Samráð fyrirhugað 18.09.2019—09.10.2019
Til umsagnar 18.09.2019—09.10.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 09.10.2019
Niðurstöður birtar

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007

Mál nr. 223/2019 Birt: 18.09.2019 Síðast uppfært: 02.10.2019
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Sjúkrahúsþjónusta
  • Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta
  • Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (18.09.2019–09.10.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Í frumvarpi þessu sem er samið í heilbrigðisráðuneytinu eru lagðar til breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007. Frumvarpið er lagt fram til að samræma lög um heilbrigðisþjónustu við tillögur heilbrigðisstefnu.

Á 149. löggjafarþingi var samþykkt þingsályktunartillaga heilbrigðisráðherra um heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Með heilbrigðisstefnunni hefur verið mótuð framtíðarsýn fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030. Í heilbrigðisstefnunni er meðal annars kveðið á um að löggjöf um heilbrigðisþjónustu skuli vera skýr, hún kveði afdráttarlaust um hlutverk heilbrigðisstofnanna og annarra sem veita heilbrigðisþjónustu og hvernig samskiptum þeirra skuli háttað.

Markmiðið með heilbrigðisstefnunni er að skapa heildrænt kerfi sem ætlað er að tryggja samfellda þjónustu við notendur á réttu þjónustustigi hverju sinni og gæta að hagkvæmni og jafnræði við veitingu heilbrigðisþjónustu.

Með frumvarpinu er lagt til að skilgreiningar laganna á heilbrigðisþjónustu verði skipt upp í þrjú stig til samræmis við heilbrigðisstefnu. Lagðar eru til breytingar sem ætlað er að skýra hlutverk heilbrigðisstofnana auk þess sem breytingar eru gerðar á kafla laganna um stjórnir heilbrigðisstofnana.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Ebba Margrét Magnúsdóttir - 01.10.2019

Meðfylgjandi er umsögn stjórnar læknaráðs Landspítala.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Óskar Sesar Reykdalsson - 01.10.2019

Lagt er til að 11.grein laganna breytist.

Ég legg til að þetta orðist víðar og verði með þeim hætti auðframkvæmanlegra. Gæti orðast

12. gr. 11. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn: Fagráð Á heilbrigðisstofnunum sem reknar eru af ríkinu skal vera starfandi sérstakt fagráð. Fagráð mynda fulltrúar allra fjölmennra heilbrigðisstétta sem starfa á stofnuninni og er það forstjóra heilbrigðisstofnunar til ráðuneytis um málefni hennar. Forstjóri getur leitað álits álits fagráðs um mikilvægar ákvarðanir sem varða heilbrigðisþjónustu stofnunarinnar. Fagráð skulu setja sér starfsreglur sem staðfestar skulu af forstjóra.

Afrita slóð á umsögn

#3 Marta Jónsdóttir - 01.10.2019

Meðfylgjandi er umsögn hjúkrunarráðs Landspítala.

Afrita slóð á umsögn

#4 Marta Jónsdóttir - 02.10.2019

Meðfylgjandi er umsögn hjúkrunarráðs Landspítala.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Ólafur Baldursson - 02.10.2019

Athugasemd þessi varðar eingöngu þær breytingar sem lagðar eru til við 10. gr. laganna.

Ekki eru gerðar athugasemdir við aðrar greinar, en þó má segja að um drögin í heild gildi sú athugasemd að tryggja þarf meira og víðtækara samráð.

10. gr. laga um heilbrigðisþjónustu virðist breytast talsvert mikið. Í drögunum stendur:

„Fagstjórnendur.

Á heilbrigðisstofnun skulu starfa einn eða fleiri fagstjórnendur sem bera faglega ábyrgð á þjónustu stofnunarinnar gagnvart forstjóra.“

Svo virðist sem 10. gr. laganna einfaldist mjög og stöðuheitin „framkvæmdastjóri lækninga“ (FL) og „framkvæmdastjóri hjúkrunar“ (FL) falli brott.

Mikilvægt er að þetta atriði sé rætt vandlega áður en þessi stöðuheiti eru fjarlægð.

Hvað Landspítala varðar hefur tekist vel að móta þessi hlutverk á undanförnum árum og verkaskipting orðin skýr, vel þekkt og vissar væntingar til staðar varðandi það hvaða málaflokka þessir aðilar sjá um. Þau verkefni sem FL og FH hafa rekið sl. 7 ár hafa almennt skilað árangri og leitt til umbóta á starfi spítalans og verið virðisaukandi. Til viðbótar hafa samsvarandi erlend heiti þekkta skírskotun til erlendra samstarfsaðila, þar sem heitin „chief medical officer“ (CMO) og „chief nursing officer“ (CNO), eru þekktar stærðir.

Fyrirhuguð nafnabreyting myndi því raska mikið því mikilvæga jafnvægi sem komið er á þessar stöður innan spítalans og utan.

Einnig er rétt að hafa í huga að mikill meirihluti allrar klínískrar þjónustu er veitt af læknum og hjúkrunarfræðingum og því mikilvægt að í framkvæmdastjórn sé skírskotað sérstaklega til þessara stétta, með fullri virðingu fyrir þeim fjölmörgu sem leggja hönd á plóg.

Hugmyndin um fagstjórnendur er óljós hvað LSH varðar. Hvernig eru „faglegir framkvæmdastjórar“ þá skilgreindir í samanburði við aðra framkvæmdastjóra ? Hvað heita þau stöðugildi ? Til dæmis framkvæmdastjóri fag…hvað….? Þetta er óljóst og hljómar veikburða.

Til viðbótar má benda á að sums staðar í nágrannalöndunum hafa stöðurnar FL og FH verið lagðar niður, með slæmum afleiðingum.

Hefur verið haft samráð við helstu haghafa sem þessi breyting varðar ? Hún virðist koma flestum hlutaðeigandi alveg í opna skjöldu. Óskað er eftir mun betri undirbúningi og umræðum um þessi drög, við þá aðila sem best þekkja til starfa fagstjórnenda í heilbrigðiskerfinu.

Afrita slóð á umsögn

#6 Jónína Sigurgeirsdóttir - 02.10.2019

Athugasemd þessi á einungis við um breytingar á 4. gr. Frumvarps til breytinga á lögum um heilbrigðisþjónustu.

3. tl. orðast svo: Annars stigs heilbrigðisþjónusta:

Heilbrigðisþjónusta sem veitt er á sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum og starfsstofum heilbrigðissarfsmanna samkvæmt ákvörðun ráðherra eða samningum sem gerðir eru í samræmi við ákvæði VII. kafla og lög um sjúkratryggingar Íslands og önnur þjónusta sem að jafnaði er ekki veitt á heilsugæslustöðvum.

Ég vil bæta við þennan kafla: Annars stigs heilbrigðisþjónusta á einnig við um þverfaglega endurhæfingu, sem veitt er á endurhæfingarmiðstöðvum samkvæmt samningi Sjúkratrygginga Íslands við viðkomandi stofnun.

Rök: Orðið "endurhæfing" kemur hvergi fram í téðu frumvarpi til breytinga á lögum um heilbrigðisþjónustu, nema í þeirri grein sem verður 7. gr. d., um Dvalarrými og fjallar um þjónustu við aldraða. Þverfagleg endurhæfing, til dæmis sú endurhæfing sem fram fer á Reykjalundi, er ekki öldrunarþjónusta, heldur er það virk meðferð sem veitt er breiðum aldurshópi, með það að markmiði að hjálpa fólki að komast aftur til heilsu og starfsorku, eftir langvinn veikindi eða slys. Beiðni frá lækni er skilyrði fyrir meðferð í þverfaglegri endurhæfingu.

Virðingarfyllst,

Jónína Sigurgeirsdóttir BS, MS, PhD nemandi, Sérfræðingur í endurhæfingarhjúkrun.

Afrita slóð á umsögn

#7 Herdís Gunnarsdóttir - 02.10.2019

Hjálögð er umsögn undirritaðrar um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Gylfi Ólafsson - 04.10.2019

Meðfylgjandi er umsögn mín sem forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Reynir Arngrímsson - 08.10.2019

Athugasemdir Læknafélags Íslands við frumvarp til breytinga á lögum um heilbrigðisþjónustu (sjá í viðhengi).

f.h. stjórnar LÍ

Reynir Arngrímsson, formaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Sólveig Tryggvadóttir - 08.10.2019

Meðfylgjandi er umsögn hjúkrunarráðs Sjúkrahússins á Akureyri.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Guðbjörg Pálsdóttir - 08.10.2019

Meðfylgjandi er umsögn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um drög að breytingum á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Unnur Pétursdóttir - 08.10.2019

Umsögn um breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, sent inn fh. Félags sjúkraþjálfara.

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Margrét Þórunn Jónsdóttir - 08.10.2019

Sjá meðfylgjandi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Jón Jóhannes Jónsson - 08.10.2019

Sjá fylgiskjal

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Bjarni Smári Jónasson - 09.10.2019

Hjálagt eru athugasemdir frá framkvæmdastjórn Sjúkrahússins á Akureyri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Björn Rúnar Lúðvíksson - 09.10.2019

Athugasemdir yfirlækna í prófessoraráði við núverandi drög um breytingu á lögum nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu.

Lög um heilbrigðisþjónustu er grundvallarskjal er markar allan þann ramma og hlutverk sem henni er ætlað að þjóna í landinu. Það er löngu ljóst að þetta er ávallt efst í huga almennings þegar kemur að almennum lífsgæðum og þeim áherslum sem hið opinbera á að uppfylla gagnvart sínum umbjóðendum. Það er því mikilvægt að gera alvarlegar athugasemdir við þau fjölmörgu mistök sem hafa orðið við smíði núverandi tillagna um breytingar á lögum nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu sem er ætlað að standa vörð um þennan hornstein velmegunar í landinu. Það er grundvallaratriði allra lagaramma að ábyrgð þeirra sem eiga að veita þá þjónustu sem um ræðir sé skilmerkilega sett fram og afmörkuð. Einnig er mikilvægt að stjórnunarleg uppbygging endurspegli það hlutverk sem þjónustunni er ætlað að sinna og í sama stað uppfylli vandaða stjórnsýsluhætti og önnur lög er fjalla um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Í þeim drögum sem nú liggja fyrir er þessu alls ekki fyrir að fara. Alvarlegustu gallanir snúa beint að hverjir beri s.k. höfuðlæknisábyrgð á öryggi og gæðum þeirrar læknisþjónustu sem henni er ætlað að sinna.

Meginathugasemdir neðangreindra aðila við núverandi frumvarp laga um heilbrigðisþjónustu eru því eftirfarandi:

1. Vald forstjóra. Afmarka verður vald forstjóra til að sinna eingöngu því hlutverki að taka ákvarðanir um stjórnun og starfsmannahald viðkomandi heilbrigðisstofnunnar.

2. Stjórn yfir Landspítala. Forstjóri Landspítala, sem þjóðarsjúkrahúss, á að vera ráðinn af faglega skipaðri stjórn. Þegar sjúkrahús hér á landi og erlendis fóru stækkandi var víða litið á það sem lykilatriði að fulltrúar fagfólks ættu sterka aðkomu að stjórnkerfi þeirra. Í tilfelli Landspítala var formaður læknaráðs kosinn af læknum og var fulltrúi lækna í stjórn spítalans. Sambærilegt fyrirkomulag var til staðar á Borgarspítalanum. Eftir sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2000 varð grundvallarbreyting á þessari skipan en þá færðist öll stjórnunarábyrgð til framkvæmdastjórnar og forstjóra. Síðan þá hafa fagstéttirnar á spítalanum í reynd ekki átt neina beina aðkomu að yfirstjórn spítalans en öll ákvarðanataka og ábyrgð var færð í hendur forstjóra, sem er ráðinn af heilbrigðisráðherra. Forstjóranum er falið að skipa alla sína næstu stjórnendur í framkvæmdastjórn sem hefur bæði stefnumótandi-, eftirlits-, framkvæmdar- og rekstrarhlutverki að gegna. Undirrituð hafa ekki vitneskju um að nokkrum forstjóra eða framkvæmdastjórn sé falið svo margþætt og valdamikið hlutverk á háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum okkar. Ennfremur hafa starfsmenn Landspítala sem einnig starfa við Háskóla Íslands ekki átt aðkomu að stjórnun spítalans og því hafa orðið skil milli þessara tveggja stofnana sem eiga að hafa með sér öflugt samstarf um uppbyggingu háskólasjúkrahúss á Íslandi. Þessi skipan býður þeirri hættu heim að framkvæmdastjórnin fjarlægist sitt meginhlutverk sem snýr að innra starfi háskólasjúkrahússins. Við leggjum til að æðsta vald innan Landspítala verði í höndum faglega skipaðrar stjórnar með sterkri aðkomu fagstéttanna. Stjórnin hefði það meginhlutverk að ráða forstjóra og hafa eftirlit með störfum forstjóra. Einnig myndi hún koma að því að móta heildarstefnu fyrir stofnunina. Tillaga þessi er í anda góðra stjórnarhátta í rekstri fyrirtækja og stofnana, þar sem áhersla er lögð á aðgreiningu á stefnumótunarvaldi og framkvæmdavaldi.

Landspítali er langstærsta ríkisstofnunin hér á landi og starfsemin er í eðli sínu flókin og viðkvæm. Því gilda önnur sjónarmið um þessa stofnun en aðrar ríkisstofnanir sem eru smærri og einfaldari sem stjórnunareiningar. Með skipan stjórnar yfir Landspítala verður að vissu leyti dregið úr völdum forstjóra, en hlutverk hans yrði skerpt og starfsskilyrði bætt, með þátttöku öflugrar stjórnar. Öflug stjórn gæti gegnt mikilvægu hlutverki við að skapa traust milli stjórnenda og starfsfólks annars vegar og gagnvart Alþingi og ríkisstjórn hins vegar.

3. Skipun og breytingar skipurits. Í heilbrigðislögum ætti að koma fram að forstjóri ætti í samráði við stjórn spítalans, framkvæmdastjórn og fagráð heilbrigðisstofnunarinnar að gera tillögu að skipuriti og hún skuli lögð fyrir heilbrigðisráðherra til staðfestingar. Það á eingöngu að vera á forræði forstjóra að taka ákvarðanir um stjórnskipulag spítalans að því leyti sem ekki er mælt fyrir um í lögum sbr. álit UA 2007 og 2019 og starfsmannahald spítalans. Það er síðan á ábyrgð ráðherra að hafa eftirlit með því að nýtt skipurit eða breytingar á skipuriti heilbrigðisstofnunar samrýmist lögum.

4. Fagleg ábyrgð læknisþjónustu. Í nýlegu áliti umboðsmanns Alþingis vegna athugasemda yfirlækna varðandi meintar ólögmætar breytingar á skipuriti tekur hann m.a. fram að í 2. mgr. 10gr. laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu er nú kveðið á um að yfirlæknar sérgreina eða sérdeilda heilbrigðisstofnunar beri faglega ábyrgð á þeirri læknisþjónustu sem undir þá heyrir gagnvart framkvæmdastjóra lækninga. En þessum ákvæðum var bætt við frumvarp sem varð að lögum nr. 40/2007 að tillögu heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis. Þar er sérstaklega tekið fram að ekki væri unnt að draga í efa þá faglegu ábyrgð sem fagstjórnendur innan heilbrigðisstofnana og einstakir heilbrigðisstarfsmenn bæru bæði gagnvart sjúklingum og yfirmönnum sínum samkvæmt skipuriti. Jafnframt er skýrt kveðið á um ábyrgð lækna í reglugerð nr. 467/2015 um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi. En umboðsmaður Alþingis kemst að sömu niðurstöðu í áliti hans frá 06.02.2007 í máli nr. 4456/2005. En þar kemur fram að yfirlæknir ber ekki aðeins ábyrgð á lækningum, en einnig stjórnunarábyrgð sem ýmist hefur verið kölluð yfirlæknisábyrgð eða höfuðlæknisábyrgð, á læknisþjónustu þeirrar starfseiningar sem undir hann heyrir. Felur sú ábyrgð jafnframt í sér skyldu til að hafa faglegt eftirlit með starfsemi viðkomandi sérgreinar eða sérdeildar og tryggja að hún standi undir ákveðnum læknisfræðilegum kröfum um gæði þeirrar þjónustu sem þar er veitt. Má þannig vera ljóst af samræmisskýringu 2. - 4. mgr. 10. og 11 gr. laga nr.40/2007 að staða og ábyrgð fagstjórnenda (yfirlækna) eiga að endurspeglast í skipuriti heilbrigðisstofnunar. Það sé ekki eingöngu mikilvægt út frá stjórnunarlegum upplýsingum, heldur og ekki síður að notendur þjónustunnar geti gert sér grein fyrir því hver beri ábyrgð á þeirri þjónustu sem þeim er látin í té. Þessi afstaða kemur aftur skýrt fram í úrskurði umboðsmanns Alþingis 6. september 2019 varðandi höfuðlæknisábyrgð fagstjórnenda. Af þessum ástæðum þurfa skipurit heilbrigðisstofnana að vera skýr og gegnsæ.

6. Staða framkvæmdastjóra lækninga. Í núverandi drögum hefur láðst að setja inn hlutverk og valdsvið framkvæmdastjóra lækninga. Mikilvægt er að sú grein núverandi laga standi óbreytt við endurgerð lagana. Þar sem enginn annar en sá sem hefur hlotið sérfræðimenntun sem læknir getur veitt lækningum forstöðu innan heilbrigðistofnunar.

7. Vísindarannsóknir á háskólasjúkrahúsi. Í 20. grein núgildandi laga nr.40/2007 um heilbrigðisþjónustu er skýrt kveðið á um lykilhlutverk Landspítala sé aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús. Þar er einnig kveðið á um meginhlutverk hans, sem er að:

1. veita heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma samræmist skyldu slíks sjúkrahúss, m.a. sérfræðiþjónustu í nær öllum viðurkenndum greinum læknisfræði, hjúkrunarfræði og eftir atvikum öðrum greinum heilbrigðisvísinda sem stundaðar eru hér á landi, með aðgengi að stoðdeildum og rannsóknadeildum,

2. annast starfsnám háskólanema og framhaldsskólanema í heilbrigðisgreinum í grunn- og framhaldsnámi,

3. stunda vísindarannsóknir á heilbrigðissviði,

4. veita háskólamenntuðum starfsmönnum sérmenntun í heilbrigðisgreinum,

5. gera fagfólki kleift að sinna fræðastörfum við Háskóla Íslands eða aðra háskóla og veita háskólamönnum aðstöðu til þess að sinna rannsóknum og öðrum störfum við sjúkrahúsið,

6. starfrækja blóðbanka sem hefur með höndum blóðbankaþjónustu á landsvísu.

Þannig er tekið skýrt fram að spítalanum er ætlað að veita fjármagni í vísindarannsóknir, auk þess að skapa vísindamönnum aðstöðu og svigrúm til rannsókna. Í nýjum drögum er verulega dregið úr vægi þessa lykilhlutverks aðalsjúkrahús landsins þar sem í drögunum er eingöngu eftirfarandi tekið fram sem hlutverk Landspítala: "Á Landspítala er veitt annars og þriðja stigs heilbrigðisþjónusta m.a. á göngu- og dagdeildum. Hlutverk Landspítala er m.a. að annast kennslu í grunn- og framhaldsnámi, gera fagfólki kleift að sinna fræðastörfum við háskóla auk þess að veita aðstöðu til vísindarannsókna og að starfrækja blóðbanka." Mikilvægt er að þetta orðalag verði aftur fært í fyrra horf þar sem háskólasjúkrahús mun aldrei standa undir nafni nema vísindarannsóknum verði gert hærra undir höfði í lögum um heilbrigðisþjónustu með afgerandi hætti. Vísindi verða aldrei stunduð án fjármagns, aðstaða ein og sér mun duga skammt.

8. Skipun fagráða. Mikilvægt er fagráð hafi lögformlega stöðu sem ráðgefandi aðilar gagnvart forstjóra um fagleg málefni heilbrigðisstofnana. Á lækningastofnunum hljóta að þurfa að starfa læknaráð og hjúkrunarráð enda tveir meginþættir í starfi slíkra stofnana og flest önnur sérhæfð störf fagfólks falla undir annan hvorn þessara þátta. Því er eðlilegt að skipun fagráða endurspegli meginhlutverk heilbrigðisstofnunar og því verði áfram til staðar fagráð lækninga og hjúkrunar. Einnig þarf að hafa í huga að þegar um er að ræða háskólasjúkrahús þá verði það hlutverk einnig að hafa öflugan hóp þverfaglegra sérfræðinga sem hafa verið sérstaklega ráðnir sem forystumenn sinna fagsviða eða skipaðir prófessorar og eru starfandi við stofnunina. Varð þannig til prófessoraráð Landspítala sem hefur verið til staðar í áratugi. Prófessoraráð þarf hins vegar að vera komið í skipurit Landspítala til að öllum hlutverkum spítalans sé fylgt sem best eftir, vísindi, menntun og lækningar. Þannig hafa öll þessi fagráð verið starfandi t.d. á Landspítala með góðum árangri. Teljum við verulega almenningshagsmuni liggja að baki því að aðkoma ofangreindra þriggja fagráða verði tryggð innan skipurits og lagaramma þar að lútandi innan heilbrigðisstofnana, sérstaklega þeirra sem hafa veigamiklu vísinda- og kennsluhlutverki að gegna. Einnig teljum við mikilvægt að staða forstöðumanna fræðasviða og prófessora með starfsaðstöðu innan veggja heilbrigðisstofnana eins og Landspítala verði skýr og komi fram og endurspeglist í skipuriti slíkra heilbrigðisstofnana með skilgreint háskóla- og kennslu hlutverk.

Mikilvægt er að umtalsverð endurskoðun fari fram hjá heilbrigðis- og tryggingarnefnd Alþingis þar sem m.a. ofangreindir lykilþættir sem snerta almenningshagsmuni og öryggi sjúklinga verði teknir inn í núverandi drög.

Virðingarfyllst,

Dr. Björn Guðbjörnsson

Dr. Björn Rúnar Lúðvíksson

Dr. Davíð O Arnar

Dr. Einar Stefánsson

Dr. Halldór Jónsson jr

Dr. Helga Ágústa Sigurjónsdóttir

Dr. Helgi Jónsson

Dr. Helgi Sigurðsson

Dr. Jón Jóhannes Jónsson

Dr. Karl Konráð Andersen

Dr. Már Kristjánsson

Dr. Páll Torfi Önundarson

Dr. Pálmi Jónsson

Dr. Tómas Guðbjartsson

Dr. Þóra Steingrímsdóttir

Dr. Þórarinn Gíslason

Yfirlæknar og prófessorar í prófessoraráði Landspítala.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 María I Gunnbjörnsdóttir - 09.10.2019

Frú Svandís Svavarsóttir, ráðherra

Heilbrigðisráðuneyti

Skógarhlíð

Athugasemdir Félags sjúkrahúslækna (FSL) við frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu.

Félag sjúkrahúslækna (FSL), sem er eitt aðildarfélaga Læknafélags Ísland vill undirstrika og leggur áherslu á að læknar gegna lykilhlutverki í heilbrigðisþjónustu. Ábyrgð lækna þegar um er að ræða flóknar ákvarðanir varðandi meðferð og afdrif einstaklinga hvort sem um lyf - eða skurðlækningar er óumdeilanleg.

Að mati FSL er mikilvægt er að þekking og reynsla lækna nýtist í flóknu starfsumhverfi sjúkrahúsa. Skýrar menntunarkröfur er nauðsynlega og augljóst að læknar geta einir borið faglega ábyrgð á læknisverkum.

Í gildandi lögum um heilbrigðisþjónustu er fagleg ábyrgð lækna skýr í höndum yfirlækna og framkvæmdastjóra lækninga. FSL gerir alvarlega athugasemd við að í frumvarpsdrögunum skuli ráðgert að fella niður úr lögum um heilbrigðisþjónustu ákvæði um það að á heilbrigðisstofnun starfi yfirlæknar og framkvæmdastjóri lækninga.

A.ö.l. vísar FSL til umsagnar Læknafélags Íslands um frumvarpsdrögin.

Reykjavík 9. október 2019

fh. stjórnar FSL

María I. Gunnbjörnsdótttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 María I Gunnbjörnsdóttir - 09.10.2019

Frú Svandís Svavarsóttir, ráðherra

Heilbrigðisráðuneyti

Skógarhlíð

Athugasemdir Félags sjúkrahúslækna (FSL) við frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu.

Félag sjúkrahúslækna (FSL), sem er eitt aðildarfélaga Læknafélags Ísland vill undirstrika og leggur áherslu á að læknar gegna lykilhlutverki í heilbrigðisþjónustu. Ábyrgð lækna þegar um er að ræða flóknar ákvarðanir varðandi meðferð og afdrif einstaklinga hvort sem um lyf - eða skurðlækningar er óumdeilanleg.

Að mati FSL er mikilvægt er að þekking og reynsla lækna nýtist í flóknu starfsumhverfi sjúkrahúsa. Skýrar menntunarkröfur er nauðsynlega og augljóst að læknar geta einir borið faglega ábyrgð á læknisverkum.

Í gildandi lögum um heilbrigðisþjónustu er fagleg ábyrgð lækna skýr í höndum yfirlækna og framkvæmdastjóra lækninga. FSL gerir alvarlega athugasemd við að í frumvarpsdrögunum skuli ráðgert að fella niður úr lögum um heilbrigðisþjónustu ákvæði um það að á heilbrigðisstofnun starfi yfirlæknar og framkvæmdastjóri lækninga.

A.ö.l. vísar FSL til umsagnar Læknafélags Íslands um frumvarpsdrögin.

Reykjavík 9. október 2019

fh. stjórnar FSL

María I. Gunnbjörnsdótttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#19 Embætti landlæknis - 09.10.2019

Sjá umsögn embættis landlæknis í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#20 Magdalena Ásgeirsdóttir - 09.10.2019

Meðfylgjandi eru gögn læknaráðs Reykjalundar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#21 Laufey Hrólfsdóttir - 09.10.2019

Meðfylgjandi er umsögn vinnuhóps sem hefur það markmið að skoða möguleika SAk á því að verða háskólasjúkrahús.

Afrita slóð á umsögn

#22 Þórarinn Guðnason - 09.10.2019

Umsögn Læknafélags Reykjavíkur (LR)

Heilbrigðisráðherra

Svandís Svavarsdóttir

Reykjavík 9. október 2019.

Varðar: Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu.

Í samráðsgátt stjórnvalda hefur verið sett frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu. Læknafélag Reykjavíkur (LR) vill koma eftirfarandi ábendingum á framfæri:

1. Í 1. gr. frumvarpsins eru lagðar til breytingar á 4. gr. laganna. Þar er m.a. lagt til að heilbrigðisþjónusta verði framvegis greind í fyrsta, annars og þriðja stigs heilbrigðisþjónustu. Gert er ráð fyrir að starfssemi starfsstofa heilbrigðisstarfsmanna teljist ætíð annars stigs heilbrigðisþjónusta. LR gerir alvarlega athugasemd við þetta og bendir á að víða á starfsstofum sérfræðilækna er starfsemi sem félagið telur eiga að falla undir þriðja stigs heilbrigðisþjónustu. LR telur því að orðalag nýs 4. tölul. 4. gr. laganna þurfi því að bæta tilvísun til starfsstofa heilbrigðisstarfsmanna.

2. Í 3. gr. frumvarpsins er gerð tillaga um breytt orðalag á 6. gr. laganna og þar sagt í 2. mgr. 6. gr. að Heilbrigðisstofnanir skv. 1. mgr. skulu taka að sér kennslu heilbrigðisstétta á grundvelli samninga við menntastofnanir, kennslusjúkrahús og háskólasjúkrahús. LR vill benda á að það telur þetta ákvæði vera allt of þrengjandi og fela í sér skammsýni. Umfangsmikil læknisþjónusta er nú rekin á starfsstofum sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna, þ.á m. sérfræðilækna. LR telur mikilvægt að í kennslu heilbrigðisstétta sé tryggt að þær kynnist þessari starfsemi í námi sínu. Auk þess felast í því ný tækifæri til að fjölga nemum í heilbrigðisgreinum sem ekki er vanþörf á. LR leggur því til að ný 2. mgr. 6. gr. laganna orðist svo: Heilbrigðisstofnanir skv. 1. mgr. og starfsstofur heilbrigðisstarfsmanna skulu taka að sér kennslu heilbrigðisstétta o.s.frv.

3. LR telur það mjög óráðlegt að leggja niður læknaráð, stöðu framkvæmdastjóra lækninga og yfirlækna við heilbrigðisstofnanir og leggst eindregið gegn slíkum breytingum. Ráðgjöf þessara sérfræðinga er lykilatriði faglegri stjórnun í heilbrigðiskerfinu. Þá telur LR að æskilegt sé að yfir heilbrigðisstofnunum séu sjálfstæðar stjórnir og leggur til að því verði bætt í lögin.

A.ö.l. vísar LR til umsagnar LÍ um þetta lagafrumvarp.

Virðingarfyllst,

f.h. Læknafélags Reykjavíkur

Þórarinn Guðnason Formaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#23 Laufey Hrólfsdóttir - 09.10.2019

Meðfylgjandi er umsögn vinnuhóps sem hefur það markmið að skoða möguleika SAk á því að verða háskólasjúkrahús.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#24 Sigríður Gunnarsdóttir - 09.10.2019

Umsögn um drög að breytingum á lögum um heilbrigðisþjónustu nr.40/2007

Fagstjórnendur

Í ný samþykktu skipuriti Landspítala hefur hlutverk framkvæmdastjóra hjúkrunar og lækninga sem faglegir leiðtogar verið styrk verulega. Er þetta í anda þess sem víða annarsstaðar tíðkast t.d. í Bretlandi. Þær breytingartillögur sem hér eru kynntar eru í hróplegu ósamræmi við þá þróun. Skv. drögum að nýjum heilbrigðislögum er lagt til að stöður framkvæmdastjóra hjúkrunar og lækninga verði lagðar niður og í stað þessi ráði forstjóri til sín fagstjórnendur. Hjúkrun og lækningar eru helstu viðfangsefni heilbrigðisstofnana og hjúkrunarfræðingar stærsta fagstétt Landspítala og heilbrigðiskerfisins alls. Rannsóknir sýna að hjúkrun eykur lífslíkur og lífsgæði skjólstæðinga og dregur úr líkum á ótímabærum dauða. Fagleg ábyrgð og stefna í hjúkrun þarf að vera á hendi hjúkrunarfræðinga og engin önnur fagstétt er til þess bær að leiða það starf.

Á komandi árum eru verulegar áskoranir í heilbrigðisþjónustu og þó svo að kostnaður vegi þar þungt er það sívaxandi þjónustuþörf vegna öldrunar og langvinnra sjúkdóma og fyrirsjáanlegur skortur á heilbrigðisstarfsfólki, sérstaklega hjúkrunarfræðingum sem verða þyngstu verkefnin. Fagleg forysta í lækningum og hjúkrun hefur því aldrei verið mikilvægari en á komandi árum og nauðsynlegt að hún vegi þungt í rekstri og stjórnun heilbrigðisþjónustu.

Þetta er að öðrum heilbrigðisstéttum ólöstuðum en til þess að byggja upp öflugt og árangursríkt teymisstarf er óhjákvæmilegt að það byggi á faglega sterkum grunni í þessum greinum. Það vekur furðu að ekkert samráð hafi verið haft við Landspítala við gerð þessara tillagna.

Fagráð

Í drögunum er líka lagt til að í stað hjúkrunar og læknaráðs verði eitt sameiginlegt fagráð á hverri stofnun. Í ljósi þess sem að ofan er sagt varðandi stöður framkvæmdastjóra hjúkrunar og lækninga geta sömu rök átt við um hjúkrunar- og læknaráð. Heilbrigðisstofnanir eru þekkingarfyrirtæki þar sem mikilvægt er að farvegur sé fyrir sjónarmið starfamanna fyrir fagleg álitamál. Hjúkrunar og læknaráð hafa verið slíkur vettvangur þar sem stéttunum gefst færi á að leggja mat á starfsemi út frá sjónarhóli sinnar þekkingar og reynslu. Þess má geta að í núverandi lögum er heimild til þess að á stofnunum starfi önnur fagráð og er það svo í tilfelli Landspítala. Í ljósi þessa er í raun engin knýjandi þörf á þeim breytingum sem hér eru lagðar til.

Sigríður Gunnarsdóttir

Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala

Afrita slóð á umsögn

#25 Benedikt Sveinbj. Benediktsson - 09.10.2019

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka heilbrigðisfyrirtækja (SH) um frumvarpsdrögin.

Viðhengi