Samráð fyrirhugað 04.10.2019—25.10.2019
Til umsagnar 04.10.2019—25.10.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 25.10.2019
Niðurstöður birtar

Frumvarp, hollustuhættir og mengunarvarnir (viðaukar)

Mál nr. 243/2019 Birt: 04.10.2019 Síðast uppfært: 11.10.2019
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (04.10.2019–25.10.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á starfsleyfis- eða skráningarskyldri starfsemi í þá veru að einungis verði gerð krafa um starfsleyfi eða að starfsemi sé skráð þegar þess er þörf með tilliti til umfangs og eðli starfseminnar. Markmið með frumvarpinu er að einfalda regluverk í þágu atvinnulífs og almennings.

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar í tengslum við starfsleyfis- eða skráningarskylda starfsemi í þá veru að einungis verði gerð krafa um starfsleyfi eða að starfsemi sé skráð þegar þess er þörf með tilliti til umfangs og eðli starfseminnar.

Frumvarpið felur m.a. í sér breytingar á viðaukum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir sem lista upp starfsleyfis- og skráningarskylda starfsemi. Við mat á því hvort starfsemi skuli vera háð starfsleyfi eða skráningu er byggt á áhættumati af viðkomandi starfsemi. Þannig er lagt til í frumvarpinu að sú starfsemi sem skorar hátt í áhættumati verði áfram starfsleyfis- eða skráningarskyld en sú starfsemi, sem skorar lágt verði ekki háð starfsleyfis- eða skráningarskyldu.

Þrátt fyrir þær lagabreytingar sem ráðgerðar eru þurfa þau fyrirtæki, sem verða ekki starfsleyfis- og skráningarskyld eftir sem áður að uppfylla þær kröfur sem fram koma í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Einnig er gert ráð fyrir að stjórnvöld hafi áfram heimildir til þess að bregðast við í þeim tilvikum þar sem misbrestur verður á að reglum sé fylgt, svo sem með beitingu þvingunarúrræða.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Sigurður Örn Guðleifsson - 09.10.2019

Fyrir hönd ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur.

Sigurður Örn Guðleifsson,

formaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Sigurjón Þórðarson - 23.10.2019

Umsögn Heilbrigðiseftirlits Nv.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samband íslenskra sveitarfélaga - 23.10.2019

Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpsdrögin.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Árný Sigurðardóttir - 25.10.2019

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bs. - 25.10.2019

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands sendir hér með inn umsögn um frumvarpsdrögin (sjá viðhengi).

Jafnframt tekur embættið undir þær umsagnir sem þegar hafa verið birtar frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, Sambandi íslenskra sveitarfélga og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Embættið áskilur sér rétt til frekari athugasemda á síðari stigum málsins ef tilefni er til.

Sigrún Guðmundsdóttir

framkvæmdastjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bs. - 25.10.2019

Meðfylgjandi á viðhengi er sameiginleg umsögn undirritaðra vegna vinnu í samráðshópi við undirbúning frumvarpsins í Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og

Þorsteinn Narfason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Umhverfisstofnun - 25.10.2019

Hjálögð er umsögn Umhverfisstofnunar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Samtök atvinnulífsins - 25.10.2019

Í viðhengi má finna sameiginlega umsögn Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins og SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Hörður Þorsteinsson - 25.10.2019

Umsögn Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Heilbrigðiseftirlit Austurl bs - 25.10.2019

Umsögn Heilbrigðisnefndar Austurlands er í viðhengi

Viðhengi