Samráð fyrirhugað 04.09.2019—18.09.2019
Til umsagnar 04.09.2019—18.09.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 18.09.2019
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um vöktun á kampýlóbakter í alifuglum og alifuglakjöti

Mál nr. 218/2019 Birt: 04.09.2019
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (04.09.2019–18.09.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um vöktun á kampýlóbakter í alifuglum og alifuglakjöti.

Markmiðið með þessari reglugerð er að tryggja að gripið sé til réttra og skilvirkra ráðstafana til að greina og verjast kampýlóbakter bakteríum á öllum stigum framleiðslu, vinnslu og dreifingar alifuglakjöts, í því skyni að draga úr algengi þeirra og þeirri hættu sem þær geta stofnað matvælaöryggi og lýðheilsu í, sbr. reglugerð nr. 1011/2011 um varnir gegn salmonellu og öðrum tilteknum smitvöldum mannsmitanlegra dýrasjúkdóma sem berast með matvælum.