Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 7.–14.10.2019

2

Í vinnslu

  • 15.–22.10.2019

3

Samráði lokið

  • 23.10.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-248/2019

Birt: 7.10.2019

Fjöldi umsagna: 5

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stimpilgjald, nr. 138/2013, (afnám stimpilgjaldskyldu á skjölum vegna eignayfirfærslu skipa)

Niðurstöður

Alls bárust fimm umsagnir. Umsagnirnar voru almenns eðlis og tóku þær allar nema ein undir frumvarpið með jákvæðum hætti ásamt því að hvetja til framgangs þess. Umsagnirnar gáfu ekki tilefni til sérstakra viðbragða af hálfu ráðuneytisins.

Málsefni

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um stimpilgjald, nr. 138/2013, sem fela í sér afnám stimpilgjalds af skjölum er varða eignayfirfærslu skipa.

Nánari upplýsingar

Í frumvarpinu er lagt til að felld verði brott ákvæði úr lögum um stimpilgjald, nr. 138/2013, er varða skyldu til að greiða stimpilgjald af skjölum er varða eignayfirfærslu skipa en samkvæmt lögunum nær gjaldskyldan eingöngu yfir skip sem eru yfir 5 brúttótonn.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Engin skráður umsjónaraðili.