Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 21.10.–4.11.2019

2

Í vinnslu

  • 5.11.2019–10.10.2021

3

Samráði lokið

  • 11.10.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-263/2019

Birt: 21.10.2019

Fjöldi umsagna: 5

Drög að frumvarpi til laga

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Málefni aldraðra

Drög að frumvarpi til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða

Niðurstöður

Alls bárust fimm umsagnir; frá Alþýðusambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, velferðarsviði Reykjavíkurborgar og tveimur einstaklingum. Flestir umsagnaraðilar töldu að hér væri um jákvætt skref að ræða þar sem frumvarpið væri til þess fallið að styrkja framfærslu viðkvæms hóps sem er í hvað mestri áhættu á að búa við fátækt. Athugasemdir voru aðallega gerðar við afmörkun persónulegs gildissviðs, sbr. 2. gr., og fjárhæð hins félagslega viðbótarstuðnings, sbr. 3. gr., en þær leiddu ekki til efnislegra breytinga á frumvarpinu.Frumvarpið varð að lögum eftir meðferð Alþingis nr. 74/2020

Málsefni

Drög að frumvarpi um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða. Kveðið er á um greiðslu viðbótarstuðnings til aldraðra einstaklinga eldri en 67 ára sem búa og dvelja varanlega á Íslandi en sem hafa áunnið sér lítil sem engin lífeyrisréttindi og hafa heildartekjur undir tilteknu viðmiði.

Nánari upplýsingar

Meðfylgjandi eru drög að frumvarpi til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða. Drögin eru samin í kjölfar skýrslu starfshóps um kjör aldraðra þar sem m.a.var greining á því hvaða hópar eldri borgara búa við lökust kjörin og lagt til sérstakt félagslegt úrræði er felur í sér aukinn stuðning við afmarkaðan hóp aldraðra. Byggja drögin á tillögu hópsins auk þess sem litið var til þeirra leiða sem gripið hefur verið til í nágrannalöndunum, einkum í Noregi, til að styrkja framfærslu þessa hóps. Í frumvarpsdrögunum er lagt til að komið verði á sérstökum félagslegum viðbótarstuðningi fyrir þann hóp aldraðra sem talinn er verst settur. Hér er aðallega um að ræða einstaklinga eldri en 67 ára sem búa og dvelja varanlega hér á landi en sem hafa áunnið sér lítil sem engin lífeyrisréttindi hér og sem hafa búið langdvölum erlendis án þess að ávinna sér lífeyrisréttindi þar. Lagt er til að viðbótarstuðningurinn komi til viðbótar heildartekjum viðkomandi þegar þær eru undir tilteknu viðmiði.

Samráði lokið

Umsagnir voru ekki birtar í gáttinni.

Umsjónaraðili

Skrifstofa húsnæðis- og lífeyrismála