Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 30.9.–16.10.2019

2

Í vinnslu

  • 17.10.2019–13.1.2020

3

Samráði lokið

  • 14.1.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-240/2019

Birt: 30.9.2019

Fjöldi umsagna: 1

Annað

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Drög að Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024

Niðurstöður

Unnið var úr þeim umsögnum sem bárust. Sóknaráætlun Vestfjarða fyrir árin 2020-2024 var samþykkt á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga og Vestfjarðastofu þann 21. október og var hún kynnt á 4. haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldið var á Hólmavík 25. - 26. október 2019.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sett til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, á vegum Vestfjarðastofu f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, drög að nýrri sóknaráætlun Vestfjarða. Drög að Sóknaráætlun Vestfjarða 2020 til 2024 byggir á lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir nr. 69 frá árinu 2015.

Nánari upplýsingar

Drög að Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024, á vegum Vestfjarðastofu f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda. Mótun nýrrar sóknaráætlunar var unnin í nánu samráði við aðila í landshlutanum. Íbúafundir voru haldnir víðsvegar í landshlutanum og tóku um 150 íbúar þátt í fundunum. Afurð fundanna voru megináherslur íbúa sem lagðar voru til nánari úrvinnslu á fundi samráðsvettvangs. Samráðsvettvangurinn er skipaður 45 einstaklingum, sveitastjórnarfólki og íbúum skipuðum af sveitarfélögunum níu á Vestfjörðum. Á þeim fundi var markmiðum forgangsraðað og þau tengd Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Ákveðið var að skipta sóknaráætluninni í fjóra málaflokka:

1)atvinna og nýsköpun, 2)menntun, 3)menning, 4) umhverfi og skipulag.

Eru það jafnframt fjögur meginmálefni sjálfbærrar þróunar. Tekin verður grunnstaða í öllum mælanlegum markmiðum 1. janúar 2020 og reglulega fylgst með stöðunni út tímabilið. Afurðin er drög að Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024, sem er landshlutabundin byggðaáætlun Vestfjarða. Stefnan mun stýra ákvörðun um val á áhersluverkefnum og úthlutun styrkja úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.

Drög að Sóknaráætlun Vestfjarða 2020 til 2024 er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar til og með 16. október næstkomandi. Íbúar og aðrir hagaðilar eru hvattir til að kynna sér nýja sóknaráætlun landshlutans.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Fjórðungssamband Vestfirðinga

fv@vestfirdir.is