Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 18.9.–9.10.2019

2

Í vinnslu

  • 10.10.2019–7.7.2020

3

Samráði lokið

  • 8.7.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-223/2019

Birt: 18.9.2019

Fjöldi umsagna: 25

Drög að frumvarpi til laga

Heilbrigðisráðuneytið

Sjúkrahúsþjónusta

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007

Málsefni

Í frumvarpi þessu sem er samið í heilbrigðisráðuneytinu eru lagðar til breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007. Frumvarpið er lagt fram til að samræma lög um heilbrigðisþjónustu við tillögur heilbrigðisstefnu.

Nánari upplýsingar

Á 149. löggjafarþingi var samþykkt þingsályktunartillaga heilbrigðisráðherra um heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Með heilbrigðisstefnunni hefur verið mótuð framtíðarsýn fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030. Í heilbrigðisstefnunni er meðal annars kveðið á um að löggjöf um heilbrigðisþjónustu skuli vera skýr, hún kveði afdráttarlaust um hlutverk heilbrigðisstofnanna og annarra sem veita heilbrigðisþjónustu og hvernig samskiptum þeirra skuli háttað.

Markmiðið með heilbrigðisstefnunni er að skapa heildrænt kerfi sem ætlað er að tryggja samfellda þjónustu við notendur á réttu þjónustustigi hverju sinni og gæta að hagkvæmni og jafnræði við veitingu heilbrigðisþjónustu.

Með frumvarpinu er lagt til að skilgreiningar laganna á heilbrigðisþjónustu verði skipt upp í þrjú stig til samræmis við heilbrigðisstefnu. Lagðar eru til breytingar sem ætlað er að skýra hlutverk heilbrigðisstofnana auk þess sem breytingar eru gerðar á kafla laganna um stjórnir heilbrigðisstofnana.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Anna Birgit Ómarsdóttir

hrn@hrn.is