Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 16.–24.9.2019

2

Í vinnslu

  • 25.9.2019–5.1.2020

3

Samráði lokið

  • 6.1.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-227/2019

Birt: 16.9.2019

Fjöldi umsagna: 3

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um neytendalán nr. 33/2013, með síðari breytingum (efling neytendaverndar, lagavalsákvæði o.fl.).

Niðurstöður

Við ritun frumvarpsins var höfð hliðsjón af athugasemdum sem bárust í samráðsgátt. Nokkrar breytingar voru gerðar til að auka skýrleika og samræma hugtakanotkun í greinargerð. Einnig var skerpt á því í greinargerð að lögin skuli gildi um samninga sem gerðir eru eftir gildistöku þeirra. Þá var er lagt til að í stað orðsins „endurgreiða“ í 3. gr. frumvarpsins komi orðið „greiða“. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi 14.10.2019 og varð með breytingum efnahags- og viðskiptanefndar að lögum frá Alþingi. Sjá hlekk.

Málsefni

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um neytendalán til að efla neytendavernd á fjármálamarkaði. Frumvarpið felur í sér hluta af tillögum starfshóps um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu er lagt til að skerpt verði á meginreglunni um að ákvæði laganna séu ófrávíkjanleg og að óheimilt verði að semja um eða bera fyrir sig lög annars ríkis ef slíkt takmarkar neytendavernd laganna. Markmiðið er að tryggja að um lánssamninga fari eftir íslenskum rétti.

Þá er lagt til að íslensk lög gildi um samning ef íslenskur neytandi gerir samning við erlendan lánveitanda að uppfylltum nánari skilyrðum. Markmiðið með þessu er að neytendur átti sig betur á réttarstöðu sinni og að niðurstaða um lagaval leiði sjálfkrafa af ákvæðum laga um neytendalán.

Einnig er lagt til að sérstaklega verði kveðið á um afleiðingar sem ólögmætar lánveitingar hafa í för með sér. Lagt er til að neytanda sé óskylt að endurgreiða heildarlántökukostnað láns ef lánveitandi eða lánamiðlari brýtur gegn ákvæði 26. gr. laga um neytendalán um hámark árlegrar hlutfallstölu kostnaðar. Markmið breytinganna er að gera ákvæði laganna um árlega hlutfallstölu kostnaðar skýrara og að tryggja skilvirkari framfylgd þess.

Loks er lagt til að Neytendastofa fái heimild til upplýsingaöflunar samkvæmt lögum um neytendalán nr. 33/2013. Upplýsingaöflun getur verið nauðsynleg fyrir Neytendastofu til að fylgjast með því hvaða áhrif lánastarfsemi hefur á markaðinn og neytendur, s.s. hvort hlutfall vanskila skeri sig úr á milli lánategunda.

Í skýrslu starfshópsins er lagt til að kannað verði hvort rétt sé að breyta lögum um greiðsluþjónustu nr. 120/2011 til að koma í veg fyrir að innheimtur sé kostnaður af neytendalánum umfram lögbundið hámark. Lögin falla undir málefnasvið fjármála- og efnahagsráðuneytisins og er sá þáttur málsins til skoðunar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa orku, iðnaðar og viðskipta.

postur@anr.is