Engar umsagnir bárust. Lagafrumvarpið var lagt fram efnislega eins og það birtist á samráðsgáttinni og varð að lögum 4. desember 2019, lög nr. 138/2019.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 09.09.2019–20.09.2019.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 03.01.2020.
Um er að ræða breytingar vegna athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna núverandi skilyrða um búsetu og heimilisfesti framkvæmdastjóra og stjórnenda í íslenskum atvinnufyrirtækjum. Breytingin afnemur þau skilyrði í samræmi við athugasemdir ESA.
Tilefni frumvarpsins má rekja til athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna skilyrða um búsetu og heimilisfesti framkvæmdastjóra og stjórnenda í íslenskum atvinnufyrirtækjum. ESA hefur gert athugasemd við núgildandi kröfu um að framkvæmdastjórar og meirihluti stjórnarmanna í íslenskum atvinnufyrirtækjum sem eru ríkisborgarar Færeyja, þeirra ríkja sem eiga aðilda að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn) eða þeirra ríkja sem eru aðilar að stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), þurfi að vera búsettir í aðildarríkjum EES-samningsins, aðildarríkjum EFTA eða í Færeyjum. ESA hefur bent á að krafan sé ekki í samræmi við EES-samninginn. Á þetta einnig við ríkisborgara annarra ríkja sem eru búsettir á framangreindum svæðum.
Markmið lagasetningarinnar er að tryggja frelsi launþega á grundvelli ríkisfangs innan EES-svæðisins og tryggja staðfesturétt einstaklinga. Ekki er hægt að setja höft á rétt ríkisborgara á EES-svæðinu til að öðlast staðfestu á yfirráðasvæði einhvers annars ríkis á svæðinu. Staðfesturétturinn felur meðal annars í sér að rétt til að hefja og stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og til að stofna og reka fyrirtæki. Til nánari glöggvunar á fyrrgreindum reglum er vísað til 28. og 31. gr. EES-samningsins.