Samráð fyrirhugað 04.10.2019—01.11.2019
Til umsagnar 04.10.2019—01.11.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 01.11.2019
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur

Mál nr. 244/2019 Birt: 04.10.2019 Síðast uppfært: 11.10.2019
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (04.10.2019–01.11.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Í drögum að reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur er gert ráð fyrir að rekstraraðilum verði skylt að skrá tiltekna starfsemi í miðlæga rafræna gátt í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um einföldun regluverks og rafræna stjórnsýslu.

Um er að ræða nýja reglugerð sem hefur það að markmiði að einfalda og auka skilvirkni stjórnsýslunnar og bæta aðgengi að henni.

Samkvæmt drögunum er rekstraraðilum skylt að skrá tiltekna starfsemi í miðlæga rafræna gátt í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um rafræna stjórnsýslu. Gert er ráð fyrir að skráningarskyldan komi í stað þess að sækja beri um starfsleyfi fyrir starfsemi og gildi fyrir þau fyrirtæki þar sem áhætta af starfsemi er lítil.

Rekstraraðilum verður skylt að skrá starfsemi sína hjá Umhverfisstofnun áður en hún hefst. Áhersla er lögð á að afgreiðsluferli sé auðvelt og að rekstraraðili sé leiddur áfram skref fyrir skref.

Gert er ráð fyrir að Umhverfisstofnun gefi út starfsskilyrði sem gilda um reksturinn og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga hafi eftirlit með þeirri starfsemi sem reglugerðin mun ná til.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Gestur Guðjónsson - 10.10.2019

Reykjavík, 10. október 2019

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Skuggasundi 1

150 Reykjavík

Varðar: Drög að reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur

Í samráðsgátt stjórnarráðsins voru auglýst til umsagnar drög að reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur og frumvarp til breytinga á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Tekur félagið undir það viðhorf að einfalda þurfi rekstrarumhverfi atvinnurekstrar á Íslandi en lýsir um leið undrun sinni á því að ekki skuli gengið lengra. Þá sérstaklega að áfram skuli gert ráð fyrir því að eftirlit með mengandi starfsemi sé á tveimur stjórnsýslustigum, annars vegar hjá heilbrigðisnefndum sveitarfélaga og hins vegar hjá Umhverfisstofnun.

Er þetta fyrirkomulag óskilvirkt og ætti betur heima í einni stofnun, Umhverfisstofnun, sem gæti þannig eflst og verið með útibú um allt land, sbr Vinnueftirlit Ríkisins, Samgöngustofu, Fiskistofu, Matís o.s.frv.

Hvetur félagið til áræðni og kjarks í þessu sambandi.

Annað atriði sem ekki virðist er tekið á í þessum drögum er rekstur fyrirtækja sem eru með margar starfsstöðvar. Olíudreifing ehf rekur fjölda olíubirgðastöðva um allt land, sem í dag þurfa að vera hver með sitt starfsleyfi. Hvert starfsleyfi hefur sinn gildistíma og eru starfsleyfisskilyrði þeirra mismunandi eftir því hvenær þau eru gefin út og hver vinnur þau. Er slíkt afar óhentugt og ekki fallið til árangurs.

Eðlilegra væri að fyrirtæki með margar starfsstöðvar í sama rekstri gætu starfað samkvæmt einu starfsleyfi og gætu svo tilkynnt eftirlitsaðila starfsstöðvar sínar, umfang og breytingar eins og reksturinn þróast.

Mikið af eftirliti með starfsstöðvunum er margendurtekning á atriðum, sem hægt er að framkvæma miðlægt, en að sjálfsögðu þarf einnig að fara í eftirlit á vettvangi, sem gæti þannig verið markvissara gagnvart umgengni, útfærslu og framkvæmd þeirra mengunarvarna sem eru á hverjum stað, í samræmi við áhættu á hverjum stað.

Ef Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur spurningar eða óskar eftir frekari skýringum á þeim atriðum sem hér eru talin að framan eða öðrum er viðvíkja málinu er undirritaður meira en reiðubúinn að verða við því.

Virðingarfyllst,

f.h. Olíudreifingar ehf.

Gestur Guðjónsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samband íslenskra sveitarfélaga - 22.10.2019

Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drög að reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur.

F.h. sambandsins

Guðjón Bragason

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Ungir umhverfissinnar - 24.10.2019

Meðfylgjandi er umsögn UU þar sem bent er á að:

1. Ráðuneytið hefur ekki framkvæmt valkostagreiningu fyrir umrædda stefnubreytingu.

2. Reglugerðin er í þversögn við yfirlýst markmið hennar.

3. Reglugerðin skapar aukna áhættu fyrir umhverfi, almenning og fyrirtæki.

Jafnframt er vísað til fyrri umsagnar UU, dags. 26. ágúst 2019.

F.h. Ungra umhverfissinna

Pétur Halldórsson

formaður

Afrita slóð á umsögn

#4 Ungir umhverfissinnar - 24.10.2019

Meðfylgjandi er umsögn UU þar sem bent er á að:

1. Ráðuneytið hefur ekki framkvæmt valkostagreiningu fyrir umrædda stefnubreytingu.

2. Reglugerðin er í þversögn við yfirlýst markmið hennar.

3. Reglugerðin skapar aukna áhættu fyrir umhverfi, almenning og fyrirtæki.

Jafnframt er vísað til fyrri umsagnar UU, dags. 26. ágúst 2019.

F.h. Ungra umhverfissinna

Pétur Halldórsson

formaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Páll Stefánsson - 31.10.2019

Hjálagt sendist umsögn Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis (HHK) um drög að reglugerð um skráningaskyldu tiltekinnar atvinnustarfsemi.

F.h. heilbrigðisnefndar

Páll Stefánsson

deildarstjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Umhverfisstofnun - 31.10.2019

Í viðhengi er umsögn Umhverfisstofnunar um drög að reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur.

F.h. Umhverfisstofnunar

Agnar Bragason

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Árný Sigurðardóttir - 31.10.2019

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bs. - 31.10.2019

Á viðhengi er umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um reglugerðardrög um skráningarskyldan atvinnurekstur.

Sigrún Guðmundsdóttir

framkvæmdastjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Samtök atvinnulífsins - 01.11.2019

Í viðhengi má finna sameiginlega umsögn Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins, SAF - Samtaka ferðaþjónustunnar og SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu.

Viðhengi