Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 13.9.–4.10.2019

2

Í vinnslu

  • 5.10.2019–23.4.2020

3

Samráði lokið

  • 24.4.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-220/2019

Birt: 13.9.2019

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Drög að reglugerð um gerð strandsvæðisskipulags

Niðurstöður

Athugasemdir í umsögnum lutu aðallega að 12. gr. sem fjallar um umhverfismat strandsvæðisskipulags. Breytingar voru því gerðar á því ákvæði.

Málsefni

Reglugerðin er sett á grundvelli nýrra laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða. Hún fjallar nánar á um gerð strandsvæðisskipulags og ferli þess og starf svæðisráða í tengslum við gerð skipulagsins.

Nánari upplýsingar

Um er að ræða nýja reglugerð sem ráðherra ber að setja á grundvelli laga nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða. Lögin fela í sér nýmæli og gera ráð fyrir að í fyrsta skipti hér á landi verði unnið strandsvæðisskipulag fyrir strendur Íslands.

Samkvæmt lögunum er strandsvæðisskipulag unnið fyrir tiltekið afmarkað strandsvæði. Þar koma fram markmið og ákvarðanir um framtíðarnýtingu og vernd og þær framkvæmdir sem geta fallið að nýtingu svæðisins. Í reglugerðardrögunum er kveðið nánar á um efni og kynningu lýsingar vegna gerðar strandsvæðisskipulags, efni og framsetningu þess og samráð og kynningu við gerð og afgreiðslu skipulagsins. Átta manna svæðisráð, sem samanstendur af fulltrúum ríkis og sveitarfélaga, bera ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulags, og er í drögunum kveðið nánar á um starf svæðisráða.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa umhverfis og skipulags

postur@uar.is