Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 16.–30.9.2019

2

Í vinnslu

  • 1.10.2019–14.9.2021

3

Samráði lokið

  • 15.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-225/2019

Birt: 15.9.2019

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa.

Niðurstöður

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lagði frumvarpið fram á 150. löggjafarþingi, sbr. 316. mál. Gerð er grein fyrir niðurstöðum samráðs í frumvarpinu.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga breytingu á lögum nr. 30/2007 um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa með síðari breytingum.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar varðandi skilgreiningu smáskipa þannig að í stað þess að þau séu skilgreind sem skip sem eru 12 metrar að skráningarlengd eða styttri, þá verði miðað við 15 metra. Þá eru jafnframt lagðar til breytingar á ákvæði um lágmarksfjölda skipstjórnar- og vélastjórnarmanna á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum. Þar eru kröfum, sem gerðar eru til mönnunar skipa sem eru 12 metrar að skráningarlengd eða styttri, breytt þannig að kröfurnar miðist við skip sem eru 15 metrar að skráningarlengd eða styttri.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

srn@srn.is