Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 30.9.–14.10.2019

2

Í vinnslu

  • 15.10.2019–27.5.2020

3

Samráði lokið

  • 28.5.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-239/2019

Birt: 30.9.2019

Fjöldi umsagna: 1

Áform um lagasetningu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Frumvarp - breyting á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012

Niðurstöður

Hagsmunaaðilum var send tilkynning þess efnis að skjal með áformum um lagasetningu hefði verið sett í samráðsgátt. Ein umsögn barst frá ráðgjafarnefnd á vegum hins opinbera, skv. lögum nr. 27/1999. Í umsögninni var bent á að fjalla mætti um hvaða atvinnugreinar sé að ræða sem falli undir viðskiptakerfið og áætlaðan fjölda og stærð þeirra fyrirtækja sem verða fyrir áhrifum af lagasetningunni. Texta þess efnis var bætt við frumvarpið.

Málsefni

Breytingar verða lagðar til á lögum um loftslagsmál til þess að innleiða breytingar á tilskipun (ESB) 2018/410 sem breytir tilskipun 2003/87/EB um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Frumvarpið mun einnig veita tveimur reglugerðum ESB lagastoð (2018/841 LULUCF og 2018/842 ESR) en innleiðing gerðanna er lykilatriði í samkomulagi Íslands við ESB og Noreg um markmið á grundvelli Parísarsamningsins.

Nánari upplýsingar

Breytingar verða lagðar til á lögum um loftslagsmál til þess að innleiða breytingar á tilskipun (ESB) 2018/410 sem breytir tilskipun 2003/87/EB um aðgerðir sem eiga að stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og hvetja til fjárfestinga í lágkolefnatækni/-framleiðslu og ákvörðun (ESB) 2015/1804. Um er að ræða breytingar sem gilda fyrir fjórða tímabil viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir (ETS) sem varir frá 2021-2030.

Í frumvarpinu verða einnig ákvæði sem munu veita lagastoð fyrir reglugerðir sem ætlað er að innleiða tvær gerðir Evrópusambandsins. Annars vegar er um að ræða reglugerð (ESB) um sameiginlega ábyrgð, 2018/842 og hins vegar reglugerð (ESB) um landnotkun, breytta landnotkun og skógrækt, 2018/841. Innleiðing gerðanna er lykilatriði í samkomulagi Íslands, Noregs og Evrópusambandsins um sameiginlegt markmið á grundvelli Parísarsamningsins.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Helga Jónsdóttir

helga.jonsdottir@uar.is