Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.–25.10.2019

2

Í vinnslu

  • 26.–28.10.2019

3

Samráði lokið

  • 29.10.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-252/2019

Birt: 11.10.2019

Fjöldi umsagna: 1

Áform um lagasetningu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Frumvarp, lög um úrvinnslugjald (EES-reglur)

Niðurstöður

Ein umsögn barst og verður hún höfð til hliðsjónar við vinnslu frumvarps til breytinga á lögum um úrvinnslugjald.

Málsefni

Fyrirhugað er að leggja til breytingar á lögum um úrvinnslugjald í samræmi við þær kröfur sem kveðið er á um í tilskipun (ESB) 2018/851, um breytingu á tilskipun 2008/98/EB, um úrgang til kerfa sem byggja á framlengdri framleiðendaábyrgð.

Nánari upplýsingar

Gengið er út frá því að í lögunum verði kveðið á um þær almennu lágmarkskröfur sem tilskipun (ESB) 2018/851 gerir til kerfa sem byggja á framlengdri framleiðendaábyrgð.

Kröfurnar snúa m.a að því að skilgreina réttindi og skyldur allra þeirra sem að kerfinu koma, að setja kerfinu megindleg markmið um meðhöndlun úrgangs sem þau þurfa að ná, að tryggja upplýsingasöfnun um þá vöruflokka sem eru í kerfinu, að tryggja jafnræði framleiðenda óháð staðsetningu eða stærð og að tryggja að úrgangshafar skili viðkomandi úrgangi inn í kerfið, s.s. með fræðslu, hagrænum hvötum eða reglusetningu. Að tryggja að kerfið sinni öllum en ekki einungis þeim landssvæðum eða þeim úrgangi sem gefa mestar tekjur, að tryggja fjárhagslega burði kerfisins og að framleiðendur í kerfinu greiði sannanlega fyrir söfnun, flutning og meðhöndlun sinna vara þegar þær eru orðnar að úrgangi. Að tryggja að framleiðendur greiði ekki kostnað umfram raunkostnað við meðhöndlun, að tryggja gagnsæi kerfisins, að tryggja fullnægjandi eftirlit og eftirfylgni með kerfinu og að tryggja reglubundið samtal á milli þeirra aðila sem hafa snertifleti við kerfið.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Maríanna Said

uar@uar.is