Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 4.–19.9.2019

2

Í vinnslu

  • 20.–19.9.2019

3

Samráði lokið

  • 20.9.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-216/2019

Birt: 4.9.2019

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum og fleiri lögum (fyrirkomulag tollafgreiðslu og tollgæslu).

Niðurstöður

Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki tilefni til að bregðast sérstaklega við áðurnefndum umsögnum. Tekið er undir það að leggja þarf áherslu á vönduð vinnubrögð við sameininguna og að vel verði staðið að breytingastjórnun og kynninga- og upplýsingaflæði til starfsmanna.

Málsefni

Verði frumvarpið að lögum mun tollafgreiðsla og tollgæsla, sem tollstjóri annast nú, færast til ríkisskattstjóra frá og með 1. janúar 2020.

Nánari upplýsingar

Meginefni frumvarpsins felur í sér þá breytingu að sameina verkefni á sviði tollafgreiðslu og tollgæslu, sem embætti tollstjóra annast nú, og þau verkefni sem embætti ríkisskattstjóra sinnir, m.a. með bætta þjónustu, samþættingu, sjálfvirknivæðingu og stafræna opinbera þjónustu að leiðarljósi. Mikil tækifæri felast í því að heildarferli þjónustu, álagningar, innheimtu og eftirlits sé á hendi eins og sama aðilans. Árangur við vettvangseftirlit tollgæslu ætti að aukast, auk þess sem möguleikar til að takast á við stærri efnahagsbrot innanlands og yfir landamæri, s.s. peningaþvætti, verða meiri. Með sameiningu ríkisskattstjóra og tollstjóra verður til ein öflug og leiðandi upplýsingastofnun, undir heitinu Skatturinn, sem verður betur í stakk búin til að takast á við áskoranir til framtíðar en tvær minni sjálfstæðar stofnanir, almenningi, starfsmönnum, ríkisaðilum og samfélaginu til hagsbóta.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

postur@fjr.is