Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.–25.10.2019

2

Í vinnslu

  • 26.–28.10.2019

3

Samráði lokið

  • 29.10.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-251/2019

Birt: 11.10.2019

Fjöldi umsagna: 1

Áform um lagasetningu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Frumvarp, lög um meðhöndlun úrgangs (EES-reglur)

Niðurstöður

Ein umsögn barst og verður hún höfð til hliðsjónar við vinnslu frumvarps til breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs.

Málsefni

Með frumvarpinu er ætlunin að innleiða tvær tilskipanir ESB þar sem settar eru fram nýjar og endurskoðaðar reglur um úrgangsstjórnun og gera breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs til að samræma lögin efnisákvæðum tilskipananna.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu er ætlunin að innleiða tilskipun (ESB) 2018/850, um breytingu á tilskipun 1999/31/EB um urðun úrgangs og tilskipun (ESB) 2018/851, um breytingu á tilskipun 2008/98/EB um úrgang, því í þeim eru settar fram nýjar og endurskoðaðar reglur um úrgangsstjórnun. Breytingarnar fela í sér innleiðingu á hringrásarhagkerfinu og er sérstök áhersla lögð á úrgangsforvarnir, framlengda framleiðendaábyrgð, heimilisúrgang, matarúrgang og að draga úr urðun úrgangs, einkum úrgangs sem hentar til endurvinnslu eða annarrar endurnýtingar.

Í ljósi framangreinds verða lagðar til breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs. Þær munu fela í sér tillögu að breyttu markmiðsákvæði laganna svo þau innifeli það markmið að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis. Þá verður lagt til að við stefnumörkun í málaflokknum verði skylt að nota efnahagsleg stjórntæki og aðrar ráðstafanir til að hvetja til þeirrar forgangsröðunar við meðhöndlun úrgangs sem kveðið er á um í lögunum. Einnig að almenna reglan um sérstaka söfnun verði gerð skýrari sem og að sérstök söfnun skuli fara fram á textílúrgangi, spilliefnum frá heimilum og lífrænum úrgangi. Jafnframt að skylt verði að flokka úrgang við niðurrif bygginga og aðra byggingarstarfsemi. Að auki verður lagt til að bannað verði að urða endurnýtanlegan úrgang og að sú skylda verði lögð á handhafa spilliefna, seljendur og miðlara að þeir skrái upplýsingar um spilliefni o.fl. í rafrænt skráningarkerfi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Maríanna Said

uar@uar.is