Samráð fyrirhugað 07.10.2019—14.10.2019
Til umsagnar 07.10.2019—14.10.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 14.10.2019
Niðurstöður birtar 23.10.2019

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stimpilgjald, nr. 138/2013, (afnám stimpilgjaldskyldu á skjölum vegna eignayfirfærslu skipa)

Mál nr. 248/2019 Birt: 07.10.2019 Síðast uppfært: 23.10.2019
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður birtar

Alls bárust fimm umsagnir. Umsagnirnar voru almenns eðlis og tóku þær allar nema ein undir frumvarpið með jákvæðum hætti ásamt því að hvetja til framgangs þess. Umsagnirnar gáfu ekki tilefni til sérstakra viðbragða af hálfu ráðuneytisins.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 07.10.2019–14.10.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 23.10.2019.

Málsefni

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um stimpilgjald, nr. 138/2013, sem fela í sér afnám stimpilgjalds af skjölum er varða eignayfirfærslu skipa.

Í frumvarpinu er lagt til að felld verði brott ákvæði úr lögum um stimpilgjald, nr. 138/2013, er varða skyldu til að greiða stimpilgjald af skjölum er varða eignayfirfærslu skipa en samkvæmt lögunum nær gjaldskyldan eingöngu yfir skip sem eru yfir 5 brúttótonn.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) - 07.10.2019

Meðfylgjandi er umsögn SFS

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Árni Bjarnason - 11.10.2019

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Lindargötu 7

101 Reykjavík

Reykjavík, 11. október 2019

Umsðgn frá Félagi skipstjórnarmanna og Sjómannasambandi Íslands

Árni Bjarnason og Valmundur Valmundsson

Efni: Áform um breytingar á stimpilgjaldi

Alvarleg aðför að íslenskri sjómannastétt

Þann 30. september birtist á Samráðsgátt stjórnvalda áform um framlagningu frumvarps til breytinga á lögum nr. 138/2013 um stimpilgjald. Ástæðan er fortakslaust sú að til staðar er einbeittur vilji ákveðinna útgerða til að fá niðurfellingu á stimpilgjaldi. 1,6 % þegar fiskiskipum er flaggað út. Þ.e. afskráð af íslenskri skipaskrá og skráð í öðru ríki. Þetta ákvæði laganna kostar útgerðir margar milljónir og er það eina sem virkað hefur sem hemill á útgerðir til að sporna við því að hringlað sé með íslensk skip fram og aftur milli ríkja með útflöggunum.

Óásættanlegar afleiðingar þessarar fyrirhuguðu lagabreytingar á stöðu íslenskra sjómanna eru þær að atvinnuöryggi vaxandi hluta þeirra er fyrir bí. Svo dæmi sé tekið er skilyrt samkvæmt grænlenskum lögum að allir undirmenn verði að vera Grænlendingar. Á þeim íslensku skipum sem skráð hafa verið á Grænlandi eru meira og minna öll kjarasamningsbundin réttindi sem sjálfsögð eru talin hjá sjómönnum á íslenskum skipum, ekki til staðar. S.s. greiðslur í lífeyrirsjóði og til stéttarfélaga til hagsmunagæslu fyrir sjómennina. Slysatryggingar ekki svipur hjá sjón og menn missa rétt á Íslandi til að nýta sér þjónustu Almannatrygginga eftir ákveðinn tíma. Allir íslenskir sjómenn sem ráðnir eru hjá „grænlenskri útgerð“ geta ekki leitað til stéttarfélaga til að gæta hagsmuna sinna, heldur eru komnir upp á náð og miskunn útgerðarinnar með þau mál sem þeim þykir miður fara.

Við blasir að með niðurfellingu stimpilgjaldsins eru allar líkur að útflagganir íslenskra fiskskipa muni stóraukast og ómældur fjöldi sjómanna missa atvinnuna með neikvæðum afleiðingum fyrir þjóðfélagið, sjómennina og fjölskyldur þeirra. Skatt- og útsvarstekjur ríkis og sveitarfélaga dragst saman samfara auknu atvinnuleysi sjómanna.

Sá eini sem á sama tíma hagnast á lagabreytingunni er útgerðaraðilinn, en sá hagnaður er að mati okkar fortakslaust allt of dýru verði keyptur og meiri hagsmunum fórnað fyrir minni.

Á samráðsgáttinni má nú sjá mat á áhrifum lagasetningar sbr. samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 10. mars 2017. Sú lesning er að mati okkar bæði ófagleg og yfirborðskennd. Þar er í niðurlagi álitsgerðar sem er upp á 2 ½ bls. samandregin niðurstaða mats með vísun í fylgiskjöl tíunduð á eftirfarandi hátt:

„Gert er ráð fyrir því að lagabreytingar frumvarpsins um afnám stimpilgjalda af skjölum er varða eignayfirfærslu skipa hafi óveruleg áhrif á afkomu ríkissjóðs verði frumvarpið óbreytt að lögum. Hinsvegar ættu þær breytingar sem stefnt er að með frumvarpinu að hafa jákvæð áhrif á hagsmunaaðila.“

Einnig má vekja athygli á að á bls. 3 er lagt mat á hvort frumvarpið hafi áhrif á tiltekna þjóðfélagshópa s.s. aldurshópa, tekjuhópa,mismunandi fjölskyldugerðir. Höfundar matsins afgreiða það álitamál einfaldlega með þremur orðum þ.e.a.s. „Á ekki við!“ Hvergi er minnst með einu orði á íslenska sjómannastétt og hvað þeirra bíður verði frumvarpið að lögum.

Forverar núverandi þjóðkjörinna fulltrúa hafa klárlega með lögfestingu núverandi fyrirkomulags, metið forsendur fyrir álagningu stimpilgjalda á skip út frá mun rökréttari hagsmunum en þeir þingmenn sem lagt hafa nafn sitt við það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi. Vaxandi floti öflugra fiskiskipa undir erlendum fána eru í eigu Íslendinga. Bregðist eigendur þess flota við með þeim hætti sem boðið upp á með nýrri lagasetningu má gera ráð fyrir verulegum og afgerandi neikvæðum afleiðingum á stöðu íslenskra sjómanna á fiskiskipum.

Félag skipstjórnarmanna og Sjómannasamband Íslands skorar á þingheim að hafna framkomnu frumvarpi um breytingar á lögum um stimpilgjald nr. 138/2013 og standa þar með vörð um hag íslenskra sjómanna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Hildur Sólveig Sigurðardóttir - 13.10.2019

Góðan daginn, fyrir hönd bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum sendi ég meðfylgjandi umsögn um frumvarpið.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Samtök ferðaþjónustunnar - 14.10.2019

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka verslunar og þjónustu um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stimpilgjald, nr. 138/2013, (afnám stimpilgjaldskyldu á skjölum vegna eignayfirfærslu skipa)

Ég væri þakklátur fyrir staðfestingu á móttöku.

Með góðum kveðjum

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Samtök iðnaðarins - 14.10.2019

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins um mál nr. 248/2019.

Virðingarfyllst,

Björg Ásta Þórðardóttir,

lögfræðingur SI

Viðhengi