Samráð fyrirhugað 05.10.2018—22.10.2018
Til umsagnar 05.10.2018—22.10.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 22.10.2018
Niðurstöður birtar 29.10.2018

Drög að reglugerð um sérstakan úrgang frá heilbrigðisþjónustu

Mál nr. 149/2018 Birt: 05.10.2018 Síðast uppfært: 29.10.2018
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál
  • Sjúkrahúsþjónusta
  • Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa
  • Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta

Niðurstöður birtar

Drög að breytingu á reglugerð um meðhöndlun úrgangs og viðauka hennar um sérstakan úrgang frá heilbrigðisþjónustu og stofum sem stunda húðrof voru send til umsagnar helstu hagsmunaaðila og lögð í samráðsgátt Stjórnarráðsins 5.-22. október sl. Alls bárust fimm umsagnir um drögin og hefur verið tekið tillit til þeirra við gerð lokaútgáfu reglugerðarinnar.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 05.10.2018–22.10.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 29.10.2018.

Málsefni

Óskað er eftir athugasemdum um drög að breytingu á reglugerð um meðhöndlun úrgangs og viðauka hennar um sérstakan úrgang frá heilbrigðisþjónustu og stofum sem stunda húðrof, húðgatanir og húðflúr.

Í samráðsgátt Stjórnarráðsins eru nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð um meðhöndlun úrgangs og viðauka hennar um sérstakan úrgang frá heilbrigðisþjónustu og stofum sem stunda húðrof, húðgatanir og húðflúr. Þörf er á að uppfæra þennan þátt reglugerðarinnar þar sem reynslan hefur sýnt að hún býður upp á mismunandi túlkun í þessum úrgangsflokki. Sérstök þörf er á að uppfæra töflu sem fylgir viðauka um sérstakan úrgang frá heilbrigðisþjónustu þar sem hún hefur reynst misvísandi í framkvæmd.

Brýnt er að allir sem að þessum málaflokki koma átti sig vel á skilgreiningum sérstaks úrgangs frá heilbrigðisþjónustu og stofum sem stunda húðrof, húðgatanir og húðflúr svo flokkun, meðhöndlun og förgun þessa úrgangs verði markviss og þjóni tilgangi sínum. Vakning hefur orðið meðal heilbrigðisstofnana sem vilja sýna umhverfisvitund í verki og þar með stuðla að endurnýtingu úrgangs fremur en förgun. Tillagan að breytingu á reglugerðinni er afrakstur óformlegs vinnuhóps þar sem tóku þátt fulltrúar umhverfis- og auðlindaráðuneytis, Umhverfisstofnunar, heilbrigðiseftirlitssvæða, atvinnulífs, Landspítala, Embættis landlæknis og rekstraraðila sem meðhöndla sérstakan úrgang frá heilbrigðisstofnunum.

Óskað er eftir því að athugasemdir við reglugerðardrögin berist í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 22. október nk.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Ingunn Steingrímsdóttir - 16.10.2018

Athugasemdir settar inn í drög, sent sem pdf skjal

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Sigrún Hrönn Halldórsdóttir - 22.10.2018

Umsögn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis er í meðfylgjandi viðhengi.

Viðhengi