Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 21.10.–8.11.2019

2

Í vinnslu

  • 9.11.2019–7.1.2021

3

Samráði lokið

  • 8.1.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-261/2019

Birt: 21.10.2019

Fjöldi umsagna: 12

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Frumvarp um breytingu á samkeppnislögum

Niðurstöður

Frumvarp um breytingar á samkeppnislögum var lagt fram á 150. lgþ. (þskj. 1029, 610. mál). Í Samráðskafla frumvarpsins er gerð grein fyrir afstöðu ráðuneytisins til umsagna sem bárust um málið.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á samkeppnislögum, nr. 44/2005.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið felur í sér nokkrar breytingar á samkeppnislögum sem rétt þykir að gera af fenginni reynslu undanfarinna ára. Breytingar miða m.a. að því að einfalda framkvæmd laganna og auka skilvirkni. Þannig er lagt til með frumvarpinu að veltumörk tilkynningarskyldra samruna hækki og breytingar lagðar til á málsmeðferð samrunamála sem ætlað er að einfalda málsmeðferð og bæta rannsóknir þeirra mála. Einnig eru lagðar til breytingar á framkvæmd undanþága frá samkeppnislögum þess efnis að fyrirtæki meti sjálf hvort skilyrði undanþága séu uppfyllt og er sú breyting í samræmi við framkvæmd annars staðar á EES-svæðinu. Lagt er til að heimildir Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar án brots og til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla verði felldar brott, lagt er til að forstjóri stofnunarinnar verði skipaður tímabundið til 5 ára í senn og að aðeins verði heimilt að skipa sama manninn tvisvar í embætti. Þá er lögð til breyting í tengslum við norrænan samstarfssamning í samkeppnismálum auk annarra minni breytinga.

Frumvarpið er liður í aðgerðum stjórnvalda til stuðnings lífskjarasamnings aðila vinnumarkaðarins frá því í vor og felur einnig í sér að komið er í framkvæmd einni þeirra tillagna sem snúa að samkeppnismálum sem fram komu í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

postur@anr.is