Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 18.9.–2.10.2019

2

Í vinnslu

  • 3.10.2019–5.1.2020

3

Samráði lokið

  • 6.1.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-228/2019

Birt: 18.9.2019

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að reglugerð um viðurkenningu frjálsra úrskurðaraðila á sviði neytendamála

Niðurstöður

Að loknu samráði var tillit tekið til flestra athugasemda sem bárust í samráðsgátt. Reglugerðin tók gildi 17.10.2019.

Málsefni

Um er að ræða drög að reglugerð um viðurkenningu frjálsra úrskurðaraðila samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála nr. 81/2019.

Nánari upplýsingar

Með reglugerðardrögunum er lagt til að kveðið verði á um nánari skilyrði þess að frjálsir úrskurðaraðilar utan dómstóla sem komið er á fót með samningi samtaka á sviði atvinnulífs og samtaka neytenda geti öðlast viðurkenningu ráðherra á grundvelli laga um úrskurðaraðila á sviði neytendamála nr. 81/2019.

Viðurkenning hefur í för með sér að frjáls úrskurðaraðili getur tekið til meðferðar ágreining neytenda og seljenda á því sviði viðskipta sem lögsaga úrskurðaraðilans kveður á um.

Reglugerðardrögin byggja á heimild í 3. mgr. 8. gr. og 1. mgr. 20. gr. laga um úrskurðaraðila á sviði neytendamála nr. 81/2019, sbr. bráðabirgðarákvæði laganna. Markmiðið með setningu reglugerðarinnar nú er að frjálsir úrskurðaraðilar sem þegar eru starfandi hafi ráðrúm til að sækja um viðurkenningu ráðherra haustið 2019 áður en lögin taka gildi þann 1. janúar 2020.

Reglugerðin er ein af tveimur reglugerðum sem áformað er að setja á grundvelli laga um úrskurðaraðila á sviði neytendamála nr. 81/2019. Hin reglugerðin varðar málsmeðferð kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Stefnt er að því að drög þeirrar reglugerðar verði sett í samráðsgátt í október 2019.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa iðnaðar og nýsköpunar

postur@anr.is