Samráð fyrirhugað 11.09.2019—19.09.2019
Til umsagnar 11.09.2019—19.09.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 19.09.2019
Niðurstöður birtar 09.10.2019

Drög að frumvarpi til laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda - Seinna samráð

Mál nr. 221/2019 Birt: 11.09.2019 Síðast uppfært: 16.10.2019
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður birtar

Ráðuneytið fagnar því að hafa fengið umsagnir við frumvarpsdrögin. Að þessu sinni leiddu þær ekki til breytinga á frumvarpinu en frumvarpið tók þó einhverjum breytingum sem aðallega voru til meiri skýrleika áður en það var sent til yfirlestrar í forsætisráðuneytinu. Umsögn Persónuverndar barst ráðuneytinu í tölvupósti hinn 15. október 2019 og voru þess efnis að ekki væru gerðar athugasemdir við frumvarpið. Samantektarskjalið hefur verið uppfært miðað við það.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 11.09.2019–19.09.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 09.10.2019.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir nú í annað sinn til umsagnar drög að frumvarpi til laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda. Frumvarpið var fyrst kynnt hinn 24. júlí 2019 með fresti til 28. ágúst 2019.

Í frumvarpi þessu er lagt til að lögfestar verði reglur um innheimtu opinberra skatta og gjalda ásamt því að lagt er til að hluti ákvæða flytjist úr XIII. kafla laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, að mestu leyti óbreytt yfir í frumvarp þetta og lög um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda, nr. 29/1995, fari sömuleiðis inn í þessi lög, ásamt breytingum á fleiri lögum. Í dag eru reglur um innheimtu opinberra skatta og gjalda að finna á víð og dreif í hinum ýmsu lagabálkum en aðallega í XIII. kafla laga um tekjuskatt, nr. 90/2003. Að öðru leyti gilda stjórnsýslulög, nr. 37/1993, um alla meðferð stjórnsýslumála fyrir hönd ríkissjóðs og verklagsreglur sem innheimtumaður ríkissjóðs hefur sett sér ásamt reglugerð frá fjármála- og efnahagsráðherra, nr. 1060/2014, sem að sumu leyti er orðin úrelt og þarfnast endurútgáfu. Helsta markmiðið með gerð frumvarpsins er að tryggja sem best réttaröryggi gjaldenda gagnvart ríkissjóði þegar kemur að innheimtu opinberra skatta og gjalda og lögfesta gildandi framkvæmd ásamt því að frumvarpið felur í sér nokkrar breytingar sem talið er að verði til bóta í framkvæmd og auki jafnræði gjaldenda. Fyrirmynd að frumvarpinu er að einhverju leyti sótt til nágrannalanda Íslands.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök atvinnulífsins - 19.09.2019

Góðan dag,

Meðfylgjandi er sameiginleg umsögn Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka verslunar og þjónustu um frumvarp til innheimtu opinberra skatta og gjalda.

Virðingarfyllst,

f.h. samtakanna

Heiðrún Björk Gísladóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samband íslenskra sveitarfélaga - 19.09.2019

Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um ofangreint frumvarp.

F.h. sambandsins

Guðjón Bragason

Viðhengi