Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 4.–25.10.2019

2

Í vinnslu

  • 26.10.2019–12.7.2022

3

Samráði lokið

  • 13.7.2022

Mál nr. S-243/2019

Birt: 4.10.2019

Fjöldi umsagna: 10

Drög að frumvarpi til laga

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Frumvarp, hollustuhættir og mengunarvarnir (viðaukar)

Niðurstöður

Lög nr. 66/2020 um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir tóku gildi 1. júlí 2020

Málsefni

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á starfsleyfis- eða skráningarskyldri starfsemi í þá veru að einungis verði gerð krafa um starfsleyfi eða að starfsemi sé skráð þegar þess er þörf með tilliti til umfangs og eðli starfseminnar. Markmið með frumvarpinu er að einfalda regluverk í þágu atvinnulífs og almennings.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar í tengslum við starfsleyfis- eða skráningarskylda starfsemi í þá veru að einungis verði gerð krafa um starfsleyfi eða að starfsemi sé skráð þegar þess er þörf með tilliti til umfangs og eðli starfseminnar.

Frumvarpið felur m.a. í sér breytingar á viðaukum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir sem lista upp starfsleyfis- og skráningarskylda starfsemi. Við mat á því hvort starfsemi skuli vera háð starfsleyfi eða skráningu er byggt á áhættumati af viðkomandi starfsemi. Þannig er lagt til í frumvarpinu að sú starfsemi sem skorar hátt í áhættumati verði áfram starfsleyfis- eða skráningarskyld en sú starfsemi, sem skorar lágt verði ekki háð starfsleyfis- eða skráningarskyldu.

Þrátt fyrir þær lagabreytingar sem ráðgerðar eru þurfa þau fyrirtæki, sem verða ekki starfsleyfis- og skráningarskyld eftir sem áður að uppfylla þær kröfur sem fram koma í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Einnig er gert ráð fyrir að stjórnvöld hafi áfram heimildir til þess að bregðast við í þeim tilvikum þar sem misbrestur verður á að reglum sé fylgt, svo sem með beitingu þvingunarúrræða.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa umhverfis og skipulags

postur@uar.is