Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.9.–23.10.2019

2

Í vinnslu

  • 24.10.2019–23.4.2020

3

Samráði lokið

  • 24.4.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-230/2019

Birt: 20.9.2019

Fjöldi umsagna: 8

Annað

Forsætisráðuneytið

Hagskýrslugerð og grunnskrár

Mælikvarðar um hagsæld og lífsgæði

Niðurstöður

Lagt verður til að Hagstofu Íslands verði falið að halda utan um mælikvarða um hagsæld og lífsgæði og þróa þá áfram í samvinnu við helstu haghafa. Mælikvarðarnir byggjast að stærstum hluta á gögnum Hagstofunnar og falla vel að annarri sambærilegri vinnu innan stofnunarinnar. Hagstofunni verður falið að annast söfnun upplýsinga, útfæra miðlun mælikvarðanna og meta mögulega sundurliðun gagnanna.

Málsefni

Sett er fram tillaga að 39 félagslegum, umhverfislegum og efnahagslegum mælikvörðum sem eru lýsandi fyrir hagsæld og lífsgæði á Íslandi og almenningi og hagsmunaaðilum gefinn kostur á að gefa umsögn um mælikvarðana, hvort þeir endurspegli hagsæld og lífsgæði á Íslandi og hvort einhverjum mælikvörðum sé ofaukið eða rétt að bæta öðrum við.

Nánari upplýsingar

Nefnd um mælikvarða um hagsæld og lífsgæði hefur skilað tillögu að 39 félagslegum, umhverfislegum og efnahagslegum mælikvörðum sem eru lýsandi fyrir hagsæld og lífsgæði á Íslandi. Mælikvörðunum er ætlað að gefa góða yfirsýn yfir lykilþætti velsældar á Íslandi og vera mikilvægt tæki fyrir stefnumótun stjórnvalda. Þeir gefa fyllri mynd af velsæld en hefðbundnir efnahagslegir mælikvarðar, eins og landsframleiðsla, með því að mæla þætti sem hafa áhrif á daglegt líf fólks og heimila í landinu. Mælikvarðarnir taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, þeir byggja á opinberum hagtölum og eru samanburðarhæfir við önnur lönd.

Mælikvarðarnir 39 eru í þremur þáttum og þrettán undirflokkum:

Félagslegir: Heilsa, menntun, félagsauður, öryggi íbúa og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.

Efnahagslegir: Hagkerfi, atvinna, húsnæði og tekjur.

Umhverfislegir: Loftgæði og loftslag, land, orka og úrgangur og endurvinnsla.

Samkvæmt könnun sem nefndin lét gera skiptir heilsa (þ.e. góð heilsa og greiður aðgangur að heilbrigðisþjónustu) landsmenn mestu máli þegar þeir meta eigin lífsgæði. Næst koma samskipti við vini og fjölskyldu, húsnæði og afkoma. Landsmenn setja heilsu einnig í fyrsta sæti þegar þeir meta hvað einkennir góð samfélög. Niðurstöður könnunarinnar eru í viðauka skýrslunnar.

Almenningi og hagsmunaaðilum er boðið að gefa umsögn um mælikvarðana:

a) Endurspegla tillögur nefndarinnar hvernig mæla eigi hagsæld og lífsgæði á Íslandi? Ef ekki, hvaða mælikvörðum er ofaukið og hverjum er rétt að bæta við og af hverju?

b) Eru mælikvarðarnir of margir eða of fáir? Hvar á helst að skera niður eða bæta við mælikvörðum?

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumála

larus.blondal@for.is