Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.–20.9.2019

2

Í vinnslu

  • 21.9.2019–2.1.2020

3

Samráði lokið

  • 3.1.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-219/2019

Birt: 9.9.2019

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 34/1991 um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust. Lagafrumvarpið var lagt fram efnislega eins og það birtist á samráðsgáttinni og varð að lögum 4. desember 2019, lög nr. 138/2019.

Málsefni

Um er að ræða breytingar vegna athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna núverandi skilyrða um búsetu og heimilisfesti framkvæmdastjóra og stjórnenda í íslenskum atvinnufyrirtækjum. Breytingin afnemur þau skilyrði í samræmi við athugasemdir ESA.

Nánari upplýsingar

Tilefni frumvarpsins má rekja til athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna skilyrða um búsetu og heimilisfesti framkvæmdastjóra og stjórnenda í íslenskum atvinnufyrirtækjum. ESA hefur gert athugasemd við núgildandi kröfu um að framkvæmdastjórar og meirihluti stjórnarmanna í íslenskum atvinnufyrirtækjum sem eru ríkisborgarar Færeyja, þeirra ríkja sem eiga aðilda að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn) eða þeirra ríkja sem eru aðilar að stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), þurfi að vera búsettir í aðildarríkjum EES-samningsins, aðildarríkjum EFTA eða í Færeyjum. ESA hefur bent á að krafan sé ekki í samræmi við EES-samninginn. Á þetta einnig við ríkisborgara annarra ríkja sem eru búsettir á framangreindum svæðum.

Markmið lagasetningarinnar er að tryggja frelsi launþega á grundvelli ríkisfangs innan EES-svæðisins og tryggja staðfesturétt einstaklinga. Ekki er hægt að setja höft á rétt ríkisborgara á EES-svæðinu til að öðlast staðfestu á yfirráðasvæði einhvers annars ríkis á svæðinu. Staðfesturétturinn felur meðal annars í sér að rétt til að hefja og stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og til að stofna og reka fyrirtæki. Til nánari glöggvunar á fyrrgreindum reglum er vísað til 28. og 31. gr. EES-samningsins.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

postur@anr.is