Samráð fyrirhugað 08.10.2019—18.10.2019
Til umsagnar 08.10.2019—18.10.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 18.10.2019
Niðurstöður birtar

Drög að frumvörpum til laga vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd.

Mál nr. 249/2019 Birt: 08.10.2019
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (08.10.2019–18.10.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Með frumvörpunum er lagt til að innleiða reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/2394 frá 12. desember 2017 um samvinnu milli landsyfirvalda sem bera ábyrgð á að framfylgja lögum um neytendavernd og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 2006/2004.

Með frumvörpunum er í fyrsta lagi lagt til að innleiða reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2017/2394 frá 12. desember 2017 um samvinnu milli landsyfirvalda sem bera ábyrgð á að framfylgja lögum um neytendavernd og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 2006/2004 með tilvísunaraðferð. Í því felst að reglugerðinni er veitt lagagildi með því að vísa til efnis hennar í EES-viðbæti Stjórnartíðinda Evrópusambandsins með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar.

Í öðru lagi er lagt til að innleiða 9. og 10. gr. reglugerðarinnar með breytingum á valdheimildum hérlendra stjórnvalda á sviði neytendaverndar. Breytingunum er ætlað að tryggja að þau stjórnvöld sem fara með framkvæmd þeirra laga sem reglugerðin nær til hafi þær valdheimildir sem kveðið er á um í reglugerðinni.

Í þriðja lagi eru breytingar lagðar til á eftirliti Neytendastofu með lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu nr. 57/2005. Samkvæmt reglugerðinni þurfa stjórnvöld að hafa yfir að ráða sáttaúrræði. Í frumvarpinu er því lagt til að lögfesta meginreglu um sáttaumleitan að norrænni fyrirmynd í eftirliti Neytendastofu. Lögfesting meginreglunnar krefst nokkurra breytinga á lögunum.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Neytendasamtökin - 18.10.2019

Meðfylgjandi er umsögn Neytendasamtakanna

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök atvinnulífsins - 18.10.2019

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um málið.

Virðingarfyllst,

Heiðrún Björk Gísladóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Hagsmunasamtök heimilanna - 18.10.2019

Sjá viðhengi.

Viðhengi