Samráð fyrirhugað 30.08.2019—16.09.2019
Til umsagnar 30.08.2019—16.09.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 16.09.2019
Niðurstöður birtar

Drög að frumvarpi til laga um íslensk landshöfuðlén

Mál nr. 214/2019 Birt: 30.08.2019 Síðast uppfært: 02.09.2019
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 30.08.2019–16.09.2019. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um íslensk landshöfuðlén.

Í frumvarpi því sem hér er lagt fram til umsagnar er stefnt að því að setja lög um rekstur landshöfuðléna sem tengjast Íslandi ásamt nafnaþjónustu fyrir höfuðlén og skráningu léna undir þeim.

Markmið frumvarpsins er að stuðla að öruggum, hagkvæmum og skilvirkum aðgangi að íslenskum landshöfuðlénum og styrkja tengsl þeirra við Ísland, með því að kveða á um örugga, gagnsæja og skilvirka umsýslu þeirra.

Í dag er ekki að finna heildstæða löggjöf hér á landi um landshöfuðlén með beina skírskotun til Íslands, þ.e. landshöfuðlénið .is (e. country code top level domain). Þá er hvergi minnst á lén í íslenskri löggjöf, hvorki í fjarskiptalögum nr. 81/2003 né öðrum sérlögum er varða netið með einhverjum hætti. Landshöfuðlénum er útdeilt til allra ríkja og beina skírskotun til viðkomandi ríkja.

Nokkrar atlögur hafa verið gerðar að samningu frumvarpa á þessu sviði og eitt þessara frumvarpa var jafnframt lagt fram á 139. og 140. löggjafarþingi. Frumvarpið sætti talsverðri gagnrýni og náði ekki fram að ganga.

Í því frumvarpi sem hér eru lagt fram er lagt til að sett verði lágmarks lagaumgjörð um skráningastofu landshöfuðlénsins .is og annarra landshöfuðléna sem kunna að verða samþykkt í framtíðinni og munu hafa beina skírskotun til Íslands. Þá eru m.a. lögð til úrræði fyrir stjórnvöld til að loka eða haldleggja skráð lén undir íslensku landshöfuðléni.

Tengd mál

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.