Samráð fyrirhugað 04.09.2019—18.09.2019
Til umsagnar 04.09.2019—18.09.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 18.09.2019
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um viðbótartryggingar varðandi salmonellu vegna sendinga af kjúklingakjöti, hænueggjum og kalkúnakjöti

Mál nr. 217/2019 Birt: 04.09.2019
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (04.09.2019–18.09.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um viðbótartryggingar varðandi salmonellu vegna sendinga af kjúklingakjöti, hænueggjum og kalkúnakjöti.

Tilgangur reglugerðar þessarar er að koma á viðbótartryggingum (samkvæmt 2. mgr. 8. gr. reglugerðar (EB) nr. 853/2004) vegna salmonellu í sendingum til Íslands af kjúklingakjöti, hænueggjum og kalkúnakjöti.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995, um matvæli og með vísan til ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) nr. 001/19/COL, dags. 16. janúar 2019, þar sem heimilaðar voru viðbótartryggingar í tilviki Íslands, sbr. reglur um viðbótartryggingar vegna salmonellu sem er að finna í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 frá 29. apríl 2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 137/2007.