Samráð fyrirhugað 11.10.2019—31.10.2019
Til umsagnar 11.10.2019—31.10.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 31.10.2019
Niðurstöður birtar 05.12.2019

7.-8. verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu

Mál nr. 253/2019 Birt: 11.10.2019 Síðast uppfært: 05.12.2019
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Niðurstöður samráðs hafa verið birtar í lokaskýrslu þverpólitískrar nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Nánari upplýsingar má finna í niðurstöðuskjali og á heimasíðu nefndarinnar á vef Stjórnarráðsins.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 11.10.2019–31.10.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 05.12.2019.

Málsefni

Óskað er eftir umsögnum um eftirfarandi textadrög þverpólitískrar nefndar sem vinnur að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands: Áherslur nefndar í lagafrumvarp um hálendisþjóðgarð og umfjöllun nefndar um fjármögnun hálendisþjóðgarðs.

Þverpólitísk nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu var skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra í apríl 2018 í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Nefndinni er m.a. ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landsvæða innan hans í verndarflokka. Þá er henni ætlað að fjalla um hugsanlegar aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar, svæðisskiptingu og rekstrarsvæði og greina tækifæri með stofnun þjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf. Jafnframt er henni ætlað að gera tillögur að helstu áherslum í stjórnunar- og verndaráætlunum og atvinnustefnu fyrir þjóðgarðinn og leggja fram drög að lagafrumvarpi um hann, þar sem m.a. er tekin afstaða til stjórnskipulags þjóðgarðsins. Loks skal nefndin setja fram áætlun um fjármögnun fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.

Verklag nefndar er þannig að hún vinnur textadrög/tillögur fyrir hvern verkþátt, verkþættir verða svo settir í samráðsgáttina þar sem óskað verður eftir athugasemdum. Athugasemdir sem berast verða teknar til skoðunar hjá nefnd og verkþáttur/þættir í kjölfarið kláraðir. Þegar allir verkþættir hafa farið í gegnum sama ferli verða þeir settir saman í heildarskýrslu sem ráðgert er að skila til umhverfis- og auðlindaráðherra í nóvember 2019.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Jón Sigurgeirsson - 16.10.2019

Orðalag laga um Vatnajökulsþjóðgarð og þessara tilagna bendir til að fram eigi að fara mikil uppbygging svo almenningur fái notið hálendisins. Það er í hróplegu ósamræmi við stjórn á núverandi hálendisþjóðgarði (Vatnajökulsþjóðgarði.) sem er undir yfirstjórn þess ráðherra sem setur þetta fram.

Mér finnst það vægast sagt óheiðarlegt af honum að reyna þannig að slá ryki í augu þeirra sem fjalla um þetta mál.

Tökum dæmi: Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs státar af mikilli uppbyggingu innan garðsins. Síðan tiltekur hún hvað um er að ræða. Þá kemur í ljós að nánast er um vegasjoppur að ræða næst þjóðveginum. Nánast engin vegalagning eða þjónustuuppbygging hefur verið á hálendinu sjálfu. Eins og kemur fram í þessum drögum er tilgangur þjóðgarða að gera svæðið aðgengilegt. Það þýðir á mannamáli að laga vegi þannig að þeir séu færir venjulegum ökutækjum. Þá þarf ferðafólk að komast á klósett og neyta matar og jafnvel að gista.

Möguleikar til slíks hafa mér vitandi varla verið bættir svo neinu nemi utan alfaraleiðar á láglendi. Þá er mikið rætt um það að þjóðgarðar gefi svo mikið fé fyrir samfélagið. Auðvitað er verið að ljúga að fólki. Ef aðgengi verður ekki aukið og þjónusta bætt skeður ekkert.

Utanvegaakstur er ekki eingöngu að menn móti nýjar leiðir langt frá þeim sem fyrir eru. Megin hluti utanvegaasksturs er vegna þess að fyrri slóðar eru orðnir drullusvað og menn fara við hlið þeirra. Úr verður sífellt breiðari flög af djúpum hjólförum. Þetta er hræðilegur lýtir á landinu og er eingöngu vegna þess að þjóðgarðurinn stendur ekki við skuldbindingar sínar.

Þegar landið er gert aðgengilegt eins og tillögurnar gera ráð fyrir þá þarf að auka vörslu til muna. Friðun án vörslu er gagnslaus. Eina sem stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs dettur í hug er að loka hefðbundunum vegaslóðum. Í einu tilfellinu sem mikið hefur verið deilt á er leið lokað af því að viðkvæmt hverasvæði er í 8 km fjarlægð frá slóðanum. Auðvitað geta þeir sem geta gengið meira en þessa 16 km. fram og til baka traðkað þetta svæði niður. Það er því ekkert nema uppbygging og varsla sem getur hlíft þessu svæði -nákvæmlega eins og lögin gera ráð fyrir – aðgengi og verndun.

Þá er reynslan af Vatnajökulsþjóðgarði að sögn heimamanna í þeim hreppum sem misst hafa skipulagsvaldið yfir svæðinu slæm. Lögin gerðu ráð fyrir samráði við sveitarstjórnir í gengum svæðisráð. Þar sem þau eru aðaðllega ráðgefandi hefur stjórnin náð að hunsa þau algjörlega að þeirra sögn.

Orðalag tillagnanna samkvæmt reynslu er aðeins til að blekkja. Reynslan er önnur. Menn sveigja lögin að eigin öfgum og þörfum. Meðan ekki er hægt fara að lögum varðandi núverandi þjóðgarð ættu menn ekki að samþykkja frekari stækkun hans fyrr en nákvæm útlistun kemur fram um hvernig menn ætla að skipuleggja svæðið svo það opnist raunverulega almenningi og jafnframt að vernda viðkvæm svæði.

Afrita slóð á umsögn

#2 Guðmundur Hörður Guðmundsson - 17.10.2019

Útdráttur: Í markmiðskafla vantar að nefna vernd víðerna og endurheimt náttúrusvæða. Af lestri kafla um orkunýtingu má ætla að þjóðgarðurinn muni ekki hafa í för með sér neina aukna vernd náttúrusvæða fyrir orkuöflun og að virkjanir sem Alþingi kann að setja í virkjanaflokk Rammaáætlunar megi reisa innan marka þjóðgarðsins. Umsögnin í heild sinni er í meðfylgjandi pdf-skjali.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Húnaþing vestra - 25.10.2019

Meðfylgjandi í viðhengi er umsögn byggðarráðs Húnaþings vestra sem samþykkt var á 1018. fundi byggðarráðs sem haldinn var 21. október 2019.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Landvernd, landgræðslu- og umhverisverndarsamtök Íslands - 29.10.2019

Góðan dag,

Eftirfarandi er umsögn Landverndar um síðustu textadrög nefndar um miðhálendisþjóðgarð sem einnig má sjá í viðhengi.

Stjórn Landvernd fagnar fram komnum tillögum. Starf nefndarinnar hefur nú þegar skilað mikilvægum árangri og vekur vonir um að áform ríkisstjórnarinnar um Miðhálendisþjóðgarð muni ná fram að ganga.

Stjórn Landvernd vill nota það tækifæri sem nú gefst til samráðs til að koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri:

Kafli I - Stofnun

Ríkisjarðir

Nefndin leggur til að ríkisjarðir geti fallið að hluta eða öllu leyti innan þjóðgarðsmarka, kjósi þeir aðilar sem fara með umsjón lands fyrir hönd ríkisins að leggja það til.

Landvernd telur skynsamlegra að vísa til hagsmuna þjóðgarðsins frekar en vilja þeirra aðila sem hafa umsjón með ríkisjörðum. Ef færa má rök fyrir því að land sem tilheyri ríkisjörðum sé mikilvægur hluti þjóðgarðsins svo hann nái takmarki sínu ætti þau sjónarmið að vega þyngra en viðhorf þeirra sem hafa umsjón með jörðum í eigu ríkisins.

Um markmið

Landvernd telur að vísa beri til verndunar víðerna sem eitt af markmiðum þjóðgarðsins. Víðerni hafa vaxandi náttúrverndargildi.

Vísað er til ákvæða um að auðvelda eigi almenningi aðgengi að þjóðgarðinum eftir því sem unnt er án þess að náttúra hans spillist. Hér þarf að horfa til þess að núverandi notendahópur hálendisins lítur á erfitt aðgengi sem hluta af aðdráttarafli miðhálendisins. Til að mynda vaknar sú spurning hvort þetta þýði að ráðast eigi í miklar vegabætur innan þjóðgarðsins. Í því sambandi vísar Landvernd á greingerð sem tekin var saman af vinnuhópi samtakanna um hálendisvegi fyrir fáeinum árum, sem hér fylgir.

Kafli II - stjórnskipulag

Landvernd leggur áherslu á að gerðar séu kröfur um hæfi og þekkingu þeirra sem sitja í svæðisráðum.

Landvernd telur að gæta verði jafnræðis í skipan stjórnar þjóðgarðsins og vara við því að meirihluti stjórnarmanna komi frá þeim sveitarfélögum sem hafa sveitarfélagsmörk upp á miðhálendið. Um er að ræða þjóðgarð, sem vísar til þjóðarinnar í heild, og því þarf að skipa stjórn í samræmi við það. Einnig þarf að gæta hæfis og fagþekkingar þeirra sem skipaðir verða í stjórn og tryggja að vernd náttúru- og menningarminja sé í forgrunni en ekki nýting og verður samsetning stjórna og ráða þjóðgarðsins að endurspegla þetta. Af þeim sökum er ekki skynsamlegt að binda skipan við kjörna sveitarstjórnarmenn. Í þessu sambandi er rétt að minna á að sveitarstjórnir hafa skipulagsvaldið og geta því haft mikið að segja um þróun mála þó þeir myndi ekki meirihluta stjórnar. Stjórn Landverndar vill ítreka það sem hún benti á í síðustu umsögn sinni um miðhálendisþjóðgar dags. 30. júní:

„Stjórn Landverndar telur að rétt sé að setja kröfur á þá fulltrúa sem sitja í nefndum og ráðum þjóðgarðsins um fagþekkingu og að þeir hafi ekki persónulegra hagsmuna að gæta af því hvernig þjóðarðinum er stýrt til dæmis þegar kemur að nýtingu í atvinnuskyni eða eignarhaldi á landi í grennd þjóðgarðarins. Þá er rétt að benda á að sveitarfélög hafa i mörgum tilfellum á að skipa fagfólki í skipulags-, náttúruverndar- og nýtingarmálum sem gætu tekið sæti í nefndum/ráðum/stjórnum þjóðgarðsins og hafa þá fagþekkingu og skyldu til þess að gæta hlutleysis .“

Kafli III - Starfsemi

Landvernd telur mjög óskynsamlegt að virkjanir verði innan marka þjóðgarðsins og minnir á flokka IUCN þar sem ekki er gert ráð fyrir iðnaðarsvæðum innan marka þjóðgarða. Landvernd telur að þetta geti gengisfellt hugtakið „þjóðgarður“. Stjórn Landvernd leggur því til að þessi svæði verði skilgreind sérstaklega sem jaðarsvæði þjóðgarðsins þar sem gæta beri mikillar varfærni í starfsemi svo hún hafi ekki neikvæð áhrif á þjóðgarðinn og sérstaklega víðerni.

Stjórn Landverndar telur að þó samtal við aðarar áætlanir stjórnvalda sé vissulega mikilvægt að þá verði verndun víðerna og náttúru- og menningarminja innan þjóðgarðs ekki minnkuð vegna fyrri áætlana um til dæmis orkunýtingu. Við stofnun þjóðgarðs verður að vera ljóst að uppbygging frekari orkuvinnslu innan þjóðgarðs er andstæð markmiðum þjóðgarðarins og furðar stjórn Landverndar sig á tillögum nefndarinnar sem segja annað.

Landvernd varar við því að staðsetning á þjóðgarðsmiðstöðum fyrir hvert og eitt svæði verði í höndum svæðisráðs. Skynsamlegra er að um þetta gildi skipulag fyrir þjóðgarðinn sem heild og að svæðisráð vinni með frekar útfærslu.

Landvernd tekur undir að strax í upphafi verði komið á samstarfi við aðila sem nú starfa innan þjóðgarðsins gegnum samstarfssamninga.

Rekstrarsvæði

Stjórn Landverndar telur heppilegt að láta náttúrufar og aðgengi ráða skiptingu þjóðgarðsins í rekstrarsvæði fremur en mörk sveitarfélaga.

Arnarvatnsheiði er mikilvægt útivistarsvæði, m.a. fyrir stóran hóp silungsveiðimanna, og tilheyrir bæði Borgarbyggð og Húnaþingi vestra. Eðlilegt væri að hafa svo mikilvægt svæði undir einu svæðisráði þannig að einfaldara væri að reka það sem eina heild.

Hálendið norðan Vatnajökuls nær frá Skjálfandafljóti að Hálslóni. Tillaga nefndarinnar gerir ráð fyrir að það muni skiptast á milli tveggja rekstrarsvæða og alls sex sveitarfélaga. Þetta er óheppilegt svo ekki sé sterkara til orða tekið.

Eitt mikilvægasta og vinsælasta svæði miðhálendisins er Fjallabak. Tillaga nefndarinnar gerir ráð fyrir að kljúfa það í tvö rekstrarsvæði. Heppilegra væri að hafa það sem eitt rekstrarsvæði.

Fjármögnun

Landvernd minnir á að rannsóknir sýna að fjárfesting í þjóðgörðum og vernduðum svæðum skili miklum fjárhagslegum ávinningi til samfélagsins, ekki síst nærsamfélagsins .

Landvernd tekur undir að núverandi fjármögnun mun ekki nægja til að takast á við verkefnið Miðhálendisþjóðgarður með viðunandi hætti. Mikilvægt er að þjóðgarðurinn frá góðan heimamund í upphafi til að fjármagna uppbygginu innviða. Við uppbyggingu innviða verður þó að taka mið af því takmörkuð þjónusta er hluti af aðdráttarafli Miðhálendisþjóðgarðs.

Landvernd tekur undir það sjónarmið að virða beri almannaréttinn og að því skuli ekki greiddur aðgangseyri. Landvernd styður að taka megi gjöld fyrir tilgreinda þjónustu og leyfa til starfsemi innan þjóðgarðsins þar sem því verður komið við.

Við úrbætur á vegum þarf að marka heildstæða stefnu fyrir hálendið. Landvernd hefur tekið saman meðfylgjandi skjal um stefnumörkun vegna hálendisvega sem vonandi gæti komið að gangi í því sambandi.

Virðingarfyllst,

f.h. stjórnar Landverndar,

Tryggvi Felixson, formaður

Kveðja

Auður Önnu Magnúsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Erla Björgvinsdóttir - 29.10.2019

Hjálagt er umsögn Landsvirkjunar og fylgiskjöl.

Viðhengi Viðhengi Viðhengi Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Bláskógabyggð - 30.10.2019

Umsögn Bláskógabyggðar fylgir í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Trausti Baldursson - 30.10.2019

Umsögn er í fylgiskjali auk fylgiskjals við hana.

Kv. Trausti Baldursson

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Arngrímur Hermannsson - 31.10.2019

Ekki verðu hjá því komsti að skoða hvað hefur verið gert þegar talað er um að stofna þjóðgarð, í ljósi þeirra þjóðgarðar sem hafa verið stofnaðir. Er búin að hafa atvinnu af því að fara með ferðamenn um hálendi Íslands í yfir 35 ár og þar á undan ferðast um það fá því ég var unglingur í yfir 45 ár. Í byrjun eingöngu gangandi eða á gönguskíðum, þá með björgunarsveitum og við Jöklarannsóknir. Að mínu vita þá hefur allt viðhorf íslendinga til hálendisins verið til fyrirmyndar og umgengi líka. Það er dapurt að fylgjast með því að færri og færri íslendingar eru á ferðinni um hálendið en sem áður var, hvot sem um sumar eða vetur er að ræða. Allt tal um þjóðgarð og þær ósýnilegu reglur fælir íslendinga frá að skoða um og yfir 80% af landinu sínu. Þetta tal um að afleggja vélknúin ökutæki til þess að göngu menn fái að njóta er algerlega á miskilingi byggð. Ökutækin eru grundvöllurinn fyrri því að göngumenn komist til og frá og um hálendið. Núna í sumar sá maður eiginlega eingöngu þjóðgarðverið eða björgunarsveitar menn á ferðinni. Hvað kostar þetta?. Nú í haust fyrir viku síðan fórum við 900 km um hálendið í 40 skiptið. Sáum ekki nokkurn mann á ferðinni. Hvað er vandamálið. Eru það ferðamennirnir eða erum menn að hugsa um virkjari á hálendinu. Við sem förum regluleg til að viðhalda skálum jöklarannsóknarfélagsinss á jöklum landsins, erum bara ekki að fatta það t.d. þegar er verið að tala um að það verð að skrá sig inn í þjóðgarðinn, svo menn viti hverjir eru þar.. Við sem ferðumst eftir veðri og vindum vitum ekki hver er næsti næturstaður og slíkt væri verulega íþyngjandi með mjög stuttum fyrirvara. Þá er líka eðlilegt í ljósi reynslunar að GPS leiðir og kort séu gefin út sérstaklega fyrir erlenda ferðamenn. En að við íslendingar höfum annað leiðarval. Hverngi svo sem menn útfæra það. Við eigum að hvetja alla íslendinga til að njóta hálendisins og jökla íslands og ekki síst að koma ungafólkinu á bragðir. Við eigum ekki að læsa því engum til gangs. Það er bara kostnaður, engum til gagns. Tók t.d. að þjóðgarðsverðir eru byrjaðir að loka slóðum sem við höfum farið um áratuga skeið. Upp á sitt einsdæmi. Hef skiling á að sumir slóðar eru ekki fyrir alla. En íslendingar eru eiga að fá að njóta. Hér þarf að finna upp leið sem skilgreinir þennan mismun, án þess að menn fatti það. Broskall :) Flottar leiðir eins og Vonarskarðið er dæmi um rugl lokanir og t.d stóð til að loka Virkisleiðinn um Ódáðahraun. Þá er Nyrsti hlut Bárðargötu í Vonarskarði á vaði yfir Köldukvísl innan lokunar sem sýnir vitleysur sem eru gerðar. Þjóðgarður er ekki neitt töfra orð og leysir ekki einhvern vanda sem er ekki til. Reynslan af þjóðgarði t.d. þá má ekki tjalda nema á tjaldsvæði, sem er all ekki fyrir alla. Þetta er mjög íþyngjandi og er óþarfi gagnvart íslenskum ferðamönnum. Þá komum við aftur að því hvað er vandamálið? Jú er það erlendu ferðamennirir, já eitthvað smá. Eða er þetta til að vermda hálendið gagnvart ferkari virkjunum sem hefur í raun verið aðal valdurinn af breytingum á hálendinu, ekki ferða menn. Þá eiga menn að tala skýrt og skýra hlutinna réttum nöfnum. Þjóðgarður eða friðun er ekki tímabær. Þessi langloka um að það sé lokað á ökutæki til að gangandi geti farið um hálendið í friðið er ekkert annað en dulnefnið á þvi að nú sé verið að stíga það skref að takmarka ferðir um hálendið við göngufólk, Þýðir einfaldlega að það sér búið að loka því. Köllum þetta réttum nöfnum. ""Lokum hálendinu" "Allar ferðir bannaðar á hálendinum" Nema með "sérstökum undanþágum" Arngrímur Hermannsson Ferðaskrifstofan Explorer ehf. áður ITG Into the Glacier. áður ICE 8x8 áður stjórarformaður Íslenskar ævintýraferðir sem saman stóða af. Langjökli efh, Vantajökli efh, Mýrdalsjökli ehf, Skálpanes efh, River rafting Drumboddstaðr og nokkrum öðrum. Takk fyrir að fá að segja mitt álit. Vegni þessu máli sem best.

Afrita slóð á umsögn

#9 Jón Guðmundur Guðmundsson - 31.10.2019

Stjórnskipulag með svæðisráðum virðist í alla staði handónýtt í Vatnajökulsþjóðgarði og setur allar ákvarðanir og tillögurétt í hendur á fámennum sveitarfélögum. Slíkt fyrirkomulag má ekki vera í miðhálendisþjóðgarði.

Þetta á að vera ÞJÓÐ-garður en er í raun smákóngagarður. ("Að meirihluti stjórnarmanna séu fulltrúar sveitarfélaga sem hafa sveitarfélagamörk upp á miðhálendið.")

Annað stingur í augu; "Að sjálfbær* xxxx verði rétthöfum áfram heimil"

*Skilgreining á sjálfbær: *Varðandi sjálfbærnimat þessara nytja verði miðað við gildandi löggjöf á viðkomandi sviði.

Þau lagafrumvörp sem fjalla m.a. um sjálfbærni í lögum um afréttarmál hafa sýnt sig að virka ENGAN VEGIN.

Það er allt of loðið hvernig á að tryggja fjármagn í þetta.

Það er lögð áhersla á sértekjur, en skilgreiningin á HVERNIG sértekjur það eru er allt of opið.

Það er talað um "gjaldtöku fyrir veitta þjónustu," en hvaða þjónusta er það?

Afrita slóð á umsögn

#10 Landgræðslan - 31.10.2019

Hjálögð er umsögn Landgræðslunnar.

Kv.

Birkir Snær Fannarsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Jóhann Björgvinsson - 31.10.2019

Ég sé ekki tilgang með að stofna enn annan fjársveltann þjóðgarð. Reynsla frá störfum Vatnajökulsþjóðgarðs er ekki góð og ekki nokkur ástæða til að ætla að nýr þjóðgarður verði betri. Stofnun Miðhálendisþjóðgarðs mun einnig koma algerlega í veg fyrir alla uppgræðslu á þeim gríðarmiklu auðnum sem eru á hálendinu. Með sog í hjarta Jóhann Björgvinsson

Afrita slóð á umsögn

#12 Andri Freyr Sigurðsson - 31.10.2019

Ef af stofnun Miðhálendisþjóðgarðs verður, verður að forðast þau stjórnsýslulegu mistök sem urðu við Vatnajökulsþjóðgarðs.

Aðgengi almennings, hvernig sem þeir ferðast, akandi, hjólandi ríðandi eða gangandi verður að vera virt til jafns en leiðum ekki lokað til upphefjunar á einum ferðamáta. Lokun vegslóða verður að vera tekin í formlegu ferli og með umsögn frá almenningi. Efnislegur rökstuðningur verður að fylgja með hverri ákvörðun ef það á að takmarka aðgengi fólks.

Sátt verður að vera um garðinn, ekki bara þeirra sem fara aldrei um hann.

Afrita slóð á umsögn

#13 Húnavatnshreppur - 31.10.2019

Meðfylgjandi eru athugasemdir Húnavatnshrepps

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Páll Gíslason - 31.10.2019

hjálagt er umsögn leikmanns og áhugamanns um málefnið

kv

páll g

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Verkfræðingafélag Íslands - 31.10.2019

Meðfylgjandi er umsögn Verkfræðingafélags Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Sveitarfélagið Skagafjörður - 31.10.2019

Umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 886. fundi byggðarráðs 31. október 2019

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill árétta fyrri athugasemd þess um málið hvað varðar það að aðeins er óskað eftir umsögnum um þætti sem lúta að skipulagi og mörkum þjóðgarðs á miðhálendinu en ekki um kosti og galla þess yfir höfuð að stofna þjóðgarðinn. Má í því sambandi geta þess að á miðhálendinu er fjöldi svæða sem eru friðlýst. Velta má fyrir sér hvort ríkið ætti að sinna friðlýstum svæðum betur en nú er gert hvað varðar fjárhagslegan og faglegan grundvöll þeirra áður en ráðist er í stofnun nýs þjóðgarðs á miðhálendinu. Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum. Með öðrum orðum er verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna. Má í tengslum við það nefna að stærstur hluti þess svæðis sem tillagan gerir ráð fyrir að þjóðgarður nái til er afréttareign í þjóðlendu. Í því felast m.a. mikilvægir hagsmunir fyrir atvinnustarfsemi í Sveitarfélaginu Skagafirði og getur kallað á ýmis konar breytingar varðandi umferð, girðingar, nýtingu afréttareignar innan þjóðgarðs og aðra þætti sem tengist valdheimildum sveitarfélagsins. Tillaga um afmörkun þjóðgarðsins tekur ekki mið af aðalskipulagi sveitarfélaga. Þá er ekki fjallað um hvert skuli vera gildi aðalskipulaga varðandi afmörkun svæðisins. Kort með tillögum að afmörkun þjóðgarðssvæðisins eru ekki nægjanlega skýr svo hægt sé að bera saman tillöguna við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar með nákvæmum hætti. Byggðarráð varpar fram þeirri tillögu til að sætta sjónarmið að hin svokölluðu svæðisráð yrðu aðeins ráðgefandi hvað varðar þætti sem lúta að skipulagsmálum en skipulagsvaldið yrði áfram hjá sveitarfélögunum í landinu. Mörk þjóðgarðs virðast fyrst og fremst eiga að ráðast af eignarhaldi eða ráðstöfunarrétti ríkisins á landi, þ.e. þjóðlendum, en ekki sjálfstæðu mati á þörf fyrir friðun einstakra landsvæða á faglegum forsendum þar sem tekið er ríkt tillit til fjölmargra hagaðila sem þyrftu að koma að málinu. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir verulega fyrirvara við að afmörkun miðhálendisþjóðgarðs verði innan sveitarfélagsins að svo stöddu og miðað við þær forsendur sem byggt er á í fyrirliggjandi tillögu. Allar tillögur í þeim efnum þurfa að byggjast á hagsmunum og aðkomu heimaaðila á hverju svæði fyrir sig. Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar áréttar jafnframt fyrri kröfu sína um að teknar verði saman upplýsingar um stöðu annarra þjóðgarða, rekstrargrundvöll þeirra og hvernig mat heimamanna á hverjum stað fyrir sig er á að til hafi tekist, áður en lengra er haldið áfram með undirbúning þjóðgarðs á miðhálendinu. Álfhildur Leifsdóttir Vg og óháð áréttar eftirfarandi: Miðhálendisþjóðgarður sem er í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar stuðlar að náttúrvernd á einstöku svæði sem geymir fágætan gróður og sérstæðar jarðmyndanir. Hann yrði sá stærsti í Evrópu með tilheyrandi aðdráttarafli. Rannsókn sem gerð hefur verið á 12 svæðum hérlendis sýnir að beinn efnahagslegur ávinningur er ótvíræður af friðlýstum svæðum. Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila að meðaltali 23 krónur sér til baka. Þjóðgarðurinn skapar störf bæði í þjónustu og landvörslu sem mikilvægt er tryggja að verði í heimabyggð. Leggja þarf áherslu á að unnið verði náið með heimamönnum í öllu ferlinu og hagsmuna heimafólks og sérstaklega bænda gætt í hvívetna.

Afrita slóð á umsögn

#17 Landsnet hf. - 31.10.2019

Meðfylgjandi er umsögn Landsnets vegna máls nr. 253/2019

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Samtök ferðaþjónustunnar - 31.10.2019

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.

Ég væri þakklátur fyrir staðfestingu á móttöku.

Með góðum kveðjum

F.h. SAF

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#19 Þórólfur Jónsson - 31.10.2019

Umsögn Reykjavíkurborgar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#20 Borgarbyggð - 31.10.2019

Umsögn byggðarráðs Borgarbyggðar um áherslur nefndar til undirbúnings lagafrumvarps um hálendisþjóðgarð og umfjöllun nefndar um fjármögnun hálendisþjóðgarðs.

Nefnd sem hefur starfað að undirbúningi

miðhálendisþjóðgarðs

Borgarnesi, 31. október 2019

1908157 GAJ

Efni: Undirbúningur miðhálendisþjóðgarðs

Byggðarráð Borgarbyggðar ræddi undirbúning að miðhálendisþjóðgarði á fundi sínum þann 31. október 2019. Eftirfarandi var bókað:

Framlagt minnisblað frá vinnufundi sveitarstjórnar þann 4. september sl. þar sem fjallað var um undirbúning að stofnun Miðhálendisþjóðgarðs.

Byggðarráð ræddi málefnið ítarlega. Það hefur ekki enn tekið afstöðu til framkominna hugmynda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Þó vill byggðarráð Borgarbyggðar leggja fram eftirfarandi áhersluatriði vegna umsagnar um verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu sem varða undirbúning að stofnun miðhálendisþjóðgarðs:

a. Stjórn fyrirhugaðs svæðisráðs fyrir þann hluta miðhálendisþjóðgarðs sem tengist Borgarbyggð verði alfarið í höndum sveitarstjórnar Borgarbyggðar.

b. Skipulagsvald þess hluta miðhálendisþjóðgarðs sem tengist Borgarbyggð verði alfarið á ábyrgð sveitarstjórnar Borgarbyggðar.

c. Tryggt verði fjármagn í að byggja upp aðgangsgáttir í Borgarbyggð sem tengjast fyrirhuguðum miðhálendisþjóðgarði, eftirlit, samgöngubætur og náttúruvernd á því svæði miðhálendisþjóðgarðs sem tengist Borgarbyggð. Náði samráð verði haft við sveitarstjórn Borgarbyggðar um forgangsröðun verkefna og ráðstöfun fjármagns.

d. Mótuð verði atvinnustefna fyrir fyrirhugaðan miðhálendisþjóðgarð.

e. Mótuð verði skýr tímaáætlun með tilheyrandi kostnaðaráætlun um fyrirhugaðar framkvæmdir á næstu 10 árum innan miðhálendisþjóðgarðs.

Virðingarfyllst,

__________________

Gunnlaugur A Júlíusson

sveitarstjóri

Afrita slóð á umsögn

#21 Árni Finnsson - 31.10.2019

Umsögn Náttúruverndarsamataka Íslands

Náttúruverndarsamtök Íslands telja brýnt að fjármögnun þjóðgarðs byggi á traustum grunni. Skoða má gjöld á flug- eða ferjumiða til landsins. Á þann hátt legði ferðaþjónustan mikið til reksturs þjóðagarðs.

Æskilegt er að kannað verði hver sé æskilegur hámarksfjökdi ferðamanna innan þjóðgarðsins.

Vakin er athygli á að umfjöllun vegabætur og samgöngur er of almenn eða óljós.

Fyrir fjármögnun þjóðgarðsins er mikilvægt að tryggja að Miðhálendisþjóðgarðurinn njóti alþjóðlegrar viðurkenningar sem byggi á flokkun IUCN.

Að tryggja að þjóðgarður á miðhálendi njóti alþjóðlegrar viðurkenningar sem byggi á flokkun IUCN.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#22 Minjastofnun Íslands - 31.10.2019

Sjá umsögn Minjastofnunar Íslands í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#23 Ungir umhverfissinnar - 31.10.2019

Ungir umhverfissinnar skila eftirfarandi umsögn eftir vinnu miðhálendisnefndar félagsins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#24 Andrés Skúlason - 31.10.2019

Frá Náttúruverndarsamtökum Austurlands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#25 Halldór Sveinsson - 31.10.2019

Reykjavik 31 oktober 2019

Ferða og útivistarfélagið Slóðavinir er félag fólks sem hefur ánægju af því að njóta náttúru Íslands með því að ferðast um hálendi sem og láglendi á mótor- og fjórhjólum.

Ferðafólk á mótor- og fjórhjólum er í hvað mestri tengingu við land og veður á ferðum sínum af þeim sem ferðast um á vélknúnum ökutækjum og er það að hluta ástæða fyrir því hversu heillandi slík ferðamennska er fyrir okkar félögum.

Það er erfitt fyrir ferðafélag að mæla með stækkun eða fjölgun þjóðgarða ef litið er til reynslunnar af skorti á samráði og tillitsemi við ferðalög á vélknúnum faratækjum hjá Vatnajökulsþjóðgarði.

Í VJÞ var leiðum lokað fyrir vélknúinni umferð sem eru og hafa verið vel sjálfbærar samanber sand og hraunleiðir umhverfis Gjáfjöll, Vikrafellsleið (sem þó búið er opna aftur eftir langa baráttu) að ónefndu Vonarskarði (hér átt við akstursleiðinni en ekki öðrum svæðum í nágrenni aksturleiðar).

Ef tilgangurinn með hálendisþjóðgarði er stækkun víðerna og skilgreining á víðernum svo þröng að hún muni síðan úthýsa vélknúinni umferð á leiðum sem löng hefð er fyrir því að ferðast eftir, er ekki hægt að styðja slíkan þjóðgarð af hálfu Slóðavina.

Það ber að nefna að okkar dásamlega ósnortna land sem við öll þurfum að passa uppá er búið að ferðast um á vélknúnum ökutækjum í áratugi og nálgast ört hundrað ár.

Taka þarf tillit til þarfa allrar þjóðarinnar við ferða um landið og gæta þess að flestir geti notið þess. Sumt fólk gengur, annað hjólar, sumir ferðast á bílum og enn aðrir á mótor- og fjórhjólum. Væntingar notenda þarf að stýra á þann hátt að skilningur sé á ólíkum ferðamátum. Ekki gera fáum ferðamátum hærra undir höfði en öðrum. Hvetja ætti til tillitsemi og skilnings á því að það velja ekki allir sömu nálgun að ferðamennsku og útivist.

Ferða og útivistarfélagið Slóðavinir eru tilbúnir til samráð og samvinnu um hugsanlegan þjóðgarð til þess að tryggja aðgengi alls íslensks ferðafólks óháð ferðamáta, hér með sérstakri áherslu á mótorhjól og fjórhjól.

Leyfa vegum og vegslóðum að vera áfram torfærum og óbrúuðum ám til að takmarka umferð á sem náttúrulegastan hátt.

Hvetja ætti til innlendrar ferðamennsku hvers kyns og þá einnig á vélknúnum léttum tækjum eins og mótor og fjórhjólum í stað ferða til útlanda með flugvélum.

Ferðalög um hálendi landsins verður ekki aðgengilegt nema fyrir fáa, nema þá með notkun vélknúinna ökutækja.

Slóðavinir vilja hafa áframhaldandi aðgang að íslenskri náttúru til að ferðast um eins og verið hefur og að hún sé lítið sem ekkert breytt með óþarfa uppbyggingu eða virkjunum og komumst við af án mikillar eða hreinlega nokkurrar þjónustu til viðbótar því sem er í dag á hálendi landsins.

F.h. Ferða og útivistarfélagsins Slóðvinir

kt:7101081290

Halldór Sveinsson

Formaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#26 Landvarðafélag Íslands - 31.10.2019

Stjórn Landvarðafélags Íslands lýsir enn og aftur yfir ánægju sinni á fyrirhugaðri stofnun Miðhálendisþjóðgarðs. En vill á sama tíma skerpa á nokkrum atriðum sem við kemur landvörslu innan þjóðgarðsins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#27 Jón Garðar Helgason - 31.10.2019

Athugasemdir Austurlandsdeildar Ferðaklúbbsins 4x4 við tillögur/áherslur þverpólitískrar nefndar í lagafrumvarp um miðhálendisþjóðgarð og umfjöllun um fjármögnun fyrir stofnun þjóðgarðs.

Austurlandsdeild 4x4 leggst gegn stofnun miðhálendisþjóðgarðs.

Vatnajökulsþjóðgarður, sem er fyrirmynd slíks þjóðgarðs, hefur ekki reynst jafnvel og vonir okkar stóðu til og þangað til betri sátt hefur náðst um rekstur og tilgang VJÞ ætti ekki að stofna til stærri einingar að þeirri fyrirmynd. Úttekt Capacent á stjórnun þjóðgarðsins er mjög gott dæmi um það hvernig stjórnunarmódelið sem lítur afskaplega vel út á blaði getur snúist í andhverfu sína og orðið smákóngaríki sem erfitt er að eiga við.

Eitt af því sem er bogið við VJÞ og á að brydda upp á núna er að eitt af upphaflegu markmiðum VJÞ var: „Auðvelda skal almenningi aðgengi að þjóðgarðinum eftir því sem unnt er án þess að náttúra hans spillist“ en þessi setning hvarf með lagabreytingu nr.101/2016. Þessa setningu er líka að finna í textanum um nýja þjóðgarðinn og okkar ótti er að hann hverfi líka.

Okkur finnst það ekki samræma jafnræðisreglu að þjóðgarðurinn fái einn að afla orku af svæðinu.

Að því sem okkur virðist þá hafa lögregluembættin gert hálendinu greiða með verulega aukinni viðveru og í raun er það raunveruleg vernd bæði gagnvart náttúru og persónum. Í raun teljum við að þjóðgarður sé hálfgert peningasvarthol þar sem mikið opinbert fé rennur til skrifstofuhalds og skýrslugerða um ekki neitt í stað þess að renna til raunverulegra verkefna eins og löggæslu um hálendi og landverndar.

Við eigum vel skrifaða náttúruverndarlöggjöf sem tekur á öllum þeim þáttum sem verið er að standa skil á í þjóðgarði og ef fjármunum er veitt í að framfylgja henni er mikill sigur unninn. Íslendingar eru náttúruverndarfólk upp til hópa og ganga vel um og það er afskaplega leiðinlegt hvernig þessi málefni hafa rekið fleig milli mismunandi ferðahópa eftir því hvernig ferðamáta þeir kjósa.

Virðingarfyllst

Austurlandsdeild Ferðaklúbbsins 4x4

Afrita slóð á umsögn

#28 Snorri Ingimarsson - 31.10.2019

Í textanum er gert ráð fyrir eftirfarandi markmiði: „Stuðla að því að almenningur geti stundað heilnæma útivist innan þjóðgarðsins í sátt við náttúru.“

Þessi orðnotkun, sem mig rekur ekki minni til að hafa séð fyrr í þessu samráðsferli, vekur upp margar spurningar. Hvað er heilnæm útivist ? Er þá til eitthvað sem kalla má óheilnæma útivist ? Hvað er útivist í sátt við náttúru ? Er þá til eitthvað sem kalla mæti útivist í ósætti við náttúru ? Hver á að skilgeina mörkin þarna á milli ?

Í upphafi talaði ég fyrir því að fara með í þetta samráð með samvinnu í huga og til að festa megi þá þætti fyrirfram sem hafa til dæmis valdið vandamálum í Vatnajökulsþjóðgarði. Þannig ættum við von um að gera góðan þjóðgarð sem allir gætu fylkt sér á bakvið. Svona óskilgreind skilyrði veikja þá von verulega.

Með þessi óljósu leiðarljós að vopni geta þeir sem telja sumar gerðir útivistar æðri öðrum beitt sér fyrir lokunum á þá ferðamáta sem þeim eru ekki þóknanlegir, óháð því hvort það tengist raunverulegu álagi á náttúrna eða raunverulegri truflun fyrir aðra ferðamáta. Þetta er einmitt það sem gerðist í Vonarskarði og hefur komið af stað langvinnri baráttu sem sér varla fyrir endann á og hefur skilið eftir sig sár sem munu skaða alla raunverulega náttúrvernd um langa framtíð ef ekki tekst að leiðrétta fljótlega þau lokunarverk þar þar voru unnin.

Ég tel því nauðsynlegt að markmiðið verði gert skýrt og orðað svona: „Stuðla að því að almenningur geti stundað útivist innan þjóðgarðsins.“

Á fyrri stigum þessa samráðs hef ég sent inn umsagnir og tekið þátt í að skrifa umsagnir félagasamtaka. Ég vísa í þær og er því ekki að endurtaka þær hér.

Ég fagna þessu samráði sem „nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu“ hefur unnið ágætlega. Þeir fulltrúar nefndarinnar sem hafa mætt á kynningarfundi og gefið sér tíma til að ræða við fundarmenn hafa staðið sig vel. Tel samráðið hafa laðað fram hreinskipta umræðu sem hefur fært ólík sjónarmið nær hvert öðru. Sakna þó þess að í upphafi voru kynningarfundir ítarlegir með mikum fyrirheitum en fyrir þetta síðasta stig samráðsins voru engir slíkir fundir haldnir, einmitt þegar hefði þurft að kjarna umræðuna betur um einstök álitamál.

Ég hefði til dæmis viljað heyra alla nefndarmennina svara í eigin persónu þeim spurningum sem ég varpa upp hér að ofan.

Með góðri kveðju

Snorri Ingimarsson

áheyrnarfulltrúi Samút í stjórn VJÞ

Afrita slóð á umsögn

#29 Ferðaklúbburinn 4x4 - 01.11.2019

Sjá umsögn í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#31 Orkustofnun - 25.11.2019

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#32 Eldvötn-samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi - 25.11.2019

Viðhengi