Samráð fyrirhugað 17.10.2019—11.11.2019
Til umsagnar 17.10.2019—11.11.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 11.11.2019
Niðurstöður birtar 14.11.2019

Tillaga um fullgildingu samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 190, um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni

Mál nr. 256/2019 Birt: 17.10.2019 Síðast uppfært: 14.11.2019
  • Félagsmálaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Vinnumarkaður og atvinnuleysi

Niðurstöður birtar

Niðurstaða máls er í stuttu máli sú að 5 umsagnir bárust samanlagt um fullgildingu samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 190, um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni, 4 í gegnum samráðsgátt og 1 beint til ráðuneytisins. Gerð er grein fyrir viðbrögðum við umsögnum í niðurstöðuskjali.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 17.10.2019–11.11.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 14.11.2019.

Málsefni

Leitað er umsagnar um fullgildingu íslenskra stjórnvalda á samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 190, um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni, sem afgreidd var á 108. Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf í júní 2019.

Leitað er umsagnar um fullgildingu íslenskra stjórnvalda á samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 190, um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni, sem afgreidd var á 108. Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf í júní 2019.

Samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 190, um áreitni og ofbeldi, felur í sér viðurkenningu á því að ofbeldi og áreitni á vinnustöðum og í heimi vinnunnar getur falið í sér mannréttindabrot eða misnotkun. Það sé ógn við jafnrétti og óviðunandi og ósamrýmanlegt mannsæmandi vinnu. Í samþykktinni felst einnig áhersla á mikilvægi þess að vinnumenning byggist á gagnkvæmri virðingu og mannlegri reisn. Samþykktinni er ætlað að vernda launafólk og aðra einstaklinga á vinnumarkaði. Fullgilding hennar felur í sér skuldbindingu aðildarríkis að gripa til forvarna og aðgerða gegn áreitni og ofbeldi. Þetta skal gera í samræmi við landslög og aðstæður í hverju ríki og í samráði við heildarsamtök launafólks og atvinnurekendur. Í samþykktinni er talið upp með hvaða hætti þetta skuli gera. Aðildarríki skal enn fremur setja lög, reglugerðir um efni samþykktarinnar og móta stefnu sem tryggir jafnrétti og jafna meðferð í starfi. Aðildarríki skal einnig gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir ofbeldi og áreitni á vinnustöðum.

Með fullgildingu undirgengst aðildarríki samþykktarinnar að haft sé alþjóðlegt eftirlit með framkvæmd hennar. Það felst í reglubundinni skýrslugjöf til Alþjóðavinnumálastofnunarinnar.

Alþjóðavinnumálaþingi afgreiddi tilmæli nr. 206, um ofbeldi og áreitni. Í þeim felast nánari ábendingar og tillögur um framkvæmd á einstökum ákvæðum samþykktarinnar. Tilmæli eru ekki skuldbindandi fyrir aðildarríki.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 BSRB - 04.11.2019

Í viðhengi er umsögn BSRB.

Virðingarfyllst,

Dagný Aradóttir Pind

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Bandalag háskólamanna - 07.11.2019

Umsögn BHM um tillögu um fullgildingu samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 190, um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Rafiðnaðarsamband Íslands - 11.11.2019

Meðfylgjandi er umsögn Rafiðnaðarsambands Íslands um fullgildingu samþykktar ILO nr. 190 um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni.

Með kveðju,

Kristján Þórður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Alþýðusamband Íslands - 11.11.2019

Alþýðusamband Íslands tók virkan þátt í gerð þessarar samþykktar ILO og styður mjög eindregið að hún verði staðfest af Íslands hálfu sem allra fyrst. Báðir aðilar vinnumarkaðarins og íslensk stjórnvöld greiddu samþykktinni atkvæði sitt þá er þing ILO samþykkti hana.

Magnús M. Norðdahl hrl.,

lögfræðingur ASÍ.