Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 4.10.–1.11.2019

2

Í vinnslu

  • 2.11.2019–12.7.2022

3

Samráði lokið

  • 13.7.2022

Mál nr. S-244/2019

Birt: 4.10.2019

Fjöldi umsagna: 9

Drög að reglugerð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Drög að reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur

Niðurstöður

Reglugerð nr. 830/2022 um skráningaskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir tekur gildi 15. nóvember 2022

Málsefni

Í drögum að reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur er gert ráð fyrir að rekstraraðilum verði skylt að skrá tiltekna starfsemi í miðlæga rafræna gátt í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um einföldun regluverks og rafræna stjórnsýslu.

Nánari upplýsingar

Um er að ræða nýja reglugerð sem hefur það að markmiði að einfalda og auka skilvirkni stjórnsýslunnar og bæta aðgengi að henni.

Samkvæmt drögunum er rekstraraðilum skylt að skrá tiltekna starfsemi í miðlæga rafræna gátt í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um rafræna stjórnsýslu. Gert er ráð fyrir að skráningarskyldan komi í stað þess að sækja beri um starfsleyfi fyrir starfsemi og gildi fyrir þau fyrirtæki þar sem áhætta af starfsemi er lítil.

Rekstraraðilum verður skylt að skrá starfsemi sína hjá Umhverfisstofnun áður en hún hefst. Áhersla er lögð á að afgreiðsluferli sé auðvelt og að rekstraraðili sé leiddur áfram skref fyrir skref.

Gert er ráð fyrir að Umhverfisstofnun gefi út starfsskilyrði sem gilda um reksturinn og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga hafi eftirlit með þeirri starfsemi sem reglugerðin mun ná til.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa umhverfis og skipulags

postur@uar.is