Samráð fyrirhugað 30.08.2019—16.09.2019
Til umsagnar 30.08.2019—16.09.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 16.09.2019
Niðurstöður birtar 27.05.2020

Drög að frumvarpi til laga um íslensk landshöfuðlén

Mál nr. 214/2019 Birt: 30.08.2019 Síðast uppfært: 27.05.2020
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður birtar

Niðurstaðan var í stuttu máli sú að 5 umsagnir bárust - þrjár í samráðsgátt og tvær beint til ráðuneytisins. Tekið var tillit til athugasemda eins og efni gafst til. Ein umsögn barst eftir að frumvarpið var sent í lokafrágang og verður hún tekin til skoðunar við þinglega meðferð.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 30.08.2019–16.09.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 27.05.2020.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um íslensk landshöfuðlén.

Í frumvarpi því sem hér er lagt fram til umsagnar er stefnt að því að setja lög um rekstur landshöfuðléna sem tengjast Íslandi ásamt nafnaþjónustu fyrir höfuðlén og skráningu léna undir þeim.

Markmið frumvarpsins er að stuðla að öruggum, hagkvæmum og skilvirkum aðgangi að íslenskum landshöfuðlénum og styrkja tengsl þeirra við Ísland, með því að kveða á um örugga, gagnsæja og skilvirka umsýslu þeirra.

Í dag er ekki að finna heildstæða löggjöf hér á landi um landshöfuðlén með beina skírskotun til Íslands, þ.e. landshöfuðlénið .is (e. country code top level domain). Þá er hvergi minnst á lén í íslenskri löggjöf, hvorki í fjarskiptalögum nr. 81/2003 né öðrum sérlögum er varða netið með einhverjum hætti. Landshöfuðlénum er útdeilt til allra ríkja og beina skírskotun til viðkomandi ríkja.

Nokkrar atlögur hafa verið gerðar að samningu frumvarpa á þessu sviði og eitt þessara frumvarpa var jafnframt lagt fram á 139. og 140. löggjafarþingi. Frumvarpið sætti talsverðri gagnrýni og náði ekki fram að ganga.

Í því frumvarpi sem hér eru lagt fram er lagt til að sett verði lágmarks lagaumgjörð um skráningastofu landshöfuðlénsins .is og annarra landshöfuðléna sem kunna að verða samþykkt í framtíðinni og munu hafa beina skírskotun til Íslands. Þá eru m.a. lögð til úrræði fyrir stjórnvöld til að loka eða haldleggja skráð lén undir íslensku landshöfuðléni.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Neytendastofa - 12.09.2019

Meðfylgjandi er umsögn Neytendastofu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök atvinnulífsins - 16.09.2019

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins um drög að frumvarpi til laga um íslensk landshöfuðlén.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Bjarni Rúnar Einarsson - 16.09.2019

Varðandi 11. grein, þá þarf í það minnsta að skilgreina betur hvað felst í því að lén hafi "tengsl við ólöglegt efni" eða "tengsl við skipulagða brotastarfsemi."

Af greinargerð og samhengi, má ætla að átt sé við að lénið sé markvisst notað til að greiða fyrir aðgengi og útbreiðslu slíks efnis. Ef það er rétt túlkun, þá er full ástæða til að skerpa á þessu og forðast orðið "tengsl."

Tengsl er, a.m.k. í daglegu tali (ég er ekki lögfræðingur), öllu víðara hugtak.

Til dæmis hefur Facebook "tengsl" við allskonar glæpasamtök, og á vef þeirra er einnig að finna efni sem telst ólöglegt og hvetur til lögbrota. Slíkt hið sama má fullyrða um marga aðra fjölmiðla, bæði innlenda og erlenda, sérstakleg þegar hugað er að því að margir miðlar birta athugasemdir lesenda (samráðsgáttin þar með talin!) og þar kemur því miður fyrir að hvatt sé til ofbeldisverka eða glæpa af ýmsum toga.

Þó dettur engum í hug að þetta sé markmið og tilgangur þessara miðla og það skýtur skökku við að lögin bjóði upp á slíka valdníðslu að lénið sé tekið af þeim vegna athugasemda þriðja aðila í vefspjalli.

Þegar þessi grein er skoðuð í víðara samhengi, er óhjákvæmilegt að minnast þess að tjáningarfrelsi eru mannréttindi (sjá 19. grein mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna) og fólki greinir iðulega á um hvort sum gildandi lög séu réttmæt.

Að geta rætt lögin, að geta mótmælt, skipulagt og hvatt til mótmælaaðgerða - jafnvel aðgerða sem kunna að stangast á við lög hverju sinni - er mikilvægur liður í því að samfélag og lagaramminn þróist og breytist. Gleðiganga hinsegin fólks á rætur sínar að rekja til harkalegra (ólöglegra) mótmæla gegn ofríki og ofbeldis lögreglu erlendis, löng hefð er fyrir því að hvetja til ólöglegs Bingós á Föstudeginum Langa hér á landi, og í dag eru ákaflega skiptar skoðanir um hvort við séum að taka "rétt" á fíkniefnavanda, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Ef 11. grein þykir bráðnauðsynleg, þá vona ég að tekið verði tillit til þessara sjónarmiða, málfrelsið virt og heimildin þrengd eins og unnt er. Hún virðist of víð í drögunum í dag.

Með kveðju,

- Bjarni Rúnar Einarsson

Afrita slóð á umsögn

#4 Samgönguráðuneytið birtir umsögn Persónuverndar - 27.05.2020

Sjá skjal

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Samgönguráðuneytið birtir umsögn Hugverkastofu - 27.05.2020

Sjá skjal

Viðhengi