Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.10.–5.11.2019

2

Í vinnslu

  • 6.11.2019–7.6.2020

3

Samráði lokið

  • 8.6.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-264/2019

Birt: 22.10.2019

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á tollalögum nr. 88/2005

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust og var frumvarpið unnið áfram með það til hliðsjónar.

Málsefni

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á tollalögum nr. 88/2005, með síðari breytingum (rafræn afgreiðsla, vöruvalsreglur, innflutningur matvæla o.fl.).

Nánari upplýsingar

Frumvarp þetta er samið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og varðar ýmsar breytingar á tollalögum, m.a. varðandi vöruval fríhafna sem selja áfengi, rafræna afgreiðslu og þyngdartakmörk fyrir innflutning ferða- og farmanna á matvælum.

Tillaga frumvarpsins um að hækka mörkin fyrir það magn sem ferðamenn og farmenn mega taka með af matvælum inn í landið án þess að greiða toll er sett til þess að gæta samræmis við þyngdarmörk vegna upptöku reglugerðar (EB), nr. 206/2009, um innflutning dýraafurða til einkaneyslu.

Tillaga frumvarpsins um vöruvalsreglur fyrir tollfrjálsar verslanir í opinberri eigu sem selja áfengi er lögð fram til að bregðast við áminningarbréfi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá 28. nóvember 2018.

Í frumvarpinu er að finna ákvæði um að tollafgreiðslugengi taki mið af vikugengi í stað daggengis. Vikugengi skal taka mið af opinberu viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands á mánudegi hverrar viku og mun sú skráning gilda út hverja viku fyrir sig. Upptaka vikugengis mun flýta fyrir tollafgreiðslu sendinga og koma í veg fyrir tafir á afgreiðslu sendinga þegar þær eru tilbúnar til afgreiðslu áður en kemur að greiðsludegi. Þá mun upptaka vikugengis einnig auðvelda hraðsendingarfyrirtækjum að áætla aðflutningsgjöld fyrir viðskiptavini sína.

Með frumvarpinu er stefnt að því að tollafgreiðsla verði nánast alfarið rafræn en þó er einstaklingum og öðrum, sem ekki eru í atvinnurekstri, heimilað að skila allt að 12 skriflegum aðflutningsskýrslum á hverju ári. Rafræn tollafgreiðsla mun auka skilvirkni til muna.

Að lokum er í frumvarpinu að finna einfalda leiðréttingu á tilvísun til móðurmjólkur í tollskrá.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

postur@fjr.is