Samráð fyrirhugað 21.10.2019—08.11.2019
Til umsagnar 21.10.2019—08.11.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 08.11.2019
Niðurstöður birtar 08.01.2021

Frumvarp um breytingu á samkeppnislögum

Mál nr. 261/2019 Birt: 21.10.2019 Síðast uppfært: 08.01.2021
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit og neytendamál

Niðurstöður birtar

Frumvarp um breytingar á samkeppnislögum var lagt fram á 150. lgþ. (þskj. 1029, 610. mál). Í Samráðskafla frumvarpsins er gerð grein fyrir afstöðu ráðuneytisins til umsagna sem bárust um málið.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 21.10.2019–08.11.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 08.01.2021.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á samkeppnislögum, nr. 44/2005.

Frumvarpið felur í sér nokkrar breytingar á samkeppnislögum sem rétt þykir að gera af fenginni reynslu undanfarinna ára. Breytingar miða m.a. að því að einfalda framkvæmd laganna og auka skilvirkni. Þannig er lagt til með frumvarpinu að veltumörk tilkynningarskyldra samruna hækki og breytingar lagðar til á málsmeðferð samrunamála sem ætlað er að einfalda málsmeðferð og bæta rannsóknir þeirra mála. Einnig eru lagðar til breytingar á framkvæmd undanþága frá samkeppnislögum þess efnis að fyrirtæki meti sjálf hvort skilyrði undanþága séu uppfyllt og er sú breyting í samræmi við framkvæmd annars staðar á EES-svæðinu. Lagt er til að heimildir Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar án brots og til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla verði felldar brott, lagt er til að forstjóri stofnunarinnar verði skipaður tímabundið til 5 ára í senn og að aðeins verði heimilt að skipa sama manninn tvisvar í embætti. Þá er lögð til breyting í tengslum við norrænan samstarfssamning í samkeppnismálum auk annarra minni breytinga.

Frumvarpið er liður í aðgerðum stjórnvalda til stuðnings lífskjarasamnings aðila vinnumarkaðarins frá því í vor og felur einnig í sér að komið er í framkvæmd einni þeirra tillagna sem snúa að samkeppnismálum sem fram komu í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Félag atvinnurekenda - 24.10.2019

Meðfylgjandi í viðhengi er að finna umsögn Félags atvinnurekenda vegna draga að frumvarpi til breytinga á samkeppnislögum nr. 44/2005.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Fjölmiðlanefnd - 05.11.2019

Umsögn fjölmiðlanefndar vegna frumvarps til laga um breytingu á samkeppnislögum nr. 44/2005, með síðari breytingum

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Alþýðusamband Íslands - 07.11.2019

Alþýðusamband Íslands leggst alfarið gegn fyrirætlunum stjórnvalda um breytingar á samkeppnislögum sem veikja Samkeppniseftirlitið og draga úr getu samkeppnisyfirvalda til þess að stöðva samkeppnislagabrot og gæta þar með hagsmuna alls almennings gagnvart fyrirtækjum á markaði.

ASÍ áskilur sér rétt til frekari athugasemda á síðari stigum.

Virðingarfyllst,

Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ

Afrita slóð á umsögn

#4 Samtök verslunar og þjónustu - 08.11.2019

Meðfylgjandi er umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um drög að lagafrumvarpi um breytingu á samkeppnislögum.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Gylfi Magnússon - 08.11.2019

Með frumvarpi þessu er lögð til veruleg veiking á samkeppnislögum og samkeppniseftirliti á Íslandi. Engin af tillögunum í frumvarpinu virðist líkleg til að örva samkeppni hérlendis eða bæta lífskjör landsmanna með öðrum hætti. Tillögurnar eru þvert á móti þess eðlis að vænta má að þær veiki samkeppni á innlendum markaði og rýri því lífskjör þegar fram líða stundir eins og nánar er rakið í meðfylgjandi minnisblaði.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Neytendasamtökin - 08.11.2019

Meðfylgjandi er umsögn Neytendasamtakanna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Hagar hf. - 08.11.2019

Meðfylgjandi er umsögn Haga hf. um drög að frumvarpi til breytinga á samkeppnislögum.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Samkeppniseftirlitið - 08.11.2019

Samkeppniseftirlitið hefur gefið umsögn um frumvarpsdrög ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem birt voru á Samráðsgátt stjórnvalda þann 21. október sl. Umsögnin og fylgiskjöl með henni eru meðfylgjandi.

Umsögnina, ásamt fylgiskjölum og öðrum gagnlegum upplýsingum, verður hægt að nálgast á upplýsingasíðu um samkeppnislögin á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Upplýsingasíðan er aðgengileg hér: https://www.samkeppni.is/utgafa/i-brennidepli/frumvarp-um-samkeppnislog.

Með umsögninni er Samkeppniseftirlitið að leysa af hendi það lögbundna verkefni sitt að „benda stjórnvöldum á leiðir til að gera samkeppni virkari“, sbr. c-lið 1. mgr. 8. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Samtök iðnaðarins - 08.11.2019

Gott kvöld,

meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins um frumvarp til breytinga á samkeppnislögum, mál nr. 261/2019.

Virðingarfyllst,

Björg Ásta Þórðardóttir,

lögfræðingur SI

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Viðskiptaráð Íslands - 08.11.2019

Góða kvöldið

Meðfylgjandi er umsögn Viðskiptaráðs Íslands um frumvarp til breytinga á samkeppnislögum, mál nr. 261/2019.

Virðingarfyllst,

f.h. Viðskiptaráðs,

Agla Eir Vilhjálmsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Samtök atvinnulífsins - 09.11.2019

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 LOGOS lögmannsþjónusta - 11.11.2019

Umsögn LOGOS fyrir hönd umbjóðenda stofunnar.

Viðhengi