Samráð fyrirhugað 03.09.2019—07.10.2019
Til umsagnar 03.09.2019—07.10.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 07.10.2019
Niðurstöður birtar 27.04.2020

Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga

Mál nr. 215/2019 Birt: 03.09.2019 Síðast uppfært: 03.07.2020
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður birtar

Drög að reglum um stuðning var breytt talsvert eftir samráð. Reglurnar hafa verið sendar í til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 03.09.2019–07.10.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 27.04.2020.

Málsefni

Tillaga að nýjum reglum um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga er hér lögð fram til umsagnar.

Ein af aðgerðum í drögum að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga, sem nú er til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins, felur í sér að fjárhagslegur stuðningur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við sameiningar sveitarfélaga verði aukinn. Þar er lagt til að reglum sjóðsins um stuðning þar að lútandi verði breytt svo ná megi settu markmiði. Jafnframt er lagt til að sjóðnum verði veittar heimildir í lögum um tekjustofna sveitarfélaga til að leggja árlega til hliðar fjármuni til að mæta kostnaði vegna slíks fjárhagslegs stuðnings, sem myndi greiðast út til sveitarfélaga í áföngum í kjölfar sameiningar.

Helstu breytingarnar sem lagðar eru til á gildandi reglum varða fyrirkomulag útreiknings á skuldajöfnunarframlagi sem og framlags vegna endurskipulagningar á stjórnsýslu í kjölfar sameiningar. Hvað skuldajöfnunarframlagið varðar þá mun skuldaviðmiðið sveitarstjórnarstjórnarlaga verða lagt til grundvallar útreiknings, sbr. reglugerð nr. 502/2012 um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Þá verður bætt við sérstöku byggðaframlagi, en með því er komið til móts við þau sveitarfélög þar sem íbúaþróun hefur verið undir landsmeðaltali.

Samkvæmt tillögu að nýjum reglum verða eftirfarandi fimm þættir grundvöllur útreiknings framlaga:

a. Undirbúningur og framkvæmd sameiningar.

b. Óskert tekju- og útgjaldajöfnunarframlög.

c. Skuldajöfnunarframlag.

d. Endurskipulagning þjónustu og stjórnsýslu.

e. Byggðaframlag

Allt að 15 milljarðar gætu farið í þennan stuðning á næstu 15 árum allt eftir því hvort sveitarfélög hyggjast nýta sér þennan stuðning. Nýmæli er að einstök sveitarfélög geta fyrirfram séð hvað félli til í þeirra hlut reglum samkvæmt óháð því hvaða sveitarfélagi það sameinast.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Sveitarfélagið Skagafjörður - 09.09.2019

Meðfylgjandi er bókun Sveitarfélagsins Skagafjarðar um reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Fljótsdalshérað - 16.09.2019

Umsögn við drög að reglum um fjárhagslega aðstoð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga

Fram kemur í umræddum drögum að reglum um fjárhagslega aðstoð Jöfnunarsjóðs að framlög skv. b-, e- og f- lið ákvæðisins skulu greidd á 7 árum. Vakin er athygli á að skv. e- lið, er lýtur að kostnaði við framkvæmd sameiningar og til að stuðla að endurskipulagningu þjónustu og stjórnsýslu, er gert ráð fyrir framlagi í allt að fimm ár frá sameiningu.

Það er mat bæjarráðs Fljótsdalshéraðs að til að umrædd framlög skili sameinuðum sveitarfélögum tilætluðum árangri sé æskilegt að dreifa greiðslum á færri ár en þarna er gert ráð fyrir og leggur til að miðað verði við fjögur ár frá sameiningarári líkt og gert er ráð fyrir varðandi sérstakt framlag vegna skerðingar á tekjujöfnunar- og útgjaldajöfnunarframlögum.

Í 3. gr. Skuldajöfnunarframlög kemur fram að framlög skv. b- liðs 1. gr. skuli ákveða á grundvelli skuldahlutfalls A-hluta sveitarsjóðs eins og það er skilgreint í 14. gr. reglugerðar um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.

Það er mat bæjarráðs Fljótsdalshéraðs að eðlilegt sé að miða við skuldahlutfall A- og B-hluta eins og það er skilgreint í 14. gr. reglugerðar um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga, nr. 502/2012, með síðari breytingum og jafnframt skuli fylgja eftir sömu reikniaðferðum og við útreikning á skuldaviðmiði við ákvörðun þessara framlaga líkt og gert er í reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Sé það ekki gert eru framlögin ekki að taka mið að heildarskuldsetningu þeirra sveitarfélaga er að sameiningu koma né þeirri ábyrgð er á þeim hvíla.

Afrita slóð á umsögn

#3 Tálknafjarðarhreppur - 16.09.2019

Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps telur að það sé ekki hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að standa straum af kostnaði við sameiningu sveitarfélaga. Sé það vilji stjórnvalda að styrkja sveitarfélög til sameiningar skuli fé til þess koma úr öðrum sjóðum.

Afrita slóð á umsögn

#4 Sveitarfélagið Skagafjörður - 30.09.2019

Meðfylgjandi er bókun sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 25. september um reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga. Sveitarfélagið Skagafjörður fagnar framkomnum tillögum og styður þær.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Dagbjört Jónsdóttir - 30.09.2019

Hjálagt er sameiginleg umsögn Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur um tillögu að nýjum reglum um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélag.

F.h. sveitarfélaganna

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri í Þingeyjarsveit

Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Samband íslenskra sveitarfélaga - 01.10.2019

Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

F.h. sambandsins

Guðjón Bragason

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Dalabyggð - 01.10.2019

Hjálögð er umsögn frá Dalabyggð.

F.h. Dalabyggðar,

Kristján Sturluson, sveitarstjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Akureyrarkaupstaður - 02.10.2019

Meðfylgjandi er bókun bæjarráðs Akureyrar frá 2. október 2019.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Gauti Jóhannesson - 07.10.2019

Umsögn við drög að reglum um fjárhagslega aðstoð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga

Fram kemur í umræddum drögum að reglum um fjárhagslega aðstoð Jöfnunarsjóðs að framlög skv. b-, e- og f- lið ákvæðisins skulu greidd á 7 árum. Vakin er athygli á að skv. e- lið, er lýtur að kostnaði við framkvæmd sameiningar og til að stuðla að endurskipulagningu þjónustu og stjórnsýslu, er gert ráð fyrir framlagi í allt að fimm ár frá sameiningu.

Það er mat sveitarstjórnar Djúpavogshrepps að til að umrædd framlög skili sameinuðum sveitarfélögum tilætluðum árangri sé æskilegt að dreifa greiðslum á færri ár en þarna er gert ráð fyrir og leggur til að miðað verði við fjögur ár frá sameiningarári líkt og gert er ráð fyrir varðandi sérstakt framlag vegna skerðingar á tekjujöfnunar- og útgjaldajöfnunarframlögum.

Í 3. gr. Skuldajöfnunarframlög kemur fram að framlög skv. b- liðs 1. gr. skuli ákveða á grundvelli skuldahlutfalls A-hluta sveitarsjóðs eins og það er skilgreint í 14. gr. reglugerðar um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.

Það er mat sveitarstjórnar Djúpavogshrepps að eðlilegt sé að miða við skuldahlutfall A- og B-hluta eins og það er skilgreint í 14. gr. reglugerðar um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga, nr. 502/2012, með síðari breytingum og jafnframt skuli fylgja eftir sömu reikniaðferðum og við útreikning á skuldaviðmiði við ákvörðun þessara framlaga líkt og gert er í reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Sé það ekki gert eru framlögin ekki að taka mið að heildarskuldsetningu þeirra sveitarfélaga er að sameiningu koma né þeirri ábyrgð er á þeim hvíla.

Afrita slóð á umsögn

#10 Reykhólahreppur - 07.10.2019

Umsögn um fjárhagslega aðstoð fyrir sameiningu sveitarfélaga.

Við 1. gr. bætist við liður g. sem hljóði svo.

g. Með sérstöku framlagi til skuldlítilla sveitarfélaga til innviðaframkvæmda þar sem sannarlega umfangsmikil verkefni eru ókláruð, t.d. í frágangi gatna, gangstétta og holræsa.

Greinargerð:

Sum hinna smærri sveitarfélaga eiga eftir að byggja upp innviði sína t.d. á sviði gatnagerðar og skyldum framkvæmdum meðan önnur hafa lokið við slík verkefni. Þau sem hafa lokið þessum framkvæmdum hafa mörg tekið lán til þess og skulda sem því nemur. Skuld þeirra myndar skuldjöfnunarframlög samkvæmt drögum að reglum. Þau sveitarfélög sem eiga framkvæmdirnar eftir og standa því í skuld við íbúa sína sem nemur þeim kostnaði fá hins vegar engin framlög vegna þessara framkvæmda. Það er því ekki sanngjarnt að refsa þeim sveitarfélögum sem hafa sýnt varkárni í fjárfestingum eins og reglurnar gera ráð fyrir.

Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri Reykhólahrepps

Afrita slóð á umsögn

#11 Mosfellsbær - 09.10.2019

Meðfylgjandi er umsögn Mosfellsbæjar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Reykjavíkurborg - 09.10.2019

Meðfylgjandi sem fylgiskjal er umsögn Reykjavíkurborgar.

Viðhengi