Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 21.10.–4.11.2019

2

Í vinnslu

  • 5.–10.11.2019

3

Samráði lokið

  • 11.11.2019

Mál nr. S-262/2019

Birt: 21.10.2019

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Málefni aldraðra

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um almannatryggingar (hálfur lífeyrir)

Niðurstöður

Ein athugasemd barst við frumvarpið og var tekið tillit til þeirrar athugasemdar eftir því sem unnt var.

Málsefni

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir breytingum á lögum um almannatryggingar að því er varðar hálfan ellilífeyri.

Nánari upplýsingar

Heimild til töku hálfs ellilífeyris var sett með lögum nr. 116/2016, um breytingu á lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni aldraðra, og öðlaðist heimildin gildi 1. janúar 2018. Í úrræðinu felst aukinn sveigjanleiki við starfslok eins og lýst er í almennum athugasemdum í frumvarpi því er varð að lögum nr. 116/2016. Ákveðin reynsla er komin á framkvæmd ákvæðisins og er tilefni lagasetningar að bregðast við þeim athugasemdum sem borist hafa ráðuneytinu. Gagnrýnt hefur verið að skilyrði sé sett fyrir greiðslu hálfs lífeyris að samanlagður áunninn réttur til ellilífeyris frá skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum og frá almannatryggingum verði að nema að lágmarki fjárhæð fulls ellilífeyris almannatrygginga. Er á það bent á að sjóðfélagar í lífeyrissjóðum þurfi að eiga töluverð réttindi í lífeyrissjóðum til þess að geta nýtt sér úrræðið en að þeir sem eigi takmörkuð réttindi eigi ekki kost á töku hálfs lífeyris. Þá hefur það verið talið vera í andstöðu við meginmarkmið laganna að einstaklingar sem ættu ekki rétt á lífeyri frá almannatryggingum vegna tekjutengingar bótanna geti engu að síður fengið greiddan hálfan lífeyri þar sem hálfur lífeyrir sé með öllu óháður öðrum tekjum lífeyrisþega. Loks hefur verið bent á að setja ætti það skilyrði fyrir töku hálfs lífeyris að um áframhaldandi þátttöku á vinnumarkaði sé að ræða þar sem starfssamband viðkomandi einstaklinga sé í samræmi við markmið og tilgang með töku hálfs lífeyris. Er frumvarpi þessu ætlað að bæta úr því sem að framan greinir.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa húsnæðis- og lífeyrismála

agust.thor.sigurdsson@frn.is