Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 30.9.–7.10.2019

2

Í vinnslu

  • 8.–22.10.2019

3

Samráði lokið

  • 23.10.2019

Mál nr. S-242/2019

Birt: 30.9.2019

Fjöldi umsagna: 4

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um erfðafjárskatt, nr. 14/2004 (þrepaskipting)

Niðurstöður

Efnisinntök umsagnanna voru almenns eðlis og hvöttu flestar þeirra ekki til framgangs áformanna, m.a. með þeim rökum að varhugavert sé að rýra tekjustofna ríkisins með þeim hætti sem lagt er upp með í áformunum.

Málsefni

Í áformuðu frumvarpi eru lagðar til breytingar á lögum um erfðafjárskatt í tengslum við þrepaskiptingu erfðafjárskatts.

Nánari upplýsingar

Í áformuðu frumvarpi verður í fyrsta lagi lagt til að erfðafjárskatturinn verði þrepaskiptur, þ.e. annars vegar 5% af fjárhæð allt að 75.000.000 kr. og hins vegar 10% af því sem er umfram 75.000.000 kr. Í öðru lagi verður lagt til að fjárhæðarmörk skattþrepa taki árlegum breytingum miðað við þróun vísitölu neysluverðs. Þá verður jafnframt lagt til að sökum þrepaskiptingu erfðafjárskatts verði erfðafjárskattur á fyrirframgreiddum arfi sá sami og í hærra skattþrepinu, þ.e. 10%.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála