Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 18.10.–1.11.2019

2

Í vinnslu

  • 2.11.2019–5.1.2020

3

Samráði lokið

  • 6.1.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-260/2019

Birt: 18.10.2019

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Málefni aldraðra

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust.

Málsefni

Eftir gildistöku breytingalaga nr. 37/2018 á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga kom í ljós að samræmingu skorti á milli laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga og laga nr. 125/1999 um málefni aldraðra um öldrunarráð.

Nánari upplýsingar

Tilefni þessa frumvarps er breyting sú sem gerð var á stjórnsýslu í öldrunarmálum í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með breytingarlögum nr. 37/2018, þar sem gerð var breyting á svæðaskiptingu og skipan fulltrúa í öldungaráð. Samhliða var gerð breyting á lögum um málefni aldraðra á þann hátt að gerð var breyting þar sem hugtakinu þjónustuhópur aldraðra var breytt í hugtakið öldungaráð en engin breyting var gerð á svæðaskiptingu og skipun fulltrúa til samræmis við breytta skipan í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Nauðsynlegt er að hafa samræmi í löggjöf um málefni aldraðra og félagsþjónustu sveitarfélaga um svæðaskiptingu og skipan öldungaráða. Ekki þykja aðrar leiðir færar en að breyta ákvæðum laga um málefni aldraðra til samræmis við ákvæði laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Félagsmálaráðuneytið

frn@frn.is