Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 23.9.–8.10.2019

2

Í vinnslu

  • 9.10.2019–13.1.2020

3

Samráði lokið

  • 14.1.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-233/2019

Birt: 23.9.2019

Fjöldi umsagna: 2

Annað

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Drög að Sóknaráætlun Suðurlands 2020 til 2024

Niðurstöður

Drög að Sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024 voru birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar, dagana 23. september - 8. október 2019. Sjá niðurstöður í meðfylgjandi skjali.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sett til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, f.h. Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, drög að nýrri sóknaráætlun landshlutans. Drög að Sóknaráætlun Suðurlands 2020 til 2024 byggir á lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir nr. 69 frá árinu 2015.

Nánari upplýsingar

Drög að Sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024, á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda. Mótun nýrrar sóknaráætlunar var unnin í nánu samráði við aðila í landshlutanum. Íbúafundir voru haldnir um sérhvert málefni og tóku um 400 íbúar þátt í fundunum. Afurð fundanna voru megin áherslur íbúa sem lagðar voru til nánari úrvinnslu á fundi samráðsvettvangs. Samráðsvettvangurinn var skipaður 100 einstaklingum, sveitarstjórnarfólki og íbúum skipuðum af sveitarfélögunum fimmtán á Suðurlandi. Á þeim fundi var markmiðum forgangsraðað og þau tengd Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Í ferlinu var ákveðið að skipta sóknaráætluninni í þrjá málaflokka: atvinna og nýsköpun, umhverfi og samfélag. Eru það jafnframt þrjú megin málefni sjálfbærrar þróunar. Tekin verður grunnstaða í öllum mælanlegum markmiðum 1. janúar 2020 og reglulega fylgst með stöðunni út tímabilið. Afurðin er drög að Sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024, sem er landshlutabundin byggðaáætlun Sunnlendinga. Stefnan mun stýra ákvörðun um val á áhersluverkefnum (aðgerðum) og við úthlutun styrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands á vegum samtakanna.

Drög að Sóknaráætlun Suðurlands 2020 til 2024 er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar á vefnum, samradsgatt.is, til og með 8. október næst komandi. Eru íbúar, sem og aðrir hagaðilar, hvattir til að kynna sér nýja sóknaráætlun landshlutans á samráðsgáttinni.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)

sass@sass.is