öðru lagi er tillaga um nýja grein, 8. gr. a sem fjallar um heilbrigðiskröfur til skipverja á fiskiskipum. Skulu þeir vera svo heilir heilsu að þeir geti rækt störf sín af öryggi. Þá skuli þeir leggja fram vottorð um að þeir uppfylli skilyrði um sjón, heyrn og aðrar heilbrigðiskröfur. Gildistími heilbrigðisvottorða skipverja á skipum, sem eru 24 metrar að lengd eða lengri, eða eru að jafnaði á sjó í þrjá daga eða lengur, skal vera að hámarki tvö ár. Ef skipverji er undir 18 ára aldri skal gildistíminn þó vera eitt ár. Gildistími vottorðs fyrir skip styttri en 24 metrar og er að jafnaði á sjó í minna en þrjá daga skal vera að hámarki fimm ár. Ráðherra getur sett í reglugerð nánari kröfur um þessi atriði.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

srn@srn.is