Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 17.–31.10.2019

2

Í vinnslu

  • 1.11.2019–26.1.2020

3

Samráði lokið

  • 27.1.2020

Mál nr. S-257/2019

Birt: 17.10.2019

Fjöldi umsagna: 81

Drög að stefnu

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024

Niðurstöður

Niðurstöður samráðs má sjá í meðfylgjandi skjali.

Málsefni

Drög að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024.

Nánari upplýsingar

Drög að fimmtán ára samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024 er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar til og með fimmtudeginum 31. október 2019.

Áætlanir þessar eru lagðar fram með hliðsjón af nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2020–2024 þar sem fjármagn til samgöngumála var aukið verulega. Auk þess er tekið tillit til:

a) Samgöngusáttmálans, en hann inniheldur m.a. framlag ríkisins til uppbyggingar Borgarlínu, stofnbrauta á höfuðborgarsvæðinu og hjólastíga.

b) Niðurstaðna starfshóps um fjármögnun samgönguframkvæmda.

c) Nýrra stefna ríkisins í flugmálum og almenningssamgöngum.

d) Niðurstaðna verkefnishópa um jarðgangakosti á Austurlandi og um lagningu Sundabrautar.

Að öðru leyti byggist áætlun þessi að mestu á þeirri sem lögð var fram og samþykkt var á 149. löggjafarþingi.

Ljóst er að viðfangsefni samgönguáætlunar snerta alla landsmenn. Um leið og öllum ábendingum um úrbætur stórum sem smáum er tekið fagnandi væri áhugavert ef umsagnaraðilar sæju sér fært að svara eftirfarandi:

Hvert er brýnasta úrlausnarefni samgöngumála á Íslandi?

*Fimm ára aðgerðaáætlun 2020-2024 uppfærð 18.10.19

*Drög að flugstefnu uppfært 22.10.19

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

srn@srn.is