Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.–25.10.2019

2

Í vinnslu

  • 26.–29.10.2019

3

Samráði lokið

  • 30.10.2019

Mál nr. S-254/2019

Birt: 14.10.2019

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki og lögum um vátryggingastarfsemi

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust.

Málsefni

Um er að ræða fyrirhugaðar lagabreytingar vegna athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).

Nánari upplýsingar

Annars vegar er áformað að breyta lögum um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016, vegna innleiðingar á tilskipun 2009/138/EB, um stofnun og rekstur fyrirtækja á sviði vátrygginga og endurtrygginga og hins vegar er áformað að breyta lögum um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016 og lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 vegna búsetuskilyrða stjórnarmanna og framkvæmdastjóra á þann hátt að búsetuskilyrði laga um hlutafélög nr. 2/1995 muni gilda. Í 2. mgr. 66. gr. þeirra laga kemur fram að framkvæmdastjórar og minnst helmingur stjórnarmanna skuli vera búsettir hér á landi nema veitt sé undanþága frá því. Búsetuskilyrðið gildir þó ekki um ríkisborgara EES- og EFTA-ríkja og Færeyinga og þá sem búsettir eru á EES svæðinu

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (2)

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

postur@fjr.is