Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 30.9.–14.10.2019

2

Í vinnslu

  • 15.10.2019–2.12.2021

3

Samráði lokið

  • 3.12.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-238/2019

Birt: 30.9.2019

Fjöldi umsagna: 3

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Ferðaþjónusta

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 65/2015, um leigu skráningarskyldra ökutækja

Niðurstöður

Alls bárust þrjár umsagnir. Umsagnaraðilar voru þeirrar skoðunar að um jákvætt skref væri að ræða. Einn umsagnaraðili benti á, að huga þyrfti nánar að því hvernig ætti að hafa eftirlit með því hvort átt hafi verið við ökurita ökutækis. Samgöngustofa hefur eftirlit með því að lögunum sé fylgt. Að mati ráðuneytisins var ekki talin ástæða að bregðast við athugasemdum að svo stöddu.

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt til að Samgöngustofu verði veitt heimild til að leggja stjórnvaldssektir á leyfishafa, einstakling eða lögaðila, sem breytir kílómetrastöðu skráningarskylds ökutækis, sem skráð er hjá Samgöngustofu í notkunarflokki ökutækjaleigu.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu er lagt til að Samgöngustofu verði veitt heimild til að leggja stjórnvaldssektir á leyfishafa, einstakling eða lögaðila, sem breytir kílómetrastöðu skráningarskylds ökutækis, sem skráð er hjá Samgöngustofu sem ökutæki í notkunarflokki ökutækjaleigu. Niðurfærsla kílómetrastöðu felur í sér villandi viðskiptahætti og gefur ranga ásýnd af ökutæki, sem og ranga ásýnd af rekstri leyfishafa. Þá getur háttsemin komið í veg fyrir að eigandi eða umráðamaður ökutækis geti framfylgt reglubundnu viðhaldi öryggisbúnaðar og nauðsynlegum viðgerðum í tæka tíð. Háttsemin getur þannig haft áhrif á öryggi í akstri sem er sér í lagi alvarlegt í ljósi þess að leigutakar aka oft hundruð kílómetra á dag í aðstæðum sem þeir eru óvanir.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Þórarinn Örn Þrándarson

postur@anr.is