Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 13.–27.9.2019

2

Í vinnslu

  • 28.9.2019–14.1.2020

3

Samráði lokið

  • 15.1.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-224/2019

Birt: 13.9.2019

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Drög að reglugerð um samstarfsráð Matvælastofnunar

Niðurstöður

Ein umsögn barst um reglugerðardrögin sem fól í sér að fjölga aðilum sem að tilnefna fulltrúa í samstarfsráð. Gerðar voru breytingar á reglugerðardrögunum í samræmi við athugasemdir sem fram komu í umsögn.

Málsefni

Drög að reglugerð um samstarfsráð Matvælastofnunar.

Nánari upplýsingar

Samkvæmt 4. gr. laga nr. 30/2018 um Matvælastofnun skal stofnunin hafa samvinnu og samráð við þá aðila, félög, samtök og stofnanir sem tengjast starfi hennar. Við stofnunina skal starfa samstarfsráð þar sem reglubundið samráð og miðlun upplýsinga á sér stað. Meðal annars skal leggja fram til umræðu í ráðinu árlega áætlun um störf stofnunarinnar og kynna nýjar áherslur og fyrirhugaðar breytingar á starfi stofnunarinnar. Ráðherra skipar samstarfsráðið, ákveður fjölda fulltrúa og hverjir tilnefna þá auk Matvælastofnunar. Í reglugerðinni er kveðið nánar á um skipan og störf samstarfsráðs Matvælastofnunar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

postur@anr.is