Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 27.9.–8.10.2019

2

Í vinnslu

  • 9.10.2019–26.5.2020

3

Samráði lokið

  • 27.5.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-237/2019

Birt: 27.9.2019

Fjöldi umsagna: 5

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011

Niðurstöður

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, var sett inn á samráðsgátt Stjórnarráðsins þann 27. september 2019 og var frestur til að skila umsögnum til 14. október. Alls bárust fjórar umsagnir (skráðar fimm en ein umsögn var tvískráð). Frumvarpið var lagt fram á Alþingi til umfjöllunar og afgreiðslu í nóvember 2019 og samþykkt þann 17. desember sama ár.

Málsefni

Markmið frumvarpsins er fyrst og fremst að styrkja það lögbundna hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum til þeirra.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið er samið af hálfu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og er markmið þess fyrst og fremst að styrkja lögbundið hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Með það að markmiði var farið yfir regluverk sjóðsins, sbr. III. kafla laganna, reglna á grundvelli þeirra og vinnureglna sjóðsins sem staðfestar hafa verið af ráðherra, til að annars vegar styrkja forsendur og grundvöll úthlutana úr Jöfnunarsjóði og hins vegar skýra heimildir löggjafarinnar til skerðinga á framlögum úr sjóðnum í samræmi við dóm Hæstaréttar frá 14. maí 2019, í máli nr. 34/2018. Er frumvarp þetta afrakstur þeirrar vinnu og er tilgangur þess að færa frekari stoð undir þær reglur sem eiga að gilda um úthlutanir jöfnunarframlaga úr sjóðnum.

Skipta má meginefni frumvarpsins í þrjá flokka. Í fyrsta lagi er um ræða breytingar sem lagðar eru til í þeim tilgangi að uppfæra tilvísanir laganna og úreld ákvæði. Í annan stað eru lagðar til breytingar þar sem betur er gert grein fyrir forsendum og útreikningi framlaga sem áður var að finna í reglugerðum og reglum sem settar hafa verið á grundvelli laganna. Loks er í frumvarpinu að finna ákvæði sem heimila Jöfnunarsjóði að gera ákveðnar tilfærslur á úthlutun framlaga sjóðsins.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

srn@srn.is